Gáfust upp á troðningi og skora á Eyjamenn Ólafur Björn Sverrisson skrifar 8. ágúst 2023 21:55 Dagur ásamt starfsmönnum sínum Gabríel Mána og Fannari Guðna sem stóðu í ströngu í dalnum yfir helgina. facebook Dagur Steinn Elfu Ómarsson skorar á forsvarsmenn Þjóðhátíðar að bæta aðstöðu fyrir þá sem mæta á hátíðina í hjólastól. Dagur og tveir starfsmenn hans gáfust upp á troðningnum í dalnum og fóru heim fyrir síðasta kvöldið. „Búið að vera hörkupuð og við höfum ekki góða reynslu af því að vera með hjólastól í mesta troðningnum á sunnudeginum,“ skrifar Dagur í færslu á Facebook. Í samtali við fréttastofu segir Dagur að þegar mesta stemningin hafi verið í dalnum hafi það reynst erfitt að halda sér frá troðningi. „Það þurfti að fá fólk í kring til að hjálpa. Ég vil vera í fjörinu en það er erfitt að skemmta sér þegar maður er bara að hugsa um öryggi. Það er líka leiðinlegt fyrir fólk að rekast í mig,“ segir Dagur. Hann skorar því á Eyjamenn að hafa aðstöðuna í lagi á næsta ári. „Það væri frábært að fá bara léttan pall með góðum stuðningi og þá er hægt að vera þar.“ Auðvelt að laga „Aðalsviðið er líka mjög hátt og ég sé illa á sviðið. Það væri flott að vera aðeins uppi í brekkunni,“ segir Dagur enn fremur. Hann hafi þó skemmt sér vel enda hafi nánast öll fjölskyldan komið með í fjörið. Í færslu sinni segir hann að lágmark fjórir þurfi að standa við stólinn til að passa að fólk detti ekki á stólinn eða labbi á hann. „Staffið pikkar í einhverja stóra og fær þá til að standa vaktina með sér. Þeir lenda svo í alls konar stælum og veseni með fólk. Þetta er glatað. Úr stólnum sést auðvitað ekkert á sviðið. Það væri svo ótrulega auðvelt að laga þetta með palli fyrir hjólastóla t.d. við hliðina á hljóðbúrinu. Þetta þyrfti ekki að vera hár pallur eða fyrirferðarmikill og væri ekki fyrir neinum,“ skrifar Dagur. „Nú þarf að rampa upp fyrir næstu hátíð. Þið getið örugglega fengið einhver góð fyrirtæki til að sponsa þetta - pallur fyrir okkur er ekki stór pakki í kostnaði en myndi skipta okkur svo miklu máli. Hóið í mig ef þið viljið spjalla um málið. Eins væri áhugavert að heyra af upplifun annarra sem fóru á hjólastól í dalinn. Bæ í bili Eyjar! Þangað til næst!“ skrifar Dagur að lokum. Málefni fatlaðs fólks Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
„Búið að vera hörkupuð og við höfum ekki góða reynslu af því að vera með hjólastól í mesta troðningnum á sunnudeginum,“ skrifar Dagur í færslu á Facebook. Í samtali við fréttastofu segir Dagur að þegar mesta stemningin hafi verið í dalnum hafi það reynst erfitt að halda sér frá troðningi. „Það þurfti að fá fólk í kring til að hjálpa. Ég vil vera í fjörinu en það er erfitt að skemmta sér þegar maður er bara að hugsa um öryggi. Það er líka leiðinlegt fyrir fólk að rekast í mig,“ segir Dagur. Hann skorar því á Eyjamenn að hafa aðstöðuna í lagi á næsta ári. „Það væri frábært að fá bara léttan pall með góðum stuðningi og þá er hægt að vera þar.“ Auðvelt að laga „Aðalsviðið er líka mjög hátt og ég sé illa á sviðið. Það væri flott að vera aðeins uppi í brekkunni,“ segir Dagur enn fremur. Hann hafi þó skemmt sér vel enda hafi nánast öll fjölskyldan komið með í fjörið. Í færslu sinni segir hann að lágmark fjórir þurfi að standa við stólinn til að passa að fólk detti ekki á stólinn eða labbi á hann. „Staffið pikkar í einhverja stóra og fær þá til að standa vaktina með sér. Þeir lenda svo í alls konar stælum og veseni með fólk. Þetta er glatað. Úr stólnum sést auðvitað ekkert á sviðið. Það væri svo ótrulega auðvelt að laga þetta með palli fyrir hjólastóla t.d. við hliðina á hljóðbúrinu. Þetta þyrfti ekki að vera hár pallur eða fyrirferðarmikill og væri ekki fyrir neinum,“ skrifar Dagur. „Nú þarf að rampa upp fyrir næstu hátíð. Þið getið örugglega fengið einhver góð fyrirtæki til að sponsa þetta - pallur fyrir okkur er ekki stór pakki í kostnaði en myndi skipta okkur svo miklu máli. Hóið í mig ef þið viljið spjalla um málið. Eins væri áhugavert að heyra af upplifun annarra sem fóru á hjólastól í dalinn. Bæ í bili Eyjar! Þangað til næst!“ skrifar Dagur að lokum.
Málefni fatlaðs fólks Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira