Erlent

Tölvu­þrjótar komust í kerfi breskrar kjör­stjórnar

Kjartan Kjartansson skrifar
Kjósandi kemur af kjörstað í aukakosningum í Uxbridge í London í júlí.
Kjósandi kemur af kjörstað í aukakosningum í Uxbridge í London í júlí. Vísir/EPA

Yfirkjörstjórn Bretlands segir að hún hafi orðið fyrir barðinu á „óvinveittum aðilum“ sem brutust inn í tölvukerfi hennar síðasta haust. Þrjótarnir fengu meðal annars aðgang að tölvupóstum, stjórnkerfum og kjörskrám.

Innbrotið átti sér upphaflega stað í ágúst árið 2021 en það uppgötvaðist í október í fyrra. Ekki kom fram í yfirlýsingu yfirkjörstjórnarinnar í dag hver hefði staðið að innbrotinu. Yfirkjörstjórnin hefur umsjón með kosningum og eftirlit með fjármálum stjórnmálaflokka- og manna.

Shaun McNally, yfirmaður kjörstjórnarinnar, segir hana vita inn í hvaða kerfi þrjótarnir komust. Hún hafi aftur á móti ekki vissu um hvaða gögn þeir skoðuðu, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar.

Bresk þingnefnd komst að þeirri niðurstöðu að Rússar hefðu haft afskipti af þjóðaratkvæðagreiðslunni um sjálfstæði Skotlands árið 2014. Þá væru ásakanir um að þeir hefðu haft puttana í þjóðatkvæðagreiðslunni um útgönguna úr Evrópusambandinu tveimur árum síðar. Sama ár reyndu stjórnvöld í Kreml að hafa áhrif á úrslit forsetakosninganna í Bandaríkjunum.

Innbrotið segir McNally sýna að stofnanir sem koma nálægt framkvæmd kosninga séu enn skotmark og að mikilvægt sé að gæta öryggi þeirra.

Stór hluti þeirra gagna sem þrjótarnir eru taldir hafa getað skoðað voru opinberar fyrir, þar á meðal nöfn og heimilisföng fólks sem var á kjörskrá frá 2014 til 2022 og sömuleiðis nöfn kjósenda erlendis.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×