„Vonandi bara hanga þeir uppi“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. ágúst 2023 07:00 Sigurður Ragnar Eyjólfsson var látinn taka poka sinn í gær. Vísir/Diego Sigurður Ragnar Eyjólfsson segir það best fyrir alla aðila að hann stígi frá borði sem þjálfari Keflavíkur í Bestu-deild karla. Sigurður samdi um starfslok við félagið í gær. „Manni líður auðvitað ekkert vel með að vera hættur. Mér þykir vænt um strákana og liðið og ég var þarna í fjögur ár,“ sagði Sigurður Ragnar í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Það er alltaf erfitt að skilja við, en ég vona bara að þeim gangi rosa vel. Þeir fá flottan þjálfara núna í Halla [Haraldi Frey Guðmundssyni] og vonandi bara hanga þeir uppi.“ Keflavík hafði áður tilkynnt að Sigurður myndi klára leiktíðina, en hætta eftir tímabilið. En hvað breyttist? „31. júlí þá var mér sagt upp störfum en ég var með þriggja mánaða uppsagnarfrest og það var vilji stjórnarinnar að ég myndi vinna út uppsagnarfrestinn og klára tímabilið með liðið. Eftir á að hyggja er það ekkert frábær ákvörðun fyrir neinn og síðan eftir HK-leikinn er haldinn stjórnarfundur og tekin ný ákvörðun um að ég stígi frá og Halli taki við. Ég held að það sé bara best fyrir alla aðila. Við vorum sammála því strax frá byrjun í raun og veru.“ Sigurður kveðst þó stoltur af sínum fjórum árum hjá félaginu. „Ég held að það hafi mjög flott uppbygging átt sér stað. Ég kom inn í félagið fyrir fjórum árum og þá var það í fimmta sæti í Lengjudeildinni og við náðum að koma liðinu upp og halda því þar. Við enduðum í sjöunda sæti í fyrra og það er besti árangur liðsins í tólf ár. Við bjuggum til leikmenn sem fóru í atvinnumennsku og vour valdir í A-landsliðið.“ Hann segir þó lítið vera framundan, í það minnsta í bili. „Ég ætla bara að fara í golf í vikunni og stefni á það með haustinu að finna mér annað starf. Annað hvort hér heima eða erlendis. Þetta starf er þannig að maður þarf að vera tilbúinn að vera atvinnulaus í einhvern tíma, kíkja í kringum sig og nýta þau sambönd sem ma'ur hefur,“ sagði Sigurður, en viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Sigurður Ragnar Besta deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fleiri fréttir „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Sjá meira
„Manni líður auðvitað ekkert vel með að vera hættur. Mér þykir vænt um strákana og liðið og ég var þarna í fjögur ár,“ sagði Sigurður Ragnar í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Það er alltaf erfitt að skilja við, en ég vona bara að þeim gangi rosa vel. Þeir fá flottan þjálfara núna í Halla [Haraldi Frey Guðmundssyni] og vonandi bara hanga þeir uppi.“ Keflavík hafði áður tilkynnt að Sigurður myndi klára leiktíðina, en hætta eftir tímabilið. En hvað breyttist? „31. júlí þá var mér sagt upp störfum en ég var með þriggja mánaða uppsagnarfrest og það var vilji stjórnarinnar að ég myndi vinna út uppsagnarfrestinn og klára tímabilið með liðið. Eftir á að hyggja er það ekkert frábær ákvörðun fyrir neinn og síðan eftir HK-leikinn er haldinn stjórnarfundur og tekin ný ákvörðun um að ég stígi frá og Halli taki við. Ég held að það sé bara best fyrir alla aðila. Við vorum sammála því strax frá byrjun í raun og veru.“ Sigurður kveðst þó stoltur af sínum fjórum árum hjá félaginu. „Ég held að það hafi mjög flott uppbygging átt sér stað. Ég kom inn í félagið fyrir fjórum árum og þá var það í fimmta sæti í Lengjudeildinni og við náðum að koma liðinu upp og halda því þar. Við enduðum í sjöunda sæti í fyrra og það er besti árangur liðsins í tólf ár. Við bjuggum til leikmenn sem fóru í atvinnumennsku og vour valdir í A-landsliðið.“ Hann segir þó lítið vera framundan, í það minnsta í bili. „Ég ætla bara að fara í golf í vikunni og stefni á það með haustinu að finna mér annað starf. Annað hvort hér heima eða erlendis. Þetta starf er þannig að maður þarf að vera tilbúinn að vera atvinnulaus í einhvern tíma, kíkja í kringum sig og nýta þau sambönd sem ma'ur hefur,“ sagði Sigurður, en viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Sigurður Ragnar
Besta deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fleiri fréttir „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Sjá meira
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn