„Ekki gott að horfa upp á að fólk sofi í gjótum“ Árni Sæberg og Lovísa Arnardóttir skrifa 16. ágúst 2023 23:26 Guðmundur Ingi segir brýnt að mæta vanda fólks sem á nú í engin hús að venda eftir að þjónusta við það var felld niður. Vísir/Vilhelm Félagsmálaráðherra telur ljóst að sveitarfélögin verði að grípa umsækjendur um alþjóðlega vernd sem hafa tapað allri þjónustu eftir að hafa fengið endanlega synjun um vernd. Verkefnið núna sé að tryggja fólkinu stjórnarskrárbundna lágmarksþjónustu. Mikið hefur verið fjallað um útlendingamál eftir að hópur fólks var þjónustusviptur í samræmi við ný útlendingalög Jóns Gunnarssonar. Greint hefur verið frá því að hælisleitendur búi ýmist í kúlutjöldum í Öskjuhlíð eða í gjótu rétt fyrir utan Reykjavík. Þá hefur verið greint frá því að fólk sé komið á götuna og borði upp úr ruslatunnum höfðuborgarsvæðisins. Ágreiningur er uppi meðal ráðuneyta og sveitarfélaga um það hver beri ábyrgð á því að veita fólkinu þjónustu. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, ræddi málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann segir verkefnið núna vera að finna leiðir og lausnir til þess að tryggja fólkinu lágmarksþjónustu sem það eigi rétt á samkvæmt stjórnarskrá og lögum um félagsþjónustu. „Það er alveg skýrt að það var vilji meirihluta Alþingis og kemur fram í nefndaráliti allsherjar og menntamálanefndar þegar málið var þar til umfjöllunar. Þannig að þetta er verkefnið og það er það sem við þurfum að leysa, ríki og sveitarfélög í sameiningu,“ segir Guðmundur Ingi. Greinilegar brotalamir í framkvæmdinni Guðmundur Ingi segir að nauðsynlegt sé að leysa verkefnið sem allra fyrst. Greinilegar brotalamir séu í framkvæmdinni. Það sé eitthvað sem hægt er að laga og að stjórnvöld muni leggja sig fram við að gera það. Þess vegna séu fleiri ráðuneyti að koma að borðinu og nauðsynlegt sé að fá sveitarfélögin að borðinu líka. „Við skulum leyfa lögfræðingunum að deila um það nákvæmlega hvar ábyrgðin liggur. En ábyrgðin fyrst og fremst í mínum huga er sú að tryggja lágmarksþjónustu til fólks, sem það á rétt á.“ Auðvitað ekki gott að fólk borði upp úr ruslatunnum En hvað á að gera fyrir fólk sem er nú þegar á götunni? „Auðvitað er ekki gott að horfa upp á að fólk sófi í gjótum eða að borða mat upp úr ruslatunnum, það er ekki samfélag sem við viljum. Það er hluti af því að leita lausna núna, að finna lausn á því hvernig megi mæta þessari lágmarksþjónustu, sem er alveg skýrt að fólk á rétt á,“ segir Guðmundur Ingi. Hann á fund með Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra og fulltrúm sveitarfélaganna á föstudag. „Ég biðla auðvitað til þeirra að við náum að vinna þetta mál í sameiningu og leysa það.“ Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sveitarstjórnarmál Félagsmál Hælisleitendur Mest lesið Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Dónatal í desember Erlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Innlent Fleiri fréttir Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða Sjá meira
Mikið hefur verið fjallað um útlendingamál eftir að hópur fólks var þjónustusviptur í samræmi við ný útlendingalög Jóns Gunnarssonar. Greint hefur verið frá því að hælisleitendur búi ýmist í kúlutjöldum í Öskjuhlíð eða í gjótu rétt fyrir utan Reykjavík. Þá hefur verið greint frá því að fólk sé komið á götuna og borði upp úr ruslatunnum höfðuborgarsvæðisins. Ágreiningur er uppi meðal ráðuneyta og sveitarfélaga um það hver beri ábyrgð á því að veita fólkinu þjónustu. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, ræddi málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann segir verkefnið núna vera að finna leiðir og lausnir til þess að tryggja fólkinu lágmarksþjónustu sem það eigi rétt á samkvæmt stjórnarskrá og lögum um félagsþjónustu. „Það er alveg skýrt að það var vilji meirihluta Alþingis og kemur fram í nefndaráliti allsherjar og menntamálanefndar þegar málið var þar til umfjöllunar. Þannig að þetta er verkefnið og það er það sem við þurfum að leysa, ríki og sveitarfélög í sameiningu,“ segir Guðmundur Ingi. Greinilegar brotalamir í framkvæmdinni Guðmundur Ingi segir að nauðsynlegt sé að leysa verkefnið sem allra fyrst. Greinilegar brotalamir séu í framkvæmdinni. Það sé eitthvað sem hægt er að laga og að stjórnvöld muni leggja sig fram við að gera það. Þess vegna séu fleiri ráðuneyti að koma að borðinu og nauðsynlegt sé að fá sveitarfélögin að borðinu líka. „Við skulum leyfa lögfræðingunum að deila um það nákvæmlega hvar ábyrgðin liggur. En ábyrgðin fyrst og fremst í mínum huga er sú að tryggja lágmarksþjónustu til fólks, sem það á rétt á.“ Auðvitað ekki gott að fólk borði upp úr ruslatunnum En hvað á að gera fyrir fólk sem er nú þegar á götunni? „Auðvitað er ekki gott að horfa upp á að fólk sófi í gjótum eða að borða mat upp úr ruslatunnum, það er ekki samfélag sem við viljum. Það er hluti af því að leita lausna núna, að finna lausn á því hvernig megi mæta þessari lágmarksþjónustu, sem er alveg skýrt að fólk á rétt á,“ segir Guðmundur Ingi. Hann á fund með Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra og fulltrúm sveitarfélaganna á föstudag. „Ég biðla auðvitað til þeirra að við náum að vinna þetta mál í sameiningu og leysa það.“
Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sveitarstjórnarmál Félagsmál Hælisleitendur Mest lesið Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Dónatal í desember Erlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Innlent Fleiri fréttir Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða Sjá meira