Óttast um heilsu nígerska forsetans Kjartan Kjartansson skrifar 10. ágúst 2023 10:39 Mynd af Bazoum forseta sem stuðningsmenn hans festu upp við nígerska sendiráðið í París um síðustu helgi. Herinn steypti honum af stóli 26. júlí og hann hefur verið í stofufangelsi síðan. AP/Sophie Garcia Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna og Bandaríkjastjórn hafa lýst áhyggjum af heilsu og öryggi Mohameds Bazoum, forseta Nígers, sem hefur verið í stofufangelsi frá valdaráni hersins fyrir tveimur vikum. Honum er sagt haldið við ömurlegar aðstæður. Bazoum er í stofufangelsi í forsetahöllinni en herforingjastjórnin hefur ekki gefið uppi um ástand réttkjörins forseta landsins. Stjórnmálaflokkur forsetans fullyrðir að honum sé haldið við „grimmilegar“ og „ómannúðlegar“ aðstæður ásamt eiginkonu hans og syni. Þau hafi hvorki aðgang að rennandi vatni, rafmagni, ferskum matvælum eða heilbrigðisþjónustu. Antonio Guterres, framvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segist hafa áhyggjur af Bazoum sem búi við „hörmulegar“ aðstæður. Bandaríska utanríkisráðuneytið lýsti einnig áhyggjum af heilsu og öryggi Bazoum og fjölskyldu hans, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Eftir því sem tíminn líður og honum er haldið í einagrun fara áhyggjur okkar af stöðunni vaxandi,“ sagði Matthew Miller, talsmaður utanríkisráðuneytisins. Efnahagsbandalag Vestur-Afríkuríkja (ECOWAS), sem hefur gefið valdaræningjunum frest til sunnudags til þess að skila völdunum aftur í hendur Bazoum, ætlar að funda um málefni Nígers í dag. Það hefur hótað hernaðaríhlutun verði stjórnarskrárbundnu stjórnarfari ekki komið á aftur í landinu. Malí og Búrkína Fasó hafa þó lýst yfir stuðningi við valdaræningjana en þeim er báðum stjórnað af herforingjastjórnum. Níger hefur verið síðasta áreiðanlega bandalagsríki vestrænna ríkja í baráttu við íslamska öfgamenn á Sahel-svæðinu sunnan Saharaeyðimerkurinnar. Rúmlega 1.100 bandarískir hermenn eru í landinu en framtíð þeirra þar er óljós. Níger Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Valdaræningjarnir í Níger hafna viðræðum Herforingjastjórnin sem rændi völdum í Níger fyrir tveimur vikum meinaði alþjóðlegu teymi samningamanna að koma til landsins í gær. Hún virðist stefna að því að festa völd sín í sessi, meðal annars með því að tilnefna ráðherra í ríkisstjórn. 9. ágúst 2023 08:45 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Fleiri fréttir Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Sjá meira
Bazoum er í stofufangelsi í forsetahöllinni en herforingjastjórnin hefur ekki gefið uppi um ástand réttkjörins forseta landsins. Stjórnmálaflokkur forsetans fullyrðir að honum sé haldið við „grimmilegar“ og „ómannúðlegar“ aðstæður ásamt eiginkonu hans og syni. Þau hafi hvorki aðgang að rennandi vatni, rafmagni, ferskum matvælum eða heilbrigðisþjónustu. Antonio Guterres, framvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segist hafa áhyggjur af Bazoum sem búi við „hörmulegar“ aðstæður. Bandaríska utanríkisráðuneytið lýsti einnig áhyggjum af heilsu og öryggi Bazoum og fjölskyldu hans, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Eftir því sem tíminn líður og honum er haldið í einagrun fara áhyggjur okkar af stöðunni vaxandi,“ sagði Matthew Miller, talsmaður utanríkisráðuneytisins. Efnahagsbandalag Vestur-Afríkuríkja (ECOWAS), sem hefur gefið valdaræningjunum frest til sunnudags til þess að skila völdunum aftur í hendur Bazoum, ætlar að funda um málefni Nígers í dag. Það hefur hótað hernaðaríhlutun verði stjórnarskrárbundnu stjórnarfari ekki komið á aftur í landinu. Malí og Búrkína Fasó hafa þó lýst yfir stuðningi við valdaræningjana en þeim er báðum stjórnað af herforingjastjórnum. Níger hefur verið síðasta áreiðanlega bandalagsríki vestrænna ríkja í baráttu við íslamska öfgamenn á Sahel-svæðinu sunnan Saharaeyðimerkurinnar. Rúmlega 1.100 bandarískir hermenn eru í landinu en framtíð þeirra þar er óljós.
Níger Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Valdaræningjarnir í Níger hafna viðræðum Herforingjastjórnin sem rændi völdum í Níger fyrir tveimur vikum meinaði alþjóðlegu teymi samningamanna að koma til landsins í gær. Hún virðist stefna að því að festa völd sín í sessi, meðal annars með því að tilnefna ráðherra í ríkisstjórn. 9. ágúst 2023 08:45 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Fleiri fréttir Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Sjá meira
Valdaræningjarnir í Níger hafna viðræðum Herforingjastjórnin sem rændi völdum í Níger fyrir tveimur vikum meinaði alþjóðlegu teymi samningamanna að koma til landsins í gær. Hún virðist stefna að því að festa völd sín í sessi, meðal annars með því að tilnefna ráðherra í ríkisstjórn. 9. ágúst 2023 08:45