„Ekki gott að horfa upp á að fólk sofi í gjótum“ Árni Sæberg og Lovísa Arnardóttir skrifa 16. ágúst 2023 23:26 Guðmundur Ingi segir brýnt að mæta vanda fólks sem á nú í engin hús að venda eftir að þjónusta við það var felld niður. Vísir/Vilhelm Félagsmálaráðherra telur ljóst að sveitarfélögin verði að grípa umsækjendur um alþjóðlega vernd sem hafa tapað allri þjónustu eftir að hafa fengið endanlega synjun um vernd. Verkefnið núna sé að tryggja fólkinu stjórnarskrárbundna lágmarksþjónustu. Mikið hefur verið fjallað um útlendingamál eftir að hópur fólks var þjónustusviptur í samræmi við ný útlendingalög Jóns Gunnarssonar. Greint hefur verið frá því að hælisleitendur búi ýmist í kúlutjöldum í Öskjuhlíð eða í gjótu rétt fyrir utan Reykjavík. Þá hefur verið greint frá því að fólk sé komið á götuna og borði upp úr ruslatunnum höfðuborgarsvæðisins. Ágreiningur er uppi meðal ráðuneyta og sveitarfélaga um það hver beri ábyrgð á því að veita fólkinu þjónustu. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, ræddi málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann segir verkefnið núna vera að finna leiðir og lausnir til þess að tryggja fólkinu lágmarksþjónustu sem það eigi rétt á samkvæmt stjórnarskrá og lögum um félagsþjónustu. „Það er alveg skýrt að það var vilji meirihluta Alþingis og kemur fram í nefndaráliti allsherjar og menntamálanefndar þegar málið var þar til umfjöllunar. Þannig að þetta er verkefnið og það er það sem við þurfum að leysa, ríki og sveitarfélög í sameiningu,“ segir Guðmundur Ingi. Greinilegar brotalamir í framkvæmdinni Guðmundur Ingi segir að nauðsynlegt sé að leysa verkefnið sem allra fyrst. Greinilegar brotalamir séu í framkvæmdinni. Það sé eitthvað sem hægt er að laga og að stjórnvöld muni leggja sig fram við að gera það. Þess vegna séu fleiri ráðuneyti að koma að borðinu og nauðsynlegt sé að fá sveitarfélögin að borðinu líka. „Við skulum leyfa lögfræðingunum að deila um það nákvæmlega hvar ábyrgðin liggur. En ábyrgðin fyrst og fremst í mínum huga er sú að tryggja lágmarksþjónustu til fólks, sem það á rétt á.“ Auðvitað ekki gott að fólk borði upp úr ruslatunnum En hvað á að gera fyrir fólk sem er nú þegar á götunni? „Auðvitað er ekki gott að horfa upp á að fólk sófi í gjótum eða að borða mat upp úr ruslatunnum, það er ekki samfélag sem við viljum. Það er hluti af því að leita lausna núna, að finna lausn á því hvernig megi mæta þessari lágmarksþjónustu, sem er alveg skýrt að fólk á rétt á,“ segir Guðmundur Ingi. Hann á fund með Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra og fulltrúm sveitarfélaganna á föstudag. „Ég biðla auðvitað til þeirra að við náum að vinna þetta mál í sameiningu og leysa það.“ Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sveitarstjórnarmál Félagsmál Hælisleitendur Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sjá meira
Mikið hefur verið fjallað um útlendingamál eftir að hópur fólks var þjónustusviptur í samræmi við ný útlendingalög Jóns Gunnarssonar. Greint hefur verið frá því að hælisleitendur búi ýmist í kúlutjöldum í Öskjuhlíð eða í gjótu rétt fyrir utan Reykjavík. Þá hefur verið greint frá því að fólk sé komið á götuna og borði upp úr ruslatunnum höfðuborgarsvæðisins. Ágreiningur er uppi meðal ráðuneyta og sveitarfélaga um það hver beri ábyrgð á því að veita fólkinu þjónustu. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, ræddi málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann segir verkefnið núna vera að finna leiðir og lausnir til þess að tryggja fólkinu lágmarksþjónustu sem það eigi rétt á samkvæmt stjórnarskrá og lögum um félagsþjónustu. „Það er alveg skýrt að það var vilji meirihluta Alþingis og kemur fram í nefndaráliti allsherjar og menntamálanefndar þegar málið var þar til umfjöllunar. Þannig að þetta er verkefnið og það er það sem við þurfum að leysa, ríki og sveitarfélög í sameiningu,“ segir Guðmundur Ingi. Greinilegar brotalamir í framkvæmdinni Guðmundur Ingi segir að nauðsynlegt sé að leysa verkefnið sem allra fyrst. Greinilegar brotalamir séu í framkvæmdinni. Það sé eitthvað sem hægt er að laga og að stjórnvöld muni leggja sig fram við að gera það. Þess vegna séu fleiri ráðuneyti að koma að borðinu og nauðsynlegt sé að fá sveitarfélögin að borðinu líka. „Við skulum leyfa lögfræðingunum að deila um það nákvæmlega hvar ábyrgðin liggur. En ábyrgðin fyrst og fremst í mínum huga er sú að tryggja lágmarksþjónustu til fólks, sem það á rétt á.“ Auðvitað ekki gott að fólk borði upp úr ruslatunnum En hvað á að gera fyrir fólk sem er nú þegar á götunni? „Auðvitað er ekki gott að horfa upp á að fólk sófi í gjótum eða að borða mat upp úr ruslatunnum, það er ekki samfélag sem við viljum. Það er hluti af því að leita lausna núna, að finna lausn á því hvernig megi mæta þessari lágmarksþjónustu, sem er alveg skýrt að fólk á rétt á,“ segir Guðmundur Ingi. Hann á fund með Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra og fulltrúm sveitarfélaganna á föstudag. „Ég biðla auðvitað til þeirra að við náum að vinna þetta mál í sameiningu og leysa það.“
Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sveitarstjórnarmál Félagsmál Hælisleitendur Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sjá meira