KÍ Klaksvík heldur áfram að koma á óvart en liðið hefur slegið út ungverska liðið Ferencvaros og sænska liðið Häcken á leið sinni í þriðju umferð forkeppninnar.
Færeyingarnir lentu þó undir gegn Molde í kvöld þegar Magnus Eikrem kom gestunum í forystu snemma í síðari hálfleik, en Árni Frederiksberg sá til þess að heimamenn unnu 2-1 sigur með tveimu mörkum áður en flautað var til leiksloka.
KÍ Klaksvík fer því með 2-1 forystu inn í seinni leik liðanna sem fram fer í Noregi að viku liðinni.