Innlent

Far­þegar sel­fluttir í land: Reykja­víkur­höfn stút­full af skemmti­ferða­skipum

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Eitt skipanna þarf að sætta sig við að liggja utar við höfnina þar sem hafnarplássið er uppurið.
Eitt skipanna þarf að sætta sig við að liggja utar við höfnina þar sem hafnarplássið er uppurið. Vísir/Vilhelm

Fjögur skemmti­ferða­skip eru nú við höfn í Reykja­víkur­höfn og liggur eitt þeirra við ytri höfnina þar sem legu­pláss nær henni er upp­tekið. Það þýðir að sel­flytja þarf far­þega í land. For­maður Sam­taka ferða­þjónustunnar segir ljóst að um há­önn sé að ræða.

Skemmti­ferða­skipin sem um ræðir eru MSC Preziosa, MS Fram, Scenic Eclip­se 2 og Ocean Maje­sty, að því er fram kemur á vef Faxa­flóa­hafna. Ekki náðist í Gunnar Tryggva­son, hafnar­stjóra vegna málsins en frétta­stofu hafa borist myndir og á­bendingar frá veg­far­endum sem hafa gefið því gaum hve mörg skemmti­ferða­skip liggja nú við Reykja­víkur­höfn.

Skipin sem um ræðir eru engin smásmíði. Vísir/Vilhelm

Segir ferða­þjónustuna til­búna í við­ræður um skemmti­ferða­skip

3.502 ferða­menn eru um borð í Preziosa, 254 í MS Fram, 228 í Scenic Eclip­se og 621 um borð í Ocean Maje­sty. Tölu­verð um­ræða hefur átt sér stað um fjölda skemmti­ferða­skipa sem leggja leið sína hingað til lands og fréttir fluttar af því að þau séu meðal annars mesti mengunar­valdur Evrópu.

Bjarn­heiður Halls­dóttir, for­maður Sam­taka ferða­þjónustunnar, segir í sam­tali við Vísi að ljóst sé að nú sé háanna­tími þegar við­kemur komu slíkra skipa til landsins og staðan í Reykja­víkur­höfn sýni fram á það.

„Ferða­þjónustan gerir sér grein fyrir því að of mikið álag á inn­viði skaðar greinina sjálfa. Við viljum það alls ekki og erum til­búin í sam­ræður um það hvernig sé hægt að stýra um­ferð slíkra skipa hingað til lands.“

Gríðar­leg aukning hafi orðið á komu slíkra skipa hingað til lands. Hingað hafi orðið 40 prósent aukning á far­þega­fjölda slíkra skipa hingað til lands á einu ári. Bjarn­heiður segir fjölda skipa al­farið í höndum við­komandi sveitar­fé­laga og hafnar­stjóra eins og staðan sé núna. Far­þegar skemmti­ferða­skipa séu gjarnan sel­fluttir í land úti á landi þó það sé ekki al­gengt í Reykja­vík.

„En það er greini­lega mikið að gera ef að höfnin er sprungin. Við höfum skilning á þeim þrýsting sem hefur myndast á stjórn­völd að skoða fyrir­komu­lagið á komu þessara skipa til landsins og ég held að það væri bara af hinu góða.“

Selflytja þarf farþega eins skipsins í land. Vísir/Vilhelm


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×