Sú hollenska fagnar því að bandarísku hrokagikkirnir duttu úr leik á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. ágúst 2023 11:01 Lineth Beerensteyn á blaðamannafundinum fyrir leik Hollands í átta liða úrslitum. Getty/Rico Brouwer Lineth Beerensteyn, framherji hollenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var ekki hrifin af derringnum í bandarísku landsliðskonunum fyrir heimsmeistaramótið í Ástralíu og Nýja Sjálandi. Bandaríska liðið hefur unnið tvo síðustu heimsmeistaratitla og töluðu leikmenn liðsins um það fyrir mót að vinna þriðja heimsmeistaratitilinn í röð. Þótti sumum eins og þær töldu sig eiga greiða leið í úrslitaleikinn. Hrokinn fór í taugum á mörgum og þar á meðal þeim hollensku. The first moment when I heard that they were out, I was just thinking: Yes! Bye! Netherlands star Lineth Beerensteyn told reporters https://t.co/9QlsGWsDW1— CNN International (@cnni) August 10, 2023 Bandaríska liðið endaði síðan á að detta út fyrir Svíþjóð í sextán liða úrslitum keppninnar og er því ekki meðal átta bestu þjóðanna á þessu heimsmeistaramóti. Fyrstu veikleikamerkin sáust í 1-1 jafntefli á móti Hollandi í riðlakeppninni. Beerensteyn segist hafa fagnað vel þegar Bandaríkin duttu út. „Já! Bless!“ voru viðbrögð hennar við tíðindunum en hún ræddi málin á blaðamannafundi fyrir leik Hollands í átta liða úrslitum. Beerensteyn er liðsfélagi Söru Bjarkar Gunnarsdóttur hjá Juventus. „Ég lít svo á að þú þurfir að sýna eitthvað inn á vellinum áður en þú ferð að nota stór orð og sýna slíkan hroka. Ég ætla ekki að vera ókurteis með því að segja þetta og ég ber enn mikla virðingu fyrir þeim,“ sagði Lineth Beerensteyn. „Þær eru dottnar úr leik á þessu móti og það er léttir fyrir mig. Þær þurfa að taka þá staðreynd með sér inn í framtíðina,“ sagði Beerensteyn. „Ekki fara að tala um eitthvað sem er langt í burtu,“ sagði Beerensteyn og vísaði til úrslitaleiksins. „Ég vona að þær læri af þessu.“ Holland mætir Spáni í átta liða úrslitunum í nótt. Lineth Beerensteyn says she celebrated when Sweden eliminated USA from the #FIFAWWC.— SuperSport Football (@SSFootball) August 10, 2023 HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Sjá meira
Bandaríska liðið hefur unnið tvo síðustu heimsmeistaratitla og töluðu leikmenn liðsins um það fyrir mót að vinna þriðja heimsmeistaratitilinn í röð. Þótti sumum eins og þær töldu sig eiga greiða leið í úrslitaleikinn. Hrokinn fór í taugum á mörgum og þar á meðal þeim hollensku. The first moment when I heard that they were out, I was just thinking: Yes! Bye! Netherlands star Lineth Beerensteyn told reporters https://t.co/9QlsGWsDW1— CNN International (@cnni) August 10, 2023 Bandaríska liðið endaði síðan á að detta út fyrir Svíþjóð í sextán liða úrslitum keppninnar og er því ekki meðal átta bestu þjóðanna á þessu heimsmeistaramóti. Fyrstu veikleikamerkin sáust í 1-1 jafntefli á móti Hollandi í riðlakeppninni. Beerensteyn segist hafa fagnað vel þegar Bandaríkin duttu út. „Já! Bless!“ voru viðbrögð hennar við tíðindunum en hún ræddi málin á blaðamannafundi fyrir leik Hollands í átta liða úrslitum. Beerensteyn er liðsfélagi Söru Bjarkar Gunnarsdóttur hjá Juventus. „Ég lít svo á að þú þurfir að sýna eitthvað inn á vellinum áður en þú ferð að nota stór orð og sýna slíkan hroka. Ég ætla ekki að vera ókurteis með því að segja þetta og ég ber enn mikla virðingu fyrir þeim,“ sagði Lineth Beerensteyn. „Þær eru dottnar úr leik á þessu móti og það er léttir fyrir mig. Þær þurfa að taka þá staðreynd með sér inn í framtíðina,“ sagði Beerensteyn. „Ekki fara að tala um eitthvað sem er langt í burtu,“ sagði Beerensteyn og vísaði til úrslitaleiksins. „Ég vona að þær læri af þessu.“ Holland mætir Spáni í átta liða úrslitunum í nótt. Lineth Beerensteyn says she celebrated when Sweden eliminated USA from the #FIFAWWC.— SuperSport Football (@SSFootball) August 10, 2023
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Sjá meira