„Skelfilegar afleiðingar“ ef valdaræningjum tekst ætlunarverk sitt Ólafur Björn Sverrisson skrifar 4. ágúst 2023 06:58 Antony Blinken, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, ásamt Mohamed Bazoum, forseta Níger, á fundi þeirra í Níger í mars. AP/Boureima Hama Mohamed Bazoum forseti Níger kallar eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins eftir að honum var steypt af valdastóli í landinu af herforingjastjórn. Í yfirlýsingu hans, sem Washington Post birti í dag, segist hann vera gísl valdaræningjanna og biður vestræn ríki um aðstoð við að koma lýðræðislega kjörnum stjórnvöldum til valda á ný. Hópur hermanna tilkynnti það í beinni útsendingu aðfararnótt fimmtudags í síðustu viku að herinn væri búinn að steypa ríkisstjórn landsins af stóli. Hermennirnir sögðu öryggissveitir hafa tekið yfir stofnanir landsins og hvöttu utanaðkomandi aðila til að skipta sér ekki af. Í grein Bazoum segist hann vera aðeins einn af þeim hundruð borgara sem herforingjastjórnin hafi handtekið ólöglega. Þá varar hann við viðveru Wagner-málaliðahópsins sem fagnaði valdaráninu en hópurinn er nokkuð stórtækur í Vestur-Afríku. „Þetta valdarán verður ekki réttlætt á nokkurn hátt,“ segir í grein Bazoum. „Ef þeim tekst áætlunarverk sitt mun það hafa skeflilegar afleiðingar fyrir land okkar, heimshluta og allan heiminn.“ Nú hefur Joe Biden Bandaríkjaforseti kallað eftir því að Bazoum forseti verði látinn laus og að lýðræði verði komið á í landinu á ný. Herforingjastjórnin hefur nú fellt úr gildi hernaðarsamkomulag milli Níger og Frakklands, fyrrum nýlenduherra, en milli 1000 og 1500 franskir hermenn eru staðsettir í Níger til að berjast gegn íslömskum uppreisnarhópum. Níger Tengdar fréttir Lýsir sig leiðtoga eftir valdarán Hershöfðinginn Abdourahmane Tchiani hefur lýst því yfir að hann fari nú með völdin í vesturafríkuríkinu Níger. Tchiani leiddi valdarán gegn ríkisstjórn landsins og tókst að steypa henni af stóli fyrir tveimur sólarhringum síðan, með liðsinni öryggisvarða forsetans sem eru undir hans stjórn. 28. júlí 2023 17:23 Herforingjastjórnir Vestur-Afríku snúa bökum saman Herforingjastjórnirnar í Búrkína Fasó og Malí hafa varað við því að grípi nágrannaríki Níger til hernaðaraðgerða vegna valdaránsins þar, sé það í raun stríðsyfirlýsing. Búrkína Fasó og Malí muni koma herforingjastjórninni í Níger til aðstoðar. 1. ágúst 2023 13:26 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fleiri fréttir Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Sjá meira
Hópur hermanna tilkynnti það í beinni útsendingu aðfararnótt fimmtudags í síðustu viku að herinn væri búinn að steypa ríkisstjórn landsins af stóli. Hermennirnir sögðu öryggissveitir hafa tekið yfir stofnanir landsins og hvöttu utanaðkomandi aðila til að skipta sér ekki af. Í grein Bazoum segist hann vera aðeins einn af þeim hundruð borgara sem herforingjastjórnin hafi handtekið ólöglega. Þá varar hann við viðveru Wagner-málaliðahópsins sem fagnaði valdaráninu en hópurinn er nokkuð stórtækur í Vestur-Afríku. „Þetta valdarán verður ekki réttlætt á nokkurn hátt,“ segir í grein Bazoum. „Ef þeim tekst áætlunarverk sitt mun það hafa skeflilegar afleiðingar fyrir land okkar, heimshluta og allan heiminn.“ Nú hefur Joe Biden Bandaríkjaforseti kallað eftir því að Bazoum forseti verði látinn laus og að lýðræði verði komið á í landinu á ný. Herforingjastjórnin hefur nú fellt úr gildi hernaðarsamkomulag milli Níger og Frakklands, fyrrum nýlenduherra, en milli 1000 og 1500 franskir hermenn eru staðsettir í Níger til að berjast gegn íslömskum uppreisnarhópum.
Níger Tengdar fréttir Lýsir sig leiðtoga eftir valdarán Hershöfðinginn Abdourahmane Tchiani hefur lýst því yfir að hann fari nú með völdin í vesturafríkuríkinu Níger. Tchiani leiddi valdarán gegn ríkisstjórn landsins og tókst að steypa henni af stóli fyrir tveimur sólarhringum síðan, með liðsinni öryggisvarða forsetans sem eru undir hans stjórn. 28. júlí 2023 17:23 Herforingjastjórnir Vestur-Afríku snúa bökum saman Herforingjastjórnirnar í Búrkína Fasó og Malí hafa varað við því að grípi nágrannaríki Níger til hernaðaraðgerða vegna valdaránsins þar, sé það í raun stríðsyfirlýsing. Búrkína Fasó og Malí muni koma herforingjastjórninni í Níger til aðstoðar. 1. ágúst 2023 13:26 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fleiri fréttir Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Sjá meira
Lýsir sig leiðtoga eftir valdarán Hershöfðinginn Abdourahmane Tchiani hefur lýst því yfir að hann fari nú með völdin í vesturafríkuríkinu Níger. Tchiani leiddi valdarán gegn ríkisstjórn landsins og tókst að steypa henni af stóli fyrir tveimur sólarhringum síðan, með liðsinni öryggisvarða forsetans sem eru undir hans stjórn. 28. júlí 2023 17:23
Herforingjastjórnir Vestur-Afríku snúa bökum saman Herforingjastjórnirnar í Búrkína Fasó og Malí hafa varað við því að grípi nágrannaríki Níger til hernaðaraðgerða vegna valdaránsins þar, sé það í raun stríðsyfirlýsing. Búrkína Fasó og Malí muni koma herforingjastjórninni í Níger til aðstoðar. 1. ágúst 2023 13:26