Aðeins tíu íbúar eftir í Selvogi en þeir voru um hundrað þegar mest var Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. ágúst 2023 14:01 Þórarinn Snorrason, bóndi á Vogsósum í Selvogi, sem er enn með fjárbúskap á Vogsósum en hann verður 92 ár 8. ágúst næstkomandi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það hefur margt breyst í Selvogi frá því að rúmlega níræður bóndi var að alast þar upp en þá áttu um hundrað manns heima í þorpinu en í dag eru íbúarnir aðeins tíu. Strandarkirkja er þekktast kennileiti Selvogsins. Selvogur tilheyrir Sveitarfélaginu Ölfus en hér erum við að tala um lítið samfélag samhliða Suðurstrandavegi á milli Þorlákshafnar og Grindavíkur. Þórarinn Snorrason, bóndi á Vogsósum, sem tilheyrir Selvognum og verður 92 ára næsta þriðjudag, segir margt hafa breyst í Selvogi frá því að hann var að alast þar upp. „Þetta er allt komið í eyði núna. Þegar ég var að alast upp þá voru hérna um hundrað manns í Selvoginum en nú er það komið alveg niður undir tíu. Þetta er bara orðin eyðimörk miðað við það sem það var hvað fólkið varðar,“ segir Þórarinn. Í dag eru íbúar í Selvogi aðeins 10 talsins en voru 100 þegar Þórarinn var að alast upp.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þórarinn segir að sumarið hafi verið mjög sérstakt í Selvogi hvað veðrið varðar. „Já, sumarið er búið að vera dálítið óvenjulegt. Vorið var mjög kalt og leiðinlegt veður og svo þegar það fór að líða á þá komu þessir þurrkar, sem eru búnir að vera mikið á annan mánuð og það hefur nánast ekki komið dropi úr lofti hérna í júlí.“ Þórarinn segir að túnin hjá sér séu víða brunninn og líti illa út vegna rigningarleysis, allt sé orðið svo þurrt, ekki bara í Selvogi, heldur víða á Suðurlandi. „Maður heyrir talað um hérna á Suðurlandi að heyskapur sé mjög víða 30% minni en í meðalári,“ segir Þórarinn. Túnin eru illa farin í Selvogi vegna mikilla þurrka.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Þórarinn segir umferða um Suðurstrandarveg mikla en hún fer öll fram hjá bænum hans. „Það er nú mælir hérna, sem mælir umferðina hérna fyrir neðan túnið hjá mér. Þetta eru um 1500 bílar, sem fara hér um á hverjum degi, sem er ansi mikið,“ segir Þórarinn bóndi í Vogsósum. Strandarkirkja er sennilega þekktasta kennileiti Selvogsins. Ölfus Landbúnaður Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Fleiri fréttir „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga Sjá meira
Selvogur tilheyrir Sveitarfélaginu Ölfus en hér erum við að tala um lítið samfélag samhliða Suðurstrandavegi á milli Þorlákshafnar og Grindavíkur. Þórarinn Snorrason, bóndi á Vogsósum, sem tilheyrir Selvognum og verður 92 ára næsta þriðjudag, segir margt hafa breyst í Selvogi frá því að hann var að alast þar upp. „Þetta er allt komið í eyði núna. Þegar ég var að alast upp þá voru hérna um hundrað manns í Selvoginum en nú er það komið alveg niður undir tíu. Þetta er bara orðin eyðimörk miðað við það sem það var hvað fólkið varðar,“ segir Þórarinn. Í dag eru íbúar í Selvogi aðeins 10 talsins en voru 100 þegar Þórarinn var að alast upp.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þórarinn segir að sumarið hafi verið mjög sérstakt í Selvogi hvað veðrið varðar. „Já, sumarið er búið að vera dálítið óvenjulegt. Vorið var mjög kalt og leiðinlegt veður og svo þegar það fór að líða á þá komu þessir þurrkar, sem eru búnir að vera mikið á annan mánuð og það hefur nánast ekki komið dropi úr lofti hérna í júlí.“ Þórarinn segir að túnin hjá sér séu víða brunninn og líti illa út vegna rigningarleysis, allt sé orðið svo þurrt, ekki bara í Selvogi, heldur víða á Suðurlandi. „Maður heyrir talað um hérna á Suðurlandi að heyskapur sé mjög víða 30% minni en í meðalári,“ segir Þórarinn. Túnin eru illa farin í Selvogi vegna mikilla þurrka.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Þórarinn segir umferða um Suðurstrandarveg mikla en hún fer öll fram hjá bænum hans. „Það er nú mælir hérna, sem mælir umferðina hérna fyrir neðan túnið hjá mér. Þetta eru um 1500 bílar, sem fara hér um á hverjum degi, sem er ansi mikið,“ segir Þórarinn bóndi í Vogsósum. Strandarkirkja er sennilega þekktasta kennileiti Selvogsins.
Ölfus Landbúnaður Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Fleiri fréttir „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga Sjá meira