Fótbolti

Orri og félagar enn með fullt hús stiga á toppnum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Orri Steinn Óskarsson var í byrjunarliði FCK í kvöld.
Orri Steinn Óskarsson var í byrjunarliði FCK í kvöld. Getty/Lars Ronbog

Orri Steinn Óskarsson og félagar hans í FCK unnu virkilega sterkan 2-1 endurkomusigur er liðið tók á móti OB í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Orri var í byrjunarliði FCK í kvöld, en var tekinn af velli eftir um klukkutíma leik. Þá voru heimamenn í FCK marki undir eftir að Charly Nouck hafði komið gestunum yfir á 57. mínútu.

Lukas Lerager jafnaði þó metin fyrir FCK á 77. mínútu áður en Elias Achouri tryggði liðinu sigur með marki á síðustu mínútu venjulegs leiktíma.

Niðurstaðan því naumur 2-1 sigur FCK sem enn er með fullt hús stiga eftir fjóra leiki og trónir á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar. OB situr hins vegar í sjötta sæti með fjögur stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×