Innlent

Fólk bíði með fjall­göngur ná­lægt borginni meðan á þrumu­veðri stendur

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Veðrið hefur borist innan úr landi með norðanátt.
Veðrið hefur borist innan úr landi með norðanátt. Aðsend

Þrumuveður hefur mælst á höfuðborgarsvæðinu seinni partinn í dag. Veðurfræðingur segir veðrið hafa borist innan úr landi með norðanátt til höfuðborgarsvæðisins.

Veðurfræðingur frá Veðurstofu Íslands segir veðrið ekki óvenjulegt. Aðstæður til myndunar þrumuveðurs verði nokkra daga á ári. 

Mælt er með því að fólk haldi sig innandyra sé það staðsett þar sem eldingar eru. Þá sé æskilegt að fólk bíði með fjallgöngur í nágrenni við höfuðborgarsvæðið þar til veðrið er afstaðið. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×