Farþegar selfluttir í land: Reykjavíkurhöfn stútfull af skemmtiferðaskipum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 16. ágúst 2023 16:48 Eitt skipanna þarf að sætta sig við að liggja utar við höfnina þar sem hafnarplássið er uppurið. Vísir/Vilhelm Fjögur skemmtiferðaskip eru nú við höfn í Reykjavíkurhöfn og liggur eitt þeirra við ytri höfnina þar sem legupláss nær henni er upptekið. Það þýðir að selflytja þarf farþega í land. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir ljóst að um háönn sé að ræða. Skemmtiferðaskipin sem um ræðir eru MSC Preziosa, MS Fram, Scenic Eclipse 2 og Ocean Majesty, að því er fram kemur á vef Faxaflóahafna. Ekki náðist í Gunnar Tryggvason, hafnarstjóra vegna málsins en fréttastofu hafa borist myndir og ábendingar frá vegfarendum sem hafa gefið því gaum hve mörg skemmtiferðaskip liggja nú við Reykjavíkurhöfn. Skipin sem um ræðir eru engin smásmíði. Vísir/Vilhelm Segir ferðaþjónustuna tilbúna í viðræður um skemmtiferðaskip 3.502 ferðamenn eru um borð í Preziosa, 254 í MS Fram, 228 í Scenic Eclipse og 621 um borð í Ocean Majesty. Töluverð umræða hefur átt sér stað um fjölda skemmtiferðaskipa sem leggja leið sína hingað til lands og fréttir fluttar af því að þau séu meðal annars mesti mengunarvaldur Evrópu. Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir í samtali við Vísi að ljóst sé að nú sé háannatími þegar viðkemur komu slíkra skipa til landsins og staðan í Reykjavíkurhöfn sýni fram á það. „Ferðaþjónustan gerir sér grein fyrir því að of mikið álag á innviði skaðar greinina sjálfa. Við viljum það alls ekki og erum tilbúin í samræður um það hvernig sé hægt að stýra umferð slíkra skipa hingað til lands.“ Gríðarleg aukning hafi orðið á komu slíkra skipa hingað til lands. Hingað hafi orðið 40 prósent aukning á farþegafjölda slíkra skipa hingað til lands á einu ári. Bjarnheiður segir fjölda skipa alfarið í höndum viðkomandi sveitarfélaga og hafnarstjóra eins og staðan sé núna. Farþegar skemmtiferðaskipa séu gjarnan selfluttir í land úti á landi þó það sé ekki algengt í Reykjavík. „En það er greinilega mikið að gera ef að höfnin er sprungin. Við höfum skilning á þeim þrýsting sem hefur myndast á stjórnvöld að skoða fyrirkomulagið á komu þessara skipa til landsins og ég held að það væri bara af hinu góða.“ Selflytja þarf farþega eins skipsins í land. Vísir/Vilhelm Skemmtiferðaskip á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Hafnarmál Reykjavík Mest lesið Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Skemmtiferðaskipin sem um ræðir eru MSC Preziosa, MS Fram, Scenic Eclipse 2 og Ocean Majesty, að því er fram kemur á vef Faxaflóahafna. Ekki náðist í Gunnar Tryggvason, hafnarstjóra vegna málsins en fréttastofu hafa borist myndir og ábendingar frá vegfarendum sem hafa gefið því gaum hve mörg skemmtiferðaskip liggja nú við Reykjavíkurhöfn. Skipin sem um ræðir eru engin smásmíði. Vísir/Vilhelm Segir ferðaþjónustuna tilbúna í viðræður um skemmtiferðaskip 3.502 ferðamenn eru um borð í Preziosa, 254 í MS Fram, 228 í Scenic Eclipse og 621 um borð í Ocean Majesty. Töluverð umræða hefur átt sér stað um fjölda skemmtiferðaskipa sem leggja leið sína hingað til lands og fréttir fluttar af því að þau séu meðal annars mesti mengunarvaldur Evrópu. Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir í samtali við Vísi að ljóst sé að nú sé háannatími þegar viðkemur komu slíkra skipa til landsins og staðan í Reykjavíkurhöfn sýni fram á það. „Ferðaþjónustan gerir sér grein fyrir því að of mikið álag á innviði skaðar greinina sjálfa. Við viljum það alls ekki og erum tilbúin í samræður um það hvernig sé hægt að stýra umferð slíkra skipa hingað til lands.“ Gríðarleg aukning hafi orðið á komu slíkra skipa hingað til lands. Hingað hafi orðið 40 prósent aukning á farþegafjölda slíkra skipa hingað til lands á einu ári. Bjarnheiður segir fjölda skipa alfarið í höndum viðkomandi sveitarfélaga og hafnarstjóra eins og staðan sé núna. Farþegar skemmtiferðaskipa séu gjarnan selfluttir í land úti á landi þó það sé ekki algengt í Reykjavík. „En það er greinilega mikið að gera ef að höfnin er sprungin. Við höfum skilning á þeim þrýsting sem hefur myndast á stjórnvöld að skoða fyrirkomulagið á komu þessara skipa til landsins og ég held að það væri bara af hinu góða.“ Selflytja þarf farþega eins skipsins í land. Vísir/Vilhelm
Skemmtiferðaskip á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Hafnarmál Reykjavík Mest lesið Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent