„Vonandi bara hanga þeir uppi“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. ágúst 2023 07:00 Sigurður Ragnar Eyjólfsson var látinn taka poka sinn í gær. Vísir/Diego Sigurður Ragnar Eyjólfsson segir það best fyrir alla aðila að hann stígi frá borði sem þjálfari Keflavíkur í Bestu-deild karla. Sigurður samdi um starfslok við félagið í gær. „Manni líður auðvitað ekkert vel með að vera hættur. Mér þykir vænt um strákana og liðið og ég var þarna í fjögur ár,“ sagði Sigurður Ragnar í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Það er alltaf erfitt að skilja við, en ég vona bara að þeim gangi rosa vel. Þeir fá flottan þjálfara núna í Halla [Haraldi Frey Guðmundssyni] og vonandi bara hanga þeir uppi.“ Keflavík hafði áður tilkynnt að Sigurður myndi klára leiktíðina, en hætta eftir tímabilið. En hvað breyttist? „31. júlí þá var mér sagt upp störfum en ég var með þriggja mánaða uppsagnarfrest og það var vilji stjórnarinnar að ég myndi vinna út uppsagnarfrestinn og klára tímabilið með liðið. Eftir á að hyggja er það ekkert frábær ákvörðun fyrir neinn og síðan eftir HK-leikinn er haldinn stjórnarfundur og tekin ný ákvörðun um að ég stígi frá og Halli taki við. Ég held að það sé bara best fyrir alla aðila. Við vorum sammála því strax frá byrjun í raun og veru.“ Sigurður kveðst þó stoltur af sínum fjórum árum hjá félaginu. „Ég held að það hafi mjög flott uppbygging átt sér stað. Ég kom inn í félagið fyrir fjórum árum og þá var það í fimmta sæti í Lengjudeildinni og við náðum að koma liðinu upp og halda því þar. Við enduðum í sjöunda sæti í fyrra og það er besti árangur liðsins í tólf ár. Við bjuggum til leikmenn sem fóru í atvinnumennsku og vour valdir í A-landsliðið.“ Hann segir þó lítið vera framundan, í það minnsta í bili. „Ég ætla bara að fara í golf í vikunni og stefni á það með haustinu að finna mér annað starf. Annað hvort hér heima eða erlendis. Þetta starf er þannig að maður þarf að vera tilbúinn að vera atvinnulaus í einhvern tíma, kíkja í kringum sig og nýta þau sambönd sem ma'ur hefur,“ sagði Sigurður, en viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Sigurður Ragnar Besta deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Thelma Karen til sænsku meistaranna Fótbolti Fleiri fréttir Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Sjá meira
„Manni líður auðvitað ekkert vel með að vera hættur. Mér þykir vænt um strákana og liðið og ég var þarna í fjögur ár,“ sagði Sigurður Ragnar í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Það er alltaf erfitt að skilja við, en ég vona bara að þeim gangi rosa vel. Þeir fá flottan þjálfara núna í Halla [Haraldi Frey Guðmundssyni] og vonandi bara hanga þeir uppi.“ Keflavík hafði áður tilkynnt að Sigurður myndi klára leiktíðina, en hætta eftir tímabilið. En hvað breyttist? „31. júlí þá var mér sagt upp störfum en ég var með þriggja mánaða uppsagnarfrest og það var vilji stjórnarinnar að ég myndi vinna út uppsagnarfrestinn og klára tímabilið með liðið. Eftir á að hyggja er það ekkert frábær ákvörðun fyrir neinn og síðan eftir HK-leikinn er haldinn stjórnarfundur og tekin ný ákvörðun um að ég stígi frá og Halli taki við. Ég held að það sé bara best fyrir alla aðila. Við vorum sammála því strax frá byrjun í raun og veru.“ Sigurður kveðst þó stoltur af sínum fjórum árum hjá félaginu. „Ég held að það hafi mjög flott uppbygging átt sér stað. Ég kom inn í félagið fyrir fjórum árum og þá var það í fimmta sæti í Lengjudeildinni og við náðum að koma liðinu upp og halda því þar. Við enduðum í sjöunda sæti í fyrra og það er besti árangur liðsins í tólf ár. Við bjuggum til leikmenn sem fóru í atvinnumennsku og vour valdir í A-landsliðið.“ Hann segir þó lítið vera framundan, í það minnsta í bili. „Ég ætla bara að fara í golf í vikunni og stefni á það með haustinu að finna mér annað starf. Annað hvort hér heima eða erlendis. Þetta starf er þannig að maður þarf að vera tilbúinn að vera atvinnulaus í einhvern tíma, kíkja í kringum sig og nýta þau sambönd sem ma'ur hefur,“ sagði Sigurður, en viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Sigurður Ragnar
Besta deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Thelma Karen til sænsku meistaranna Fótbolti Fleiri fréttir Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Sjá meira