Haaland og Saka tilnefndir sem bæði besti og besti ungi leikmaður deildarinnar Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. ágúst 2023 15:01 Erling Braut Haaland og Bukayo Saka áttu báðir gott tímabil á síðasta tímabili. Tom Flathers/Manchester City FC via Getty Images Leikmannasamtökin PFA (e. Professional Footballers Association) hafa birt lista yfir þá sex leikmenn sem eru tilnefndir sem besti leikmaður tímabilsins og þá sex sem eru tilnefndir sem besti ungi leikmaður tímabilsins á síðastatímabili í ensku úrvalsdeildinni. Það sem vekur kannski mesta athygli er að tveir leikmenn eru tilnefndir til beggja verðlauna. Það eru þeir Erling Braut Haaland hjá Manchester City og Bukayo Saka hjá Arsenal. Báðir áttu þeir frábært tímabil fyrir sín lið, en Haaland er nýorðinn 23 ára og Saka verður 22 ára í byrjun næsta mánaðar. Norðmaðurinn Erling Braut Haaland skoraði alls 52 mörk í 53 leikjum í öllum keppnum fyrir City, þar af 36 í ensku úrvalsdeildinni, og átti þar af leiðandi stóran þátt í því þegar liðið vann þrennuna frægu. Englendingurinn Bukayo Saka skoraði 15 mörk fyrir Arsenal á síðasta tímabili í öllum keppnum, þar af 14 í ensku úrvalsdeildinni, ásamt því að leggja upp önnur 11. Haaland og Saka eru þó ekki þeir einu úr sínum liðum sem tilnefndir eru því alls eru þrír leikmenn City og tveir leikmenn Arsenal á listanum yfir bestu leikmenn tímabilsins. Kevin de Bruyne og John Stones eru fulltrúar City ásamt Haaland og Martin Ødegaard er tilnefndur úr röðum Arsenal ásamt Saka. Fyrrverandi Tottenham maðurinn Harry Kane er svo sjötti maðurinn á listanum. The six nominees for the @PFA Men's Players' Player of the Year award 🏆 pic.twitter.com/ZpwedCvkdZ— GOAL (@goal) August 17, 2023 Þeir fjórir sem tilnendir eru ásamt Haaland og Saka sem besti ungi leikmaður tímabilsins eru þeir Moises Caicedo, sem nýlega gekk í raðir Chelsea frá Brighton, ásamt Evan Ferguson hjá Brighton, Jacob Ramsey hjá Aston Villa og Gabriel Matinelli hjá Arsenal. The nominees are in for the @PFA Men's Young Player of the Year award 🏆 pic.twitter.com/zvvbFhPzqz— GOAL (@goal) August 17, 2023 Enski boltinn Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Í beinni: KR - Fram | Síðast voru Framarar niðurlægðir Íslenski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Fleiri fréttir „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Í beinni: KR - Fram | Síðast voru Framarar niðurlægðir Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Í beinni: FH - Breiðablik | Toppslagur í Krikanum Í beinni: Valur - Víkingur | Þurfa að bíta frá sér eftir þrjú töp í röð Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina Sjá meira
Það sem vekur kannski mesta athygli er að tveir leikmenn eru tilnefndir til beggja verðlauna. Það eru þeir Erling Braut Haaland hjá Manchester City og Bukayo Saka hjá Arsenal. Báðir áttu þeir frábært tímabil fyrir sín lið, en Haaland er nýorðinn 23 ára og Saka verður 22 ára í byrjun næsta mánaðar. Norðmaðurinn Erling Braut Haaland skoraði alls 52 mörk í 53 leikjum í öllum keppnum fyrir City, þar af 36 í ensku úrvalsdeildinni, og átti þar af leiðandi stóran þátt í því þegar liðið vann þrennuna frægu. Englendingurinn Bukayo Saka skoraði 15 mörk fyrir Arsenal á síðasta tímabili í öllum keppnum, þar af 14 í ensku úrvalsdeildinni, ásamt því að leggja upp önnur 11. Haaland og Saka eru þó ekki þeir einu úr sínum liðum sem tilnefndir eru því alls eru þrír leikmenn City og tveir leikmenn Arsenal á listanum yfir bestu leikmenn tímabilsins. Kevin de Bruyne og John Stones eru fulltrúar City ásamt Haaland og Martin Ødegaard er tilnefndur úr röðum Arsenal ásamt Saka. Fyrrverandi Tottenham maðurinn Harry Kane er svo sjötti maðurinn á listanum. The six nominees for the @PFA Men's Players' Player of the Year award 🏆 pic.twitter.com/ZpwedCvkdZ— GOAL (@goal) August 17, 2023 Þeir fjórir sem tilnendir eru ásamt Haaland og Saka sem besti ungi leikmaður tímabilsins eru þeir Moises Caicedo, sem nýlega gekk í raðir Chelsea frá Brighton, ásamt Evan Ferguson hjá Brighton, Jacob Ramsey hjá Aston Villa og Gabriel Matinelli hjá Arsenal. The nominees are in for the @PFA Men's Young Player of the Year award 🏆 pic.twitter.com/zvvbFhPzqz— GOAL (@goal) August 17, 2023
Enski boltinn Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Í beinni: KR - Fram | Síðast voru Framarar niðurlægðir Íslenski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Fleiri fréttir „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Í beinni: KR - Fram | Síðast voru Framarar niðurlægðir Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Í beinni: FH - Breiðablik | Toppslagur í Krikanum Í beinni: Valur - Víkingur | Þurfa að bíta frá sér eftir þrjú töp í röð Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina Sjá meira