Ljóst að vatnið verði dýrara og mikilvægt að bæta umgengni Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. ágúst 2023 18:38 Sólrún Kristjánsdóttir framkvæmdastýra Veitna segir mikil tækifæri felast í betri umgengni við vatnsauðlindina. Ljóst sé að vatn verði dýrarara í framtíðinni því það þurfi að sækja það um lengri veg. Vísir/Sigurjón Vatnsauðlindir landsins eru ekki óþrjótandi og mikil tækifæri felast í betri umgengni við þær að mati framkvæmdastýru Veitna. Ljóst sé að vatnið verði dýrara í framtíðinni. Höfuðborgarbúar urðu áþreifanlega varir við skort á heitu vatni í frosthörkunum síðasta vetur þegar þeir voru beðnir um að fara sparlega með það og sundlaugum var lokað. Þá varaði Samorka við síðasta haust að hitaveitur landsins væru komnar að þolmörkum. Sólrún Kristjánsdóttir framkvæmdastýra Veitna segir mikil tækifæri felast í betri umgengni við auðlindina. „Þetta er ekki óþrjótandi auðlind og okkur ber að fara eins vel með hana og hægt er. Þá höfum við áhyggjur af vatnsvernd. Við erum með stærstu vatnsbólin okkar í Heiðmörk þar sem er oft mikil umferð. Það þarf ekki meira en eitt umferðarslys á svæðinu við þau svo þau mengist, “ segir hún. Verð á vatni muni hækka Sólrún segir að vatn verði dýrara í framtíðinni hér á landi. „Það er ljóst að þeir orkukostir sem við erum nú búin að nýta eða ódýrustu orkukostirnir eru nýttir og þeir orkukostir sem eru fram undan eru dýrari. Það er aðallega vegna þess að flutningsleiðir vatnsins verða lengri,“ segir Sólrún. Gríðarleg verðmætaaukning Sólrún segir að þau vatnsból sem Veitur hafi aðgang að séu bæði í eigu einka-og opinberra aðila. Það gangi yfirleitt vel að semja við einkaaðila um kaup á vatni en þó séu dæmi um að málin hafi þurft að fara fyrir dómstóla. „Það hefur einstaka sinnum gerst en yfirleitt gengur mjög vel að semja um verð á vatni við einkaaðila,“ segir Sólrún. Ljóst er að verðmæti vatnsbóla hefur aukist gríðarlega á undanförnum árum. Sveitastjórn Þorlákshafnar seldi til að mynda athafnamanninum Jóni Ólafssyni jörðina Hlíðarenda með vatnsbóli árið 2005 á um hundrað milljónir króna. Vatnsbólið var metið á um átján milljarða króna í grein Innherja á síðasta ári. Erlendir fjárfesta keyptu nýlega hlut í Icelandic Water Holdings sem nýtir vatnsbólið á jörðinni Hlíðarenda en verðið er trúnaðarmál. Sólrún segist ekki hafa skoðun á eignahaldi á vatni en réttindi almennings þegar kemur að aðgengi að því eigi að vera tryggð. „Ég hef ekki myndað mér skoðun á þessu eignarhaldi. Það sem við vitum er að almannaþörf er í rauninni tryggð í íslenskri löggjöf,“ segir hún. Vatnsaflsvirkjanir Ölfus Orkumál Vatn Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Sjá meira
Höfuðborgarbúar urðu áþreifanlega varir við skort á heitu vatni í frosthörkunum síðasta vetur þegar þeir voru beðnir um að fara sparlega með það og sundlaugum var lokað. Þá varaði Samorka við síðasta haust að hitaveitur landsins væru komnar að þolmörkum. Sólrún Kristjánsdóttir framkvæmdastýra Veitna segir mikil tækifæri felast í betri umgengni við auðlindina. „Þetta er ekki óþrjótandi auðlind og okkur ber að fara eins vel með hana og hægt er. Þá höfum við áhyggjur af vatnsvernd. Við erum með stærstu vatnsbólin okkar í Heiðmörk þar sem er oft mikil umferð. Það þarf ekki meira en eitt umferðarslys á svæðinu við þau svo þau mengist, “ segir hún. Verð á vatni muni hækka Sólrún segir að vatn verði dýrara í framtíðinni hér á landi. „Það er ljóst að þeir orkukostir sem við erum nú búin að nýta eða ódýrustu orkukostirnir eru nýttir og þeir orkukostir sem eru fram undan eru dýrari. Það er aðallega vegna þess að flutningsleiðir vatnsins verða lengri,“ segir Sólrún. Gríðarleg verðmætaaukning Sólrún segir að þau vatnsból sem Veitur hafi aðgang að séu bæði í eigu einka-og opinberra aðila. Það gangi yfirleitt vel að semja við einkaaðila um kaup á vatni en þó séu dæmi um að málin hafi þurft að fara fyrir dómstóla. „Það hefur einstaka sinnum gerst en yfirleitt gengur mjög vel að semja um verð á vatni við einkaaðila,“ segir Sólrún. Ljóst er að verðmæti vatnsbóla hefur aukist gríðarlega á undanförnum árum. Sveitastjórn Þorlákshafnar seldi til að mynda athafnamanninum Jóni Ólafssyni jörðina Hlíðarenda með vatnsbóli árið 2005 á um hundrað milljónir króna. Vatnsbólið var metið á um átján milljarða króna í grein Innherja á síðasta ári. Erlendir fjárfesta keyptu nýlega hlut í Icelandic Water Holdings sem nýtir vatnsbólið á jörðinni Hlíðarenda en verðið er trúnaðarmál. Sólrún segist ekki hafa skoðun á eignahaldi á vatni en réttindi almennings þegar kemur að aðgengi að því eigi að vera tryggð. „Ég hef ekki myndað mér skoðun á þessu eignarhaldi. Það sem við vitum er að almannaþörf er í rauninni tryggð í íslenskri löggjöf,“ segir hún.
Vatnsaflsvirkjanir Ölfus Orkumál Vatn Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Sjá meira