Hitaveitur landsins komnar að þolmörkum Heimir Már Pétursson skrifar 17. nóvember 2022 20:02 Hitaveitur landsins eru komnar að þolmörkum vegna meiri aukningar á notkun á heitu vatni en spár gerðu ráð fyrir. Íslendingar þurfa að temja sér meiri virðingu fyrir auðlindinni og fara sparlega með vatnið auk þess sem virkja þarf ný svæði. Stöð 2/Arnar Hitaveitur landsins eru að nálgast þolmörk og huga þarf að betri nýtingu á heitu vatni sem og virkjun nýrra svæða til að anna ört vaxandi eftirspurn. Komið gæti til skömmtunar á heitu vatni á köldustu dögum ársins. Samorka boðaði til opins fundar um stöðu hitaveitna og jarðhitaauðlindarinnar í landinu í Hörpu í morgun. Farið var yfir stöðuna hjá stærstu veitufyrirtækjunum og spár um framtíðar þörf á heitu vatni. Lovísa Árnadóttir upplýsingafulltrúi Samorku segir stöðuna þunga hjá hitaveitunum í landinu. „Það er vegna þess að heitavatnsnotkun hefur aukist umfram fólksfjölgun. Þannig að þær eiga í fullu fangi með að anna núverandi eftirspurn og svo þarf auðvitað að hugsa fyrir framtíðinni,“ segir Lovísa. Á höfuðborgarsvæðinu væri til að mynda reiknað með rúmlega þriggja prósenta aukningu í eftirspurn á ári. Lovísa Árnadóttir upplýsingafulltrúi Samorku segir að Íslendingar þurfi að læra að umgangast heita vatns auðlindina af meiri virðingu.Stöð 2/Vísir „Ef við horfum til lengri tíma og til ársins 2060 þá er það tvöföldun á öllu heitavatnskerfinu. Og ef við horfum á hversu mikil orka þetta er þá er samanlagt afl hitaveita Veitna sem sér Reykjavík fyrir heitu vatni á við tvöfalda Kárahnjúkavirkjun. Þannig að þetta er rosalega mikil orka og stórmál að tvöfalda þetta,“ segir Lovísa. Um 60% allrar orku sem notuð væri hér á landi væri heitt vatn til húshitunar, baða og annarrar neyslu. Það væru alls 43 teravattsstundir eða tvöfalt meiri orka en frá allri raforkuframleiðslu landsins. „Núverandi vinnslusvæði eru komin í hámarks afkastagetu. Þannig að við þurfum að leita leiða til að nýta þau betur. Til dæmis með því að hvetja fólk til að fara betur með heita vatnið,“ segir Lovísa. Eftirspurnin eftir heitu vatni hefur aukist langt umfram fólksfjölgun meðal annars vegna þess að færri búa í fleiri íbúðum en áður. Þar með eykst fermetrafjöldinn sem þarf að hita.Samorka Það mætti gera með stuttum sturtum í stað þess að fara í bað og spara gangstéttahitun á sumrin. Hitaveitur um allt land væru að huga að næstu skrefum „Vandamálið er að jarðhitaleit tekur mjög langan tíma. Það er líka hluti af því vandamáli af hverju það er erfitt að anna þessu núna. Af því að aukningin hefur farið fram úr spám og leit getur tekið áratug. Svo þarf að kynnast jarðhitakerfinu sem gefur okkur eitthvað og sjá hvaða reynsla kemur á það,“ segir Lovísa Árnadóttir. Orkumál Orkuskipti Tengdar fréttir Mögulegt að grípa þurfi til skerðinga á heitu vatni Grafavarleg staða er komin upp varðandi hituveitumál á landinu. Fagsviðsstjóri Samorku segir mögulegt að til þess komi að grípa þurfi til skerðinga á heitu vatni til heimila, atvinnulífs og þjónustu á köldustu tímabilum, eða ef upp koma lengri kuldaskeið. 17. nóvember 2022 15:33 Tvöfalda þarf orkuframleiðsluna vegna orkuskiptanna Tvöfalda þarf orkuframleiðslu í landinu á næstu átján árum til að ná fram markmiðum um orkuskipti miðað við núverandi orkunýtingu Íslendinga. Umhverfis- orku- og loftslagsráðherra segir að flókið geti reynst að ná fram nauðsynlegri pólitískri samstöðu um þetta en telur alla sammála um markmiðin. 18. október 2022 19:20 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Fleiri fréttir Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Sjá meira
