Hylltar sem hetjur eftir eitt stig á HM Sindri Sverrisson skrifar 4. ágúst 2023 15:30 Írsaka liðið með stuðningsmennina í baksýn. Twitter/@IrelandFootball Um 8.000 stuðningsmenn mættu til að taka á móti og hylla leikmenn írska kvennalandsliðsins í fótbolta eftir komu liðsins heim til Írlands af HM í Eyjaálfu. Írska liðið náði því sem því íslenska tókst ekki, með því að komast í fyrsta sinn á HM með sigri í umspili síðasta haust, gegn Skotlandi. Írar áttu svo í fullu tré við mótherja sína í B-riðlinum á HM en töpuðu 1-0 fyrir heimakonum í Ástralíu, og 2-1 gegn ólympíumeisturum Kanada eftir að hafa komist yfir. Írar náðu svo í sitt eina stig með markalausu jafntefli við Nígeríu í lokaleik. Þrátt fyrir að liðið hafi endað í neðsta sæti síns riðils er ljóst að það hefur heillað írsku þjóðina því móttökurnar líktust því að nýkrýndir heimsmeistarar væru að snúa heim til Írlands. Eins og fyrr segir mættu um 8.000 manns á O‘Connell Street í Dublin, þar sem glatt var á hjalla í grænni og góðri stemningu. Unbelievable Around 8,000 at the homecoming for our WNT O Connell Street, a brilliant venue for the event, was rocking #COYGIG | #OUTBELIEVE pic.twitter.com/tIpY1coyTa— Ireland Football (@IrelandFootball) August 3, 2023 FIFA hækkaði verulega verðlaunafé fyrir mótið og fær hver leikmaður sem fór á HM jafnvirði um fjögurra milljóna króna í sinn hlut. Þeir leikmenn sem komust áfram í 16-liða úrslitin fá hins vegar fjórar milljónir til viðbótar hver, og leikmenn heimsmeistaraliðsins fá 36 milljónir hver í sinn hlut. Leikmenn írska liðsins grétu hins vegar ekki glataðar milljónir heldur dönsuðu og sungu með stuðningsmönnum, og þjálfarinn Vera Pauw var ein sú glaðasta og hrópaði „næst stefnum við á verðlaun“. Markvörðurinn Courtney Brosnan sagði: „Mér finnst það algjörlega stórkostlegt að geta verið ungum stelpum hvatning til að láta drauma sína rætast. Sérstaklega næstu kynslóð markvarða.“ HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Fleiri fréttir Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sjá meira
Írska liðið náði því sem því íslenska tókst ekki, með því að komast í fyrsta sinn á HM með sigri í umspili síðasta haust, gegn Skotlandi. Írar áttu svo í fullu tré við mótherja sína í B-riðlinum á HM en töpuðu 1-0 fyrir heimakonum í Ástralíu, og 2-1 gegn ólympíumeisturum Kanada eftir að hafa komist yfir. Írar náðu svo í sitt eina stig með markalausu jafntefli við Nígeríu í lokaleik. Þrátt fyrir að liðið hafi endað í neðsta sæti síns riðils er ljóst að það hefur heillað írsku þjóðina því móttökurnar líktust því að nýkrýndir heimsmeistarar væru að snúa heim til Írlands. Eins og fyrr segir mættu um 8.000 manns á O‘Connell Street í Dublin, þar sem glatt var á hjalla í grænni og góðri stemningu. Unbelievable Around 8,000 at the homecoming for our WNT O Connell Street, a brilliant venue for the event, was rocking #COYGIG | #OUTBELIEVE pic.twitter.com/tIpY1coyTa— Ireland Football (@IrelandFootball) August 3, 2023 FIFA hækkaði verulega verðlaunafé fyrir mótið og fær hver leikmaður sem fór á HM jafnvirði um fjögurra milljóna króna í sinn hlut. Þeir leikmenn sem komust áfram í 16-liða úrslitin fá hins vegar fjórar milljónir til viðbótar hver, og leikmenn heimsmeistaraliðsins fá 36 milljónir hver í sinn hlut. Leikmenn írska liðsins grétu hins vegar ekki glataðar milljónir heldur dönsuðu og sungu með stuðningsmönnum, og þjálfarinn Vera Pauw var ein sú glaðasta og hrópaði „næst stefnum við á verðlaun“. Markvörðurinn Courtney Brosnan sagði: „Mér finnst það algjörlega stórkostlegt að geta verið ungum stelpum hvatning til að láta drauma sína rætast. Sérstaklega næstu kynslóð markvarða.“
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Fleiri fréttir Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sjá meira