„Ein versta tilfinning sem ég hef fundið á ferlinum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 13. ágúst 2023 21:31 Ernir Bjarnason var svekktur eftir leik kvöldsins. Vísir „Tilfinningin er bara hræðileg. Þetta er ein versta tilfinning sem ég hef fundið á ferlinum. Þetta er bara ömurlegt,“ sagði Ernir Bjarnason, leikmaður Keflavíkur, eftir 1-1 jafntefli við Val í Bestu deild karla í kvöld. Keflvíkingar héldu að sigurinn væri vís með marki í uppbótartíma en Valur svaraði í blálokin. „Þetta voru miklar tilfinningasveiflur. Það var mikil gleði, við héldum að við værum búnir að vinna þetta og svo kemur þetta bara, eins og að vera kýldur í magann,“ segir Ernir. Keflvíkingar geti þó tekið eitthvað jákvætt út úr jafntefli við eitt sterkasta lið landsins. „Við verðum að taka eitthvað með okkur. Við höfum gert þetta áður, gerðum líka jafntefli við þá í fyrri leiknum. Við vitum alveg að við eigum að geta unnið þessi lið en það er eitthvað að stoppa það. Við tökum fullt jákvætt og fínt út úr þessu í dag.“ Klippa: Ernir eftir Val Leikur kvöldsins var sá fyrsti undir stjórn Haraldar Freys Guðmundssonar sem tók við af Sigurði Ragnari Eyjólfssyni í vikunni. Keflavík hafði gefið út fyrr í vikunni að Sigurði yrði sagt upp eftir leiktíðina en því var breytt eftir tap fyrir HK í Kórnum og Sigurður látinn fara þá þegar. „Þetta var mjög skrýtið hvernig þetta fór. En þeir breyttu ákvörðuninni og ætli það hafi ekki verið rétt ákvörðun. Það finnst mér, að fá eitthvað nýtt inn fyrst þeir ætluðu að breyta. Það tengist ekkert Sigga eða leikmönnunum, en það hjálpar oft að fá eitthvað nýtt inn og breyta einhverju og við sjáum hvað það endist,“ Ernir segir leikmönnum þá lítast vel á að starfa með Haraldi. Þeir séu ákveðnir í að halda liðinu uppi. „Það líst öllum mjög vel á Halla, þetta er bara Keflvíkingur í húð og hár og veit hvað það þýðir að spila fyrir félagið. Það er létt yfir þessu, við höldum áfram og björgum félaginu frá falli,“ segir Ernir. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Önnur viðtöl eftir leikinn í Reykjanesbæ má sjá að neðan. Klippa: Haraldur eftir Val Klippa: Arnar eftir Keflavík Klippa: Birkir Már eftir Keflavík Keflavík ÍF Besta deild karla Valur Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Fleiri fréttir „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Sjá meira
„Þetta voru miklar tilfinningasveiflur. Það var mikil gleði, við héldum að við værum búnir að vinna þetta og svo kemur þetta bara, eins og að vera kýldur í magann,“ segir Ernir. Keflvíkingar geti þó tekið eitthvað jákvætt út úr jafntefli við eitt sterkasta lið landsins. „Við verðum að taka eitthvað með okkur. Við höfum gert þetta áður, gerðum líka jafntefli við þá í fyrri leiknum. Við vitum alveg að við eigum að geta unnið þessi lið en það er eitthvað að stoppa það. Við tökum fullt jákvætt og fínt út úr þessu í dag.“ Klippa: Ernir eftir Val Leikur kvöldsins var sá fyrsti undir stjórn Haraldar Freys Guðmundssonar sem tók við af Sigurði Ragnari Eyjólfssyni í vikunni. Keflavík hafði gefið út fyrr í vikunni að Sigurði yrði sagt upp eftir leiktíðina en því var breytt eftir tap fyrir HK í Kórnum og Sigurður látinn fara þá þegar. „Þetta var mjög skrýtið hvernig þetta fór. En þeir breyttu ákvörðuninni og ætli það hafi ekki verið rétt ákvörðun. Það finnst mér, að fá eitthvað nýtt inn fyrst þeir ætluðu að breyta. Það tengist ekkert Sigga eða leikmönnunum, en það hjálpar oft að fá eitthvað nýtt inn og breyta einhverju og við sjáum hvað það endist,“ Ernir segir leikmönnum þá lítast vel á að starfa með Haraldi. Þeir séu ákveðnir í að halda liðinu uppi. „Það líst öllum mjög vel á Halla, þetta er bara Keflvíkingur í húð og hár og veit hvað það þýðir að spila fyrir félagið. Það er létt yfir þessu, við höldum áfram og björgum félaginu frá falli,“ segir Ernir. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Önnur viðtöl eftir leikinn í Reykjanesbæ má sjá að neðan. Klippa: Haraldur eftir Val Klippa: Arnar eftir Keflavík Klippa: Birkir Már eftir Keflavík
Keflavík ÍF Besta deild karla Valur Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Fleiri fréttir „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Sjá meira