Innlent

Engin heil­brigðis­þjónusta í fjögur þúsund manna bæjar­fé­lagi

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Anton Guðmundsson, formaður bæjarráðs Suðurnesjabæjar
Anton Guðmundsson, formaður bæjarráðs Suðurnesjabæjar Vísir/Magnús Hlynur

Bæjaryfirvöld í Suðurnesjabæ vinna nú hörðu höndum að því að fá heilbrigðisþjónustu frá ríkinu í sveitarfélagið en staðreyndin er sú að það er enga heilbrigðisþjónustu að hafa í Suðurnesjabæ í dag þrátt fyrir að þar búi um fjögur þúsund manns.

Suðurnesjabær er sveitarfélag á Reykjanesskaga, Sandgerðisbær og Sveitarfélagið Garður, sem sameinuðust í Suðurnesjabæ í júní 2018. Bæjaryfirvöld þar vinna nú að því að tryggja heilbrigðisþjónustu í sveitarfélaginu en það þekkir Anton Guðmundsson, formaður bæjarráðs Suðurnesjabæjar manna best.

Bæjaryfirvöld eru í samtali við ríkið um að gera bragabót á þessu.vísir/vilhelm

„Það er svolítil staðreynd að það er hvorki heilbrigðisþjónusta í sveitarfélaginu né hjúkrunarheimili. Við erum þó með dagvistun aldraðra, sem náðist í gegn fyrir stuttu síðan en við teljum bara að sveitarfélag af þessari gráðu, sem telur nú bráðum fjögur þúsund íbúa eigi rétt á því og það er bara lögum samkvæmt að fá heilbrigðisþjónustu í heimabyggð,“ segir Anton Guðmundsson, formaður bæjarráðs Suðurnesjabæjar. 

„Þá hefur verið mikið talað fyrir því að bjóða upp á mögulega heilsugæslusel, sem yrði hluti af útibúi frá heilbrigðisstofnun og sveitarfélagið er tilbúið að leggja til húsnæði undir slíka starfsemi.“

Hann tekur það fram að forsvarsmenn Suðurnesjabæjar séu í góðum samskiptum við heilbrigðisráðherra og þingmenn kjördæmisins um að koma málinu í gegn sem fyrst og að hann sé mjög vongóður um að það takist.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×