Fótbolti

Kolbeinn sá rautt í 3-0 tapi Lyngby

Siggeir Ævarsson skrifar
Freyr Alexandersson, þjálfari Lyngby, hafði fáar ástæður til að klappa í dag
Freyr Alexandersson, þjálfari Lyngby, hafði fáar ástæður til að klappa í dag Vísir/Getty

Freyr Alexandersson og lærisveinar hans í Lyngby áttu ekki góða ferð til Bröndby í dag en liðið tapaði 3-0 í 4. umferð dönsku úrvalsdeildarinnar.

Allir Íslendingarnir í leikmannahópi Lyngby voru í byrjunarliðinu í dag en enginn þeirra lék allar 90 mínúturnar. Sævar Atli Magnússon fór út af á 81. mínútu, Alfreð Finnbogason á 62. og var þeim báðum skipt út af en Kolbeinn Finnsson náði aðeins að leika 49 mínútur í dag.

Kolbeinn fékk gult spjald fyrir brot á 40. mínútu og á 49. mínútu fékk hann sitt annað gula spjald, fyrir að sparka boltanum í burtu eftir að dómarinn hafði dæmt innkast. Lyngby léku því manni færri nánast allan seinni hálfleikinn og fengu á sig tvö mörk eftir að Kolbeinn fór út af.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×