Fótbolti

Heiðrar móður sína á keppni­s­treyjunni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Carlos Borges í æfingarleik með Ajax  á móti Borussia Dortmund.
Carlos Borges í æfingarleik með Ajax á móti Borussia Dortmund. Getty/Dennis Bresser

Carlos Borges er nýr leikmaður hollenska félagsins Ajax frá Amsterdam en hann ruglaði einhverja í ríminu þegar allt annað nafn stóð aftan á treyju hans.

Borges er nítján ára gamall vængmaður sem Ajax keypti af Manchester City en leikmaðurinn hefur spilað með yngri liðum City í átta ár.

Borges skrifaði undir fimm ára samning við Ajax en félagið borgaði City fjórtán milljónir evra fyrir hann.

Ruglingurinn með nafnið á treyjuna stóð þó ekki lengi yfir.

Blaðamaður spurði hann hvað hann ætti að kalla hann. „Carlos? Forbs? Borges?. Það stendur Forbs á treyjunni þinni,“ spurði hann.

„Það er fyrir mömmu mína. Þetta er hennar nafn. Ég geri það fyrir hana,“ sagði Carlos sem hetir fullu nafni Carlos Roberto Forbs Borges.

Margir leikmenn hafa slegið í gegn hjá Ajax og síðan komist í stóru liðin í Evrópu. Það verður fróðlegt að sjá hvað framtíð hans ber í skauti sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×