Talin hafa gefið fyrrverandi tengdaforeldrunum eitraða sveppi Bjarki Sigurðsson skrifar 15. ágúst 2023 18:28 Erin Patterson og grænserkssveppur, svipaður þeim sem talið er að notaður hafi verið í máltíðina sem varð fyrrverandi tengdaforeldrum hennar að bana. ABC/Getty Áströlsk kona er grunuð hafa notað eitraða sveppi þegar hún matreiddi Beef Wellington-steik fyrir foreldra fyrrverandi eiginmanns síns. Þrír hafa látist eftir að hafa borðað máltíðina. Erin Patterson bauð fjórum ættingjum fyrrverandi eiginmanns síns í mat í lok júlí síðastliðinn. Voru það foreldrar hans, Don og Gail Patterson, systir Gail, Heather Wilkinson, og eiginmaður hennar, Ian. Eftir að hafa innbyrt steikina sýndu þau öll fjögur einkenni eitrunar og létust bæði Don og Gail, sem og Heather. Ian er enn á gjörgæslu þar sem hann berst fyrir lífi sínu. Afar eitraðir sveppir Talið er að sveppirnir sem Patterson notaði í steikina hafi verið grænserkir, þekktir á ensku sem „Death cap“. Eru þeir með eitruðustu sveppum í heimi og valda meirihluta dauðsfalla af völdum sveppaeitrunar í heiminum. Patterson hefur ekki verið ákærð vegna dauðsfallanna en er hún samt sem áður grunuð í málinu þar sem hún eldaði máltíðina og er sú eina sem borðaði hana án þess að verða alvarlega veik. Hún heldur því sjálf fram að hafa keypt hluta sveppanna í asískri verslun nokkrum mánuðum áður og hinn hlutann í matvörubúð skömmu fyrir matseldina. Segist saklaus Lögreglan hefur gert húsleit á heimilli Patterson og fjarlægðu hluti af heimilinu sem eru nú til rannsóknar. Lögreglan segist enn vera með opinn huga þegar kemur að því hvað átti sér stað. „Ég er eyðilögð yfir því að sveppirnir gætu hafa leitt til veikinda þeirra sem mér þykir vænt um. Ég vil endurtaka enn og aftur að ég hef enga ástæðu til þess að meiða þetta fólk sem ég elskaði,“ hefur CNN eftir Patterson. Patterson hefur átt í góðu sambandi við fyrrverandi eiginmann sinn, son Patterson-hjónanna. Saman eiga þau tvö börn sem einnig voru viðstödd máltíðina en fengu þau annan mat og urðu ekki veik. Ástralía Erlend sakamál Sveppir Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Erin Patterson bauð fjórum ættingjum fyrrverandi eiginmanns síns í mat í lok júlí síðastliðinn. Voru það foreldrar hans, Don og Gail Patterson, systir Gail, Heather Wilkinson, og eiginmaður hennar, Ian. Eftir að hafa innbyrt steikina sýndu þau öll fjögur einkenni eitrunar og létust bæði Don og Gail, sem og Heather. Ian er enn á gjörgæslu þar sem hann berst fyrir lífi sínu. Afar eitraðir sveppir Talið er að sveppirnir sem Patterson notaði í steikina hafi verið grænserkir, þekktir á ensku sem „Death cap“. Eru þeir með eitruðustu sveppum í heimi og valda meirihluta dauðsfalla af völdum sveppaeitrunar í heiminum. Patterson hefur ekki verið ákærð vegna dauðsfallanna en er hún samt sem áður grunuð í málinu þar sem hún eldaði máltíðina og er sú eina sem borðaði hana án þess að verða alvarlega veik. Hún heldur því sjálf fram að hafa keypt hluta sveppanna í asískri verslun nokkrum mánuðum áður og hinn hlutann í matvörubúð skömmu fyrir matseldina. Segist saklaus Lögreglan hefur gert húsleit á heimilli Patterson og fjarlægðu hluti af heimilinu sem eru nú til rannsóknar. Lögreglan segist enn vera með opinn huga þegar kemur að því hvað átti sér stað. „Ég er eyðilögð yfir því að sveppirnir gætu hafa leitt til veikinda þeirra sem mér þykir vænt um. Ég vil endurtaka enn og aftur að ég hef enga ástæðu til þess að meiða þetta fólk sem ég elskaði,“ hefur CNN eftir Patterson. Patterson hefur átt í góðu sambandi við fyrrverandi eiginmann sinn, son Patterson-hjónanna. Saman eiga þau tvö börn sem einnig voru viðstödd máltíðina en fengu þau annan mat og urðu ekki veik.
Ástralía Erlend sakamál Sveppir Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira