Hetja enska landsliðsins í þriðja sinn á einu ári Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. ágúst 2023 11:31 Chloe Kelly fagnar sigurmarki sínu í vítakeppninni á móti Nígeríu. Getty/James Whitehead Enska kvennalandsliðið í knattspyrnu hefur verið að gera frábæra hluti undanfarin ár með því að vinna tvo titla og nú með því að komast í átta liða úrslit á HM. Einn leikmaður liðsins virðist alltaf stíga fram þegar mest á reynir. Chloe Kelly tryggði enska landsliðinu sigur í vítakeppninni á móti Nígeríu í sextán liða úrslitum HM þegar hún skoraði af miklu öryggi úr lokaspyrnunni. Þetta var hins vegar langt frá því að vera i fyrsta skiptið sem þessi 25 ára Lundúnastelpa er hetja þjóðar sinnar. View this post on Instagram A post shared by SHE S A BALLER! (@shesaballer) Kelly varð fyrir áfalli árið 2021 þegar hún sleit krossband í hné en snéri aftur um vorið 2022 og náði að vinna sér sæti í EM-hóp enska landsliðsins. Hún var hins vegar á bekknum hjá liðinu á EM en kom oft sterk inn. Það gerði hún með eftirminnilegum hætti í úrslitaleik Evrópumótsins á Wembley í fyrra. Kelly kom þá inn á sem varamaður og skoraði sigurmark enska landsliðsins á 110. mínútu. Markið tryggði enska liðinu Evrópumeistaratitilinn, fyrsta stóra titil enska kvennalandsliðsins og fyrsta stóra titil ensks fótboltalandsliðs í 56 ár. í apríl á þessu ári þá tryggði Kelly síðan enska landsliðinu sigur í Finalissima með því að skora úr lokavítinu í vítakeppninni. Finalissima er ný keppni hjá þar sem Evrópumeistararnir mæta Suðurameríkumeisturunum. Kelly tók einnig síðasta vítið í vítakeppninni í gærmorgun og skaut þá enska landsliðinu áfram í átta liða úrslitin. Á aðeins 372 dögum hefur hún þar með þrisvar sinnum verið hetja þjóðar sinnar. View this post on Instagram A post shared by FIFA Women's World Cup (@fifawomensworldcup) HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Enski boltinn Fleiri fréttir Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Sjá meira
Chloe Kelly tryggði enska landsliðinu sigur í vítakeppninni á móti Nígeríu í sextán liða úrslitum HM þegar hún skoraði af miklu öryggi úr lokaspyrnunni. Þetta var hins vegar langt frá því að vera i fyrsta skiptið sem þessi 25 ára Lundúnastelpa er hetja þjóðar sinnar. View this post on Instagram A post shared by SHE S A BALLER! (@shesaballer) Kelly varð fyrir áfalli árið 2021 þegar hún sleit krossband í hné en snéri aftur um vorið 2022 og náði að vinna sér sæti í EM-hóp enska landsliðsins. Hún var hins vegar á bekknum hjá liðinu á EM en kom oft sterk inn. Það gerði hún með eftirminnilegum hætti í úrslitaleik Evrópumótsins á Wembley í fyrra. Kelly kom þá inn á sem varamaður og skoraði sigurmark enska landsliðsins á 110. mínútu. Markið tryggði enska liðinu Evrópumeistaratitilinn, fyrsta stóra titil enska kvennalandsliðsins og fyrsta stóra titil ensks fótboltalandsliðs í 56 ár. í apríl á þessu ári þá tryggði Kelly síðan enska landsliðinu sigur í Finalissima með því að skora úr lokavítinu í vítakeppninni. Finalissima er ný keppni hjá þar sem Evrópumeistararnir mæta Suðurameríkumeisturunum. Kelly tók einnig síðasta vítið í vítakeppninni í gærmorgun og skaut þá enska landsliðinu áfram í átta liða úrslitin. Á aðeins 372 dögum hefur hún þar með þrisvar sinnum verið hetja þjóðar sinnar. View this post on Instagram A post shared by FIFA Women's World Cup (@fifawomensworldcup)
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Enski boltinn Fleiri fréttir Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Sjá meira