Ljóst að vatnið verði dýrara og mikilvægt að bæta umgengni Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. ágúst 2023 18:38 Sólrún Kristjánsdóttir framkvæmdastýra Veitna segir mikil tækifæri felast í betri umgengni við vatnsauðlindina. Ljóst sé að vatn verði dýrarara í framtíðinni því það þurfi að sækja það um lengri veg. Vísir/Sigurjón Vatnsauðlindir landsins eru ekki óþrjótandi og mikil tækifæri felast í betri umgengni við þær að mati framkvæmdastýru Veitna. Ljóst sé að vatnið verði dýrara í framtíðinni. Höfuðborgarbúar urðu áþreifanlega varir við skort á heitu vatni í frosthörkunum síðasta vetur þegar þeir voru beðnir um að fara sparlega með það og sundlaugum var lokað. Þá varaði Samorka við síðasta haust að hitaveitur landsins væru komnar að þolmörkum. Sólrún Kristjánsdóttir framkvæmdastýra Veitna segir mikil tækifæri felast í betri umgengni við auðlindina. „Þetta er ekki óþrjótandi auðlind og okkur ber að fara eins vel með hana og hægt er. Þá höfum við áhyggjur af vatnsvernd. Við erum með stærstu vatnsbólin okkar í Heiðmörk þar sem er oft mikil umferð. Það þarf ekki meira en eitt umferðarslys á svæðinu við þau svo þau mengist, “ segir hún. Verð á vatni muni hækka Sólrún segir að vatn verði dýrara í framtíðinni hér á landi. „Það er ljóst að þeir orkukostir sem við erum nú búin að nýta eða ódýrustu orkukostirnir eru nýttir og þeir orkukostir sem eru fram undan eru dýrari. Það er aðallega vegna þess að flutningsleiðir vatnsins verða lengri,“ segir Sólrún. Gríðarleg verðmætaaukning Sólrún segir að þau vatnsból sem Veitur hafi aðgang að séu bæði í eigu einka-og opinberra aðila. Það gangi yfirleitt vel að semja við einkaaðila um kaup á vatni en þó séu dæmi um að málin hafi þurft að fara fyrir dómstóla. „Það hefur einstaka sinnum gerst en yfirleitt gengur mjög vel að semja um verð á vatni við einkaaðila,“ segir Sólrún. Ljóst er að verðmæti vatnsbóla hefur aukist gríðarlega á undanförnum árum. Sveitastjórn Þorlákshafnar seldi til að mynda athafnamanninum Jóni Ólafssyni jörðina Hlíðarenda með vatnsbóli árið 2005 á um hundrað milljónir króna. Vatnsbólið var metið á um átján milljarða króna í grein Innherja á síðasta ári. Erlendir fjárfesta keyptu nýlega hlut í Icelandic Water Holdings sem nýtir vatnsbólið á jörðinni Hlíðarenda en verðið er trúnaðarmál. Sólrún segist ekki hafa skoðun á eignahaldi á vatni en réttindi almennings þegar kemur að aðgengi að því eigi að vera tryggð. „Ég hef ekki myndað mér skoðun á þessu eignarhaldi. Það sem við vitum er að almannaþörf er í rauninni tryggð í íslenskri löggjöf,“ segir hún. Vatnsaflsvirkjanir Ölfus Orkumál Vatn Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Sjá meira
Höfuðborgarbúar urðu áþreifanlega varir við skort á heitu vatni í frosthörkunum síðasta vetur þegar þeir voru beðnir um að fara sparlega með það og sundlaugum var lokað. Þá varaði Samorka við síðasta haust að hitaveitur landsins væru komnar að þolmörkum. Sólrún Kristjánsdóttir framkvæmdastýra Veitna segir mikil tækifæri felast í betri umgengni við auðlindina. „Þetta er ekki óþrjótandi auðlind og okkur ber að fara eins vel með hana og hægt er. Þá höfum við áhyggjur af vatnsvernd. Við erum með stærstu vatnsbólin okkar í Heiðmörk þar sem er oft mikil umferð. Það þarf ekki meira en eitt umferðarslys á svæðinu við þau svo þau mengist, “ segir hún. Verð á vatni muni hækka Sólrún segir að vatn verði dýrara í framtíðinni hér á landi. „Það er ljóst að þeir orkukostir sem við erum nú búin að nýta eða ódýrustu orkukostirnir eru nýttir og þeir orkukostir sem eru fram undan eru dýrari. Það er aðallega vegna þess að flutningsleiðir vatnsins verða lengri,“ segir Sólrún. Gríðarleg verðmætaaukning Sólrún segir að þau vatnsból sem Veitur hafi aðgang að séu bæði í eigu einka-og opinberra aðila. Það gangi yfirleitt vel að semja við einkaaðila um kaup á vatni en þó séu dæmi um að málin hafi þurft að fara fyrir dómstóla. „Það hefur einstaka sinnum gerst en yfirleitt gengur mjög vel að semja um verð á vatni við einkaaðila,“ segir Sólrún. Ljóst er að verðmæti vatnsbóla hefur aukist gríðarlega á undanförnum árum. Sveitastjórn Þorlákshafnar seldi til að mynda athafnamanninum Jóni Ólafssyni jörðina Hlíðarenda með vatnsbóli árið 2005 á um hundrað milljónir króna. Vatnsbólið var metið á um átján milljarða króna í grein Innherja á síðasta ári. Erlendir fjárfesta keyptu nýlega hlut í Icelandic Water Holdings sem nýtir vatnsbólið á jörðinni Hlíðarenda en verðið er trúnaðarmál. Sólrún segist ekki hafa skoðun á eignahaldi á vatni en réttindi almennings þegar kemur að aðgengi að því eigi að vera tryggð. „Ég hef ekki myndað mér skoðun á þessu eignarhaldi. Það sem við vitum er að almannaþörf er í rauninni tryggð í íslenskri löggjöf,“ segir hún.
Vatnsaflsvirkjanir Ölfus Orkumál Vatn Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Sjá meira