„Ein versta tilfinning sem ég hef fundið á ferlinum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 13. ágúst 2023 21:31 Ernir Bjarnason var svekktur eftir leik kvöldsins. Vísir „Tilfinningin er bara hræðileg. Þetta er ein versta tilfinning sem ég hef fundið á ferlinum. Þetta er bara ömurlegt,“ sagði Ernir Bjarnason, leikmaður Keflavíkur, eftir 1-1 jafntefli við Val í Bestu deild karla í kvöld. Keflvíkingar héldu að sigurinn væri vís með marki í uppbótartíma en Valur svaraði í blálokin. „Þetta voru miklar tilfinningasveiflur. Það var mikil gleði, við héldum að við værum búnir að vinna þetta og svo kemur þetta bara, eins og að vera kýldur í magann,“ segir Ernir. Keflvíkingar geti þó tekið eitthvað jákvætt út úr jafntefli við eitt sterkasta lið landsins. „Við verðum að taka eitthvað með okkur. Við höfum gert þetta áður, gerðum líka jafntefli við þá í fyrri leiknum. Við vitum alveg að við eigum að geta unnið þessi lið en það er eitthvað að stoppa það. Við tökum fullt jákvætt og fínt út úr þessu í dag.“ Klippa: Ernir eftir Val Leikur kvöldsins var sá fyrsti undir stjórn Haraldar Freys Guðmundssonar sem tók við af Sigurði Ragnari Eyjólfssyni í vikunni. Keflavík hafði gefið út fyrr í vikunni að Sigurði yrði sagt upp eftir leiktíðina en því var breytt eftir tap fyrir HK í Kórnum og Sigurður látinn fara þá þegar. „Þetta var mjög skrýtið hvernig þetta fór. En þeir breyttu ákvörðuninni og ætli það hafi ekki verið rétt ákvörðun. Það finnst mér, að fá eitthvað nýtt inn fyrst þeir ætluðu að breyta. Það tengist ekkert Sigga eða leikmönnunum, en það hjálpar oft að fá eitthvað nýtt inn og breyta einhverju og við sjáum hvað það endist,“ Ernir segir leikmönnum þá lítast vel á að starfa með Haraldi. Þeir séu ákveðnir í að halda liðinu uppi. „Það líst öllum mjög vel á Halla, þetta er bara Keflvíkingur í húð og hár og veit hvað það þýðir að spila fyrir félagið. Það er létt yfir þessu, við höldum áfram og björgum félaginu frá falli,“ segir Ernir. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Önnur viðtöl eftir leikinn í Reykjanesbæ má sjá að neðan. Klippa: Haraldur eftir Val Klippa: Arnar eftir Keflavík Klippa: Birkir Már eftir Keflavík Keflavík ÍF Besta deild karla Valur Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Fleiri fréttir „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Sjá meira
„Þetta voru miklar tilfinningasveiflur. Það var mikil gleði, við héldum að við værum búnir að vinna þetta og svo kemur þetta bara, eins og að vera kýldur í magann,“ segir Ernir. Keflvíkingar geti þó tekið eitthvað jákvætt út úr jafntefli við eitt sterkasta lið landsins. „Við verðum að taka eitthvað með okkur. Við höfum gert þetta áður, gerðum líka jafntefli við þá í fyrri leiknum. Við vitum alveg að við eigum að geta unnið þessi lið en það er eitthvað að stoppa það. Við tökum fullt jákvætt og fínt út úr þessu í dag.“ Klippa: Ernir eftir Val Leikur kvöldsins var sá fyrsti undir stjórn Haraldar Freys Guðmundssonar sem tók við af Sigurði Ragnari Eyjólfssyni í vikunni. Keflavík hafði gefið út fyrr í vikunni að Sigurði yrði sagt upp eftir leiktíðina en því var breytt eftir tap fyrir HK í Kórnum og Sigurður látinn fara þá þegar. „Þetta var mjög skrýtið hvernig þetta fór. En þeir breyttu ákvörðuninni og ætli það hafi ekki verið rétt ákvörðun. Það finnst mér, að fá eitthvað nýtt inn fyrst þeir ætluðu að breyta. Það tengist ekkert Sigga eða leikmönnunum, en það hjálpar oft að fá eitthvað nýtt inn og breyta einhverju og við sjáum hvað það endist,“ Ernir segir leikmönnum þá lítast vel á að starfa með Haraldi. Þeir séu ákveðnir í að halda liðinu uppi. „Það líst öllum mjög vel á Halla, þetta er bara Keflvíkingur í húð og hár og veit hvað það þýðir að spila fyrir félagið. Það er létt yfir þessu, við höldum áfram og björgum félaginu frá falli,“ segir Ernir. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Önnur viðtöl eftir leikinn í Reykjanesbæ má sjá að neðan. Klippa: Haraldur eftir Val Klippa: Arnar eftir Keflavík Klippa: Birkir Már eftir Keflavík
Keflavík ÍF Besta deild karla Valur Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Fleiri fréttir „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Sjá meira