Hinsegin fánar í Mosfellsbæ skornir niður í nótt Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 10. ágúst 2023 14:26 Fánunum var flaggað við bæjarskrifstofurnar í gær. Arnar Jónsson Átta hinseginfánar sem flaggað var fyrir utan bæjarskrifstofur Mosfellsbæjar auk eins fána við Þverholt í Mosfellsbæ voru skornir niður í nótt. Bæjarstjóri segir málið sýna mikilvægi þess að halda baráttu hinsegin fólks áfram. Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, segir málið afar leitt. Hún segir að nýjum fánum verði flaggað seinna í dag. „Þetta sýnir okkur mikilvægi þess að halda þessari baráttu á lofti,“ segir Regína í samtali við Vísi. Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar.Vísir/Egill Heiðar Reyr Ágústsson, sem rekur fyrirtækið Á. Óskarsson, flaggaði hinsegin fána á fánastöng fyrirtækisins á sunnudag. Við honum blasti leiðinleg sjón í morgun þegar búið var að skera niður fánann. „Bandið á stönginni var tekið niður líka, þannig að það var erfitt að flagga nýjum fána, við þurftum að taka stöngina niður til þess,“ segir Heiðar. Hópurinn Saman við stöndum, sem Heiðar tilheyrir, ætlar að vera með vagn í gleðigöngunni á laugardaginn. Heiðar segir hópinn hafa ætlað að skreyta vagninn með fánanum því hann væri óvenju stór og fallegur. Nú sé það ekki hægt vegna þess að hann var tekinn. Að sögn Heiðars hefur atvikið verið kært til lögreglu, en engar upplýsingar var að fá frá lögreglunni í tengslum við málið. Ófá dæmi Það sama gerðist á dögunum þegar hinsegin fánar voru skornir niður við bensínstöð Orkunnar við Bústaðaveg. „Það jákvæða er að við sjáum að það er engan bilbug að finna á þeim aðilum sem eru að mála götur og flagga. Þessir fánar fara jafnharðan upp aftur og málningarvinna er löguð,“ sagði Gunnlaugur Bragi Björnsson, formaður Hinsegin daga um málið. „Við þurfum bara að halda áfram að taka á þessu bakslagi saman.“ Á síðasta ári var málað yfir hinsegin fána á gangstétt fyrir utan Grafarvogskirkju og regnbogafáni fyrir utan Hjallakirkju var sömuleiðis rifinn niður stuttu eftir hinsegin daga. Þá var hinseginfáni við bensínstöð Orkunnar við Suðurfell sömuleiðis skorinn niður í fyrra. Á sunnudaginn greindi Vísir frá því að poka fullum af hundaskít hafði verið komið fyrir undir hinseginfána í Sandgerði. Regnbogagata máluð í gær Í gær, á 36 ára afmælisdegi Mosfellsbæjar, var regnbogagata máluð fyrir framan félagsheimilið Hlégarð af bæjarfulltrúum í tilefni hinsegin daga og afmælisins. „Síðustu misseri hefur orðið vart bakslags í þeirri mannréttindabaráttu sem hinsegin samfélagið hefur leitt og á það sérstaklega við um málefni og hagsmuni trans fólks,“ segir í tilkynningu frá Mosfellsbæ. Bæjarráð hvetur íbúa til þess að sýna mannréttindabaráttu hinsegin fólks mikilvægan stuðning með því að taka þátt í dagskrá hinsegin daga. Mosfellsbær Hinsegin dagar hófust á mánudaginn. Fjölbreytt dagskrá hefur verið síðan þá og á laugardaginn klukkan tvö verður gleðigangan gengin í 23. skiptið. Fréttin hefur verið uppfærð. Hinsegin Mosfellsbær Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, segir málið afar leitt. Hún segir að nýjum fánum verði flaggað seinna í dag. „Þetta sýnir okkur mikilvægi þess að halda þessari baráttu á lofti,“ segir Regína í samtali við Vísi. Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar.Vísir/Egill Heiðar Reyr Ágústsson, sem rekur fyrirtækið Á. Óskarsson, flaggaði hinsegin fána á fánastöng fyrirtækisins á sunnudag. Við honum blasti leiðinleg sjón í morgun þegar búið var að skera niður fánann. „Bandið á stönginni var tekið niður líka, þannig að það var erfitt að flagga nýjum fána, við þurftum að taka stöngina niður til þess,“ segir Heiðar. Hópurinn Saman við stöndum, sem Heiðar tilheyrir, ætlar að vera með vagn í gleðigöngunni á laugardaginn. Heiðar segir hópinn hafa ætlað að skreyta vagninn með fánanum því hann væri óvenju stór og fallegur. Nú sé það ekki hægt vegna þess að hann var tekinn. Að sögn Heiðars hefur atvikið verið kært til lögreglu, en engar upplýsingar var að fá frá lögreglunni í tengslum við málið. Ófá dæmi Það sama gerðist á dögunum þegar hinsegin fánar voru skornir niður við bensínstöð Orkunnar við Bústaðaveg. „Það jákvæða er að við sjáum að það er engan bilbug að finna á þeim aðilum sem eru að mála götur og flagga. Þessir fánar fara jafnharðan upp aftur og málningarvinna er löguð,“ sagði Gunnlaugur Bragi Björnsson, formaður Hinsegin daga um málið. „Við þurfum bara að halda áfram að taka á þessu bakslagi saman.“ Á síðasta ári var málað yfir hinsegin fána á gangstétt fyrir utan Grafarvogskirkju og regnbogafáni fyrir utan Hjallakirkju var sömuleiðis rifinn niður stuttu eftir hinsegin daga. Þá var hinseginfáni við bensínstöð Orkunnar við Suðurfell sömuleiðis skorinn niður í fyrra. Á sunnudaginn greindi Vísir frá því að poka fullum af hundaskít hafði verið komið fyrir undir hinseginfána í Sandgerði. Regnbogagata máluð í gær Í gær, á 36 ára afmælisdegi Mosfellsbæjar, var regnbogagata máluð fyrir framan félagsheimilið Hlégarð af bæjarfulltrúum í tilefni hinsegin daga og afmælisins. „Síðustu misseri hefur orðið vart bakslags í þeirri mannréttindabaráttu sem hinsegin samfélagið hefur leitt og á það sérstaklega við um málefni og hagsmuni trans fólks,“ segir í tilkynningu frá Mosfellsbæ. Bæjarráð hvetur íbúa til þess að sýna mannréttindabaráttu hinsegin fólks mikilvægan stuðning með því að taka þátt í dagskrá hinsegin daga. Mosfellsbær Hinsegin dagar hófust á mánudaginn. Fjölbreytt dagskrá hefur verið síðan þá og á laugardaginn klukkan tvö verður gleðigangan gengin í 23. skiptið. Fréttin hefur verið uppfærð.
Hinsegin Mosfellsbær Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira