Ákærður fyrir að nauðga dóttur sinni ítrekað Árni Sæberg skrifar 4. ágúst 2023 14:26 Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness þann 31. ágúst næstkomandi. Vísir/Vilhelm Karlmaður á suðvesturhorni landsins hefur verið ákærður fyrir nauðgun, sifjaspell og stórfellt brot í nánu sambandi gegn dóttur sinni. Honum er gefið að sök að hafa nauðgað stúlkunni, sem þá var fimmtán ára, ítrekað yfir hálfs árs tímabil. Í ákæru á hendur manninum, sem Vísir hefur undir höndum, segir að maðurinn hafi á tímabilinu frá 25. júlí 2022 til 13. janúar 2023, með ólögmætri nauðung og án samþykkis, haft samræði og önnur kynferðismök við barnið og áreitt það kynferðislega. Rétt er að vara við lýsingunum hér að neðan. Maðurinn hafi margsinnis haft samræði og endaþarmsmök við barnið, látið barnið hafa við sig munnmök, sleikt kynfæri barnsins, farið með fingur inn í kynfæri þess og káfað á brjóstum þess og tekið myndir og myndskeið af því þegar hann beitti barnið framangreindu kynferðisofbeldi, en hann hafi nýtt sér freklega yfirburði sína sem faðir og að barnið var eitt með honum fjarri öðrum. Brot mannsins eru sögð hafa verið framin í fjórum íbúðum sem maðurinn hafði á leigu á mismunandi tímabilum, í bifreið, á dvalarstað hans á vinnustað hans og á þremur ótilgreindum stöðum. Framleiddi og átti mikið magn barnaníðsefnis Maðurinn er einnig ákærður fyrir kynferðisbrot með því að framleiða myndir og myndskeið af barninu sem hann tók á síma sinn og á síma barnsins, samtals 27 myndir og níu myndskeið, sem hann tók á því tímabili sem greinir í ákærulið I, sem sýna kynferðislega misnotkun á barninu og sýna það á kynferðislegan hátt. Þá er hann ákærður fyrir að hafa um nokkurt skeið og fram til þriðjudagsins 18. apríl 2023, haft í vörslum sínum tvær fartölvur og tvo flakkara sem innihéldu samtals 37.742 ljósmyndir og 634 kvikmyndir sem sýna börn á kynferðislegan hátt og tvo síma sem innihéldu 41 mynd sem sýna börn á kynferðislegan hátt. Loks er maðurinn ákærður fyrir brot gegn vopnalögum með því að hafa haft í vörslum sínum handjárn sem lögreglan lagði hald á við húsleit á dvalarstað hans. Krefst sjö milljóna Þess er krafist að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Við brotum mannsins liggur allt að sextán ára fangelsisrefsins. Þá er þess krafist að hann verði látinn sæta upptöku tveggja fartölva, tveggja flakkara, þriggja farsíma og handjárnanna. Móðir barnsins krefst þess fyrir hönd þess að maðurinn verði dæmdur til þess að greiða því sjö milljónir króna í miskabætur. Dómsmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira
Í ákæru á hendur manninum, sem Vísir hefur undir höndum, segir að maðurinn hafi á tímabilinu frá 25. júlí 2022 til 13. janúar 2023, með ólögmætri nauðung og án samþykkis, haft samræði og önnur kynferðismök við barnið og áreitt það kynferðislega. Rétt er að vara við lýsingunum hér að neðan. Maðurinn hafi margsinnis haft samræði og endaþarmsmök við barnið, látið barnið hafa við sig munnmök, sleikt kynfæri barnsins, farið með fingur inn í kynfæri þess og káfað á brjóstum þess og tekið myndir og myndskeið af því þegar hann beitti barnið framangreindu kynferðisofbeldi, en hann hafi nýtt sér freklega yfirburði sína sem faðir og að barnið var eitt með honum fjarri öðrum. Brot mannsins eru sögð hafa verið framin í fjórum íbúðum sem maðurinn hafði á leigu á mismunandi tímabilum, í bifreið, á dvalarstað hans á vinnustað hans og á þremur ótilgreindum stöðum. Framleiddi og átti mikið magn barnaníðsefnis Maðurinn er einnig ákærður fyrir kynferðisbrot með því að framleiða myndir og myndskeið af barninu sem hann tók á síma sinn og á síma barnsins, samtals 27 myndir og níu myndskeið, sem hann tók á því tímabili sem greinir í ákærulið I, sem sýna kynferðislega misnotkun á barninu og sýna það á kynferðislegan hátt. Þá er hann ákærður fyrir að hafa um nokkurt skeið og fram til þriðjudagsins 18. apríl 2023, haft í vörslum sínum tvær fartölvur og tvo flakkara sem innihéldu samtals 37.742 ljósmyndir og 634 kvikmyndir sem sýna börn á kynferðislegan hátt og tvo síma sem innihéldu 41 mynd sem sýna börn á kynferðislegan hátt. Loks er maðurinn ákærður fyrir brot gegn vopnalögum með því að hafa haft í vörslum sínum handjárn sem lögreglan lagði hald á við húsleit á dvalarstað hans. Krefst sjö milljóna Þess er krafist að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Við brotum mannsins liggur allt að sextán ára fangelsisrefsins. Þá er þess krafist að hann verði látinn sæta upptöku tveggja fartölva, tveggja flakkara, þriggja farsíma og handjárnanna. Móðir barnsins krefst þess fyrir hönd þess að maðurinn verði dæmdur til þess að greiða því sjö milljónir króna í miskabætur.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira