Fótbolti

Brjálaður yfir því að fá ekki verðlaun

Valur Páll Eiríksson skrifar
Af hverju var ég ekki valinn bestur?
Af hverju var ég ekki valinn bestur? Getty

Cristiano Ronaldo var hetja Al-Nassr er liðið vann Meistaradeild Arabíuliða með ótrúlegum hætti, leikmanni færri eftir framlengdan úrslitaleik við annað sádískt lið, Al-Hilal. Hann var verðlaunaður eftir leik en vildi fleiri gripi í safnið.

Al-Hilal komst yfir snemma í síðari hálfleik í leik liðanna og útlitið var dökkt fyrir Al-Nassr þegar Abdulelah Al Amri var vikið af velli á 71. mínútu. Ronaldo jafnaði hins vegar leikinn fyrir tíu leikmenn Al-Nassr skömmu síðar og framlenging tók við.

Þar skoraði Ronaldo eina markið á 98. mínútu og tryggði Al-Nassr titilinn í fyrsta skipti í sögu félagsins.

Ronaldo spyr hvað þetta eigi nú að þýða að Milinkovic-Savic fái verðlaunin.Vísir/Skjáskot

Eftir leik tók hann við bikarnum fyrir sigur í keppninni, auk þess að fá gullskóinn sem markahæsti maður hennar. Þegar tilkynnt var að andstæðingur hans Sergej Milinkovic-Savic úr liði Al-Hilal væri maður leiksins í úrslitaleiknum brást Ronaldo hins vegar ókvæða við.

Þar sást hann gefa handabendingar þess efnis að hann hefði nú unnið leikinn fyrir sitt lið, hann hefði skorað tvö mörk.

Þrátt fyrir að vera orðinn 38 ára og stungið sér til sunds í sádaseðlum er keppnisskapið svo sannarlega enn til staðar hjá kauða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×