Innlent

Há­degis­fréttir Bylgjunnar

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað. Vísir

Hrakfarir þátttakenda á Alheimsmóti skáta í Suður Kóreu virðast engan endi ætla að taka. Hitabylgja, úrhellisrigning, skordýrabit og skipulagsleysi hafa sett svip sinn á mótið og nú þarf að rýma svæðið þar sem von er á fellibyl.

Við ræðum við fararstjóra íslenska hópsins í Suður-Kóreu í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12.

Þá tökum við stöðuna á Litla-Hrúti en hraun rann ekki yfir tilraunasvæði nærri fjallinu, þar sem rannsaka átti hvaða áhrif hraunið hefði á innviði, áður en hlé varð á eldgosinu. Rannsóknarprófessor segi greinilegt að bregðast þurfi fyrr við þegar næsta eldgos hefst til þess að hægt sé að ljúka þessu stigi rannsóknarinnar.

Verslunarmannahelgin sem nú er að líða undir lok fór að mestu leiti vel fram á öllu landinu. Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir Þjóðhátíðina í ár þá bestu hingað til frá löggæslulegu sjónarmiði séð.

Herforingjastjórnin sem rændi völdum í Níger um síðustu mánaðamót hefur lokað lofthelgi landsins og sakar erlendar þjóðir um að undirbúa árás á landið.

Þetta og margt fleira í hádegisfréttum á Bylgjunni klukkan 12.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×