Samorka boðaði til opins fundar um stöðu hitaveitna og jarðhitaauðlindarinnar í landinu í Hörpu í morgun. Farið var yfir stöðuna hjá stærstu veitufyrirtækjunum og spár um framtíðar þörf á heitu vatni. Lovísa Árnadóttir upplýsingafulltrúi Samorku segir stöðuna þunga hjá hitaveitunum í landinu. „Það er vegna þess að heitavatnsnotkun hefur aukist umfram fólksfjölgun. Þannig að þær eiga í fullu fangi með að anna núverandi eftirspurn og svo þarf auðvitað að hugsa fyrir framtíðinni,“ segir Lovísa. Á höfuðborgarsvæðinu væri til að mynda reiknað með rúmlega þriggja prósenta aukningu í eftirspurn á ári. Lovísa Árnadóttir upplýsingafulltrúi Samorku segir að Íslendingar þurfi að læra að umgangast heita vatns auðlindina af meiri virðingu.Stöð 2/Vísir „Ef við horfum til lengri tíma og til ársins 2060 þá er það tvöföldun á öllu heitavatnskerfinu. Og ef við horfum á hversu mikil orka þetta er þá er samanlagt afl hitaveita Veitna sem sér Reykjavík fyrir heitu vatni á við tvöfalda Kárahnjúkavirkjun. Þannig að þetta er rosalega mikil orka og stórmál að tvöfalda þetta,“ segir Lovísa. Um 60% allrar orku sem notuð væri hér á landi væri heitt vatn til húshitunar, baða og annarrar neyslu. Það væru alls 43 teravattsstundir eða tvöfalt meiri orka en frá allri raforkuframleiðslu landsins. „Núverandi vinnslusvæði eru komin í hámarks afkastagetu. Þannig að við þurfum að leita leiða til að nýta þau betur. Til dæmis með því að hvetja fólk til að fara betur með heita vatnið,“ segir Lovísa. Eftirspurnin eftir heitu vatni hefur aukist langt umfram fólksfjölgun meðal annars vegna þess að færri búa í fleiri íbúðum en áður. Þar með eykst fermetrafjöldinn sem þarf að hita.Samorka Það mætti gera með stuttum sturtum í stað þess að fara í bað og spara gangstéttahitun á sumrin. Hitaveitur um allt land væru að huga að næstu skrefum „Vandamálið er að jarðhitaleit tekur mjög langan tíma. Það er líka hluti af því vandamáli af hverju það er erfitt að anna þessu núna. Af því að aukningin hefur farið fram úr spám og leit getur tekið áratug. Svo þarf að kynnast jarðhitakerfinu sem gefur okkur eitthvað og sjá hvaða reynsla kemur á það,“ segir Lovísa Árnadóttir.
Orkumál Orkuskipti Tengdar fréttir Mögulegt að grípa þurfi til skerðinga á heitu vatni Grafavarleg staða er komin upp varðandi hituveitumál á landinu. Fagsviðsstjóri Samorku segir mögulegt að til þess komi að grípa þurfi til skerðinga á heitu vatni til heimila, atvinnulífs og þjónustu á köldustu tímabilum, eða ef upp koma lengri kuldaskeið. 17. nóvember 2022 15:33 Tvöfalda þarf orkuframleiðsluna vegna orkuskiptanna Tvöfalda þarf orkuframleiðslu í landinu á næstu átján árum til að ná fram markmiðum um orkuskipti miðað við núverandi orkunýtingu Íslendinga. Umhverfis- orku- og loftslagsráðherra segir að flókið geti reynst að ná fram nauðsynlegri pólitískri samstöðu um þetta en telur alla sammála um markmiðin. 18. október 2022 19:20 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Fleiri fréttir Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Sjá meira
Mögulegt að grípa þurfi til skerðinga á heitu vatni Grafavarleg staða er komin upp varðandi hituveitumál á landinu. Fagsviðsstjóri Samorku segir mögulegt að til þess komi að grípa þurfi til skerðinga á heitu vatni til heimila, atvinnulífs og þjónustu á köldustu tímabilum, eða ef upp koma lengri kuldaskeið. 17. nóvember 2022 15:33
Tvöfalda þarf orkuframleiðsluna vegna orkuskiptanna Tvöfalda þarf orkuframleiðslu í landinu á næstu átján árum til að ná fram markmiðum um orkuskipti miðað við núverandi orkunýtingu Íslendinga. Umhverfis- orku- og loftslagsráðherra segir að flókið geti reynst að ná fram nauðsynlegri pólitískri samstöðu um þetta en telur alla sammála um markmiðin. 18. október 2022 19:20