Frosti hleypur með hryssuna Gjöf í taumi út um allt Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. ágúst 2023 20:04 Frosti að teyma Gjöf í hesthúsahverfinu í Grindavík. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Samband hundsins Frosta og hryssunnar Gjafar í Grindavík er einstakt því Frosti sér um að halda Gjöf í formi með því að láta hana hlaupa á eftir sér með tauminn hennar í munninum. Þá er eigandi Gjafar búin að kenna henni að brosa. Sylvía Sól Magnúsdóttir er mögnuð stelpa í Grindavík, sem er með nokkra hesta í hesthúsahverfi bæjarins og svo á hún hundinn Frosta, sem er þriggja ára. Mamma Sylvíu, Jóhanna er með hestaleigu þar sem alltaf er nóg að gera og hún er líka með reiðnámskeið fyrir börn og unglinga. Hryssan Gjöf er ansi mögnuð og Frosti ekki síður því þau fara daglega út að hlaupa saman og stundum nokkrum sinnum á dag. Hann er þá með taum hryssunnar í munninum. „Honum finnst mjög gaman að teyma hross yfirhöfuð. Ég á til dæmis myndband af honum gera þetta þegar hann var þriggja mánaða með Gjöf, þannig að hann hefur haft áhuga á þessu lengi,” segir Sylvía Sól. Frosti elskar að fara á hestbak á Gjöf. Hér eru þau með eiganda sínum, Sylvíu Sól Magnúsdóttur í Grindavík.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er Frosti alltaf spenntur að fara út að hlaupa með hryssuna ? „Já, alltaf spenntur, maður sér það því ef maður setur múlinn á Gjöf þá er hann alltaf tilbúin að taka við taumnum.” Og hvað finnst hestunum um þetta? „Gjöf finnst þetta ekkert mál en þau taka þessu mismunandi, það eru ekkert allir sem geta þetta, ekki allir sem vilja láta hann teyma sig,” segir Sylvía Sól En þetta hlýtur að létta á þínum störfum að þurfa ekki að hreyfa hrossið jafn mikið ? „Já, það er fínt að geta sent hann bara út að skokka með hrossin”, segir hún hlægjandi. Sylvía Sól segir Frosta magnaðan og skemmtilegan hund. „Já, hann er mjög skemmtilegur og orkumikill hundur alveg fluggáfaður, rosalega fljótur að læra. Mér finnst það lýsa honum best. Svo finnst honum mjög gaman að fara á hestbak eins og mér,” segir Sylvía montinn með Frosta sinn. En hvað finnst mömmu Sylvíu um þessa hæfileika Frosta og Gjafar? „Mér finnst þetta ótrúlega skemmtilegt og gaman að fylgjast með þeim og Sylvíu og hundinum saman, þau eru bara eitt. Hryssan er líka bara einstök að leyfa Frosta þetta, ég myndi ekki treysta hvaða hesti, sem er að fara með honum, það yrði örugglega akkúrat í hina áttina,” segir Jóhanna Harðardóttir. Jóhanna mamma Sylvíu er mjög stolt af henni og því, sem hún hefur kennt Frosta og hestunum, ekki síst henni Gjöf.Magnús Hlynur Hreiðarsson En það er ekki allt búið því Sylvía hefur kennt Gjöf að brosa þegar hún biður hana um það og fær hún hryssan sérstök verðlaun í staðinn. Það er gott að brosa hvort sem þú ert hestur eða maður eins og Gjöf sýnir hér.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sylvía segir að það hafi ekki verið neitt mál að kenna Gjöf að "brosa" enda sé hún æðisleg hryssa.Magnús Hlynur Hreiðarsson Grindavík Hestar Landbúnaður Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Sjá meira
Sylvía Sól Magnúsdóttir er mögnuð stelpa í Grindavík, sem er með nokkra hesta í hesthúsahverfi bæjarins og svo á hún hundinn Frosta, sem er þriggja ára. Mamma Sylvíu, Jóhanna er með hestaleigu þar sem alltaf er nóg að gera og hún er líka með reiðnámskeið fyrir börn og unglinga. Hryssan Gjöf er ansi mögnuð og Frosti ekki síður því þau fara daglega út að hlaupa saman og stundum nokkrum sinnum á dag. Hann er þá með taum hryssunnar í munninum. „Honum finnst mjög gaman að teyma hross yfirhöfuð. Ég á til dæmis myndband af honum gera þetta þegar hann var þriggja mánaða með Gjöf, þannig að hann hefur haft áhuga á þessu lengi,” segir Sylvía Sól. Frosti elskar að fara á hestbak á Gjöf. Hér eru þau með eiganda sínum, Sylvíu Sól Magnúsdóttur í Grindavík.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er Frosti alltaf spenntur að fara út að hlaupa með hryssuna ? „Já, alltaf spenntur, maður sér það því ef maður setur múlinn á Gjöf þá er hann alltaf tilbúin að taka við taumnum.” Og hvað finnst hestunum um þetta? „Gjöf finnst þetta ekkert mál en þau taka þessu mismunandi, það eru ekkert allir sem geta þetta, ekki allir sem vilja láta hann teyma sig,” segir Sylvía Sól En þetta hlýtur að létta á þínum störfum að þurfa ekki að hreyfa hrossið jafn mikið ? „Já, það er fínt að geta sent hann bara út að skokka með hrossin”, segir hún hlægjandi. Sylvía Sól segir Frosta magnaðan og skemmtilegan hund. „Já, hann er mjög skemmtilegur og orkumikill hundur alveg fluggáfaður, rosalega fljótur að læra. Mér finnst það lýsa honum best. Svo finnst honum mjög gaman að fara á hestbak eins og mér,” segir Sylvía montinn með Frosta sinn. En hvað finnst mömmu Sylvíu um þessa hæfileika Frosta og Gjafar? „Mér finnst þetta ótrúlega skemmtilegt og gaman að fylgjast með þeim og Sylvíu og hundinum saman, þau eru bara eitt. Hryssan er líka bara einstök að leyfa Frosta þetta, ég myndi ekki treysta hvaða hesti, sem er að fara með honum, það yrði örugglega akkúrat í hina áttina,” segir Jóhanna Harðardóttir. Jóhanna mamma Sylvíu er mjög stolt af henni og því, sem hún hefur kennt Frosta og hestunum, ekki síst henni Gjöf.Magnús Hlynur Hreiðarsson En það er ekki allt búið því Sylvía hefur kennt Gjöf að brosa þegar hún biður hana um það og fær hún hryssan sérstök verðlaun í staðinn. Það er gott að brosa hvort sem þú ert hestur eða maður eins og Gjöf sýnir hér.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sylvía segir að það hafi ekki verið neitt mál að kenna Gjöf að "brosa" enda sé hún æðisleg hryssa.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Grindavík Hestar Landbúnaður Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Sjá meira