Aaron Ramsdale opnar sig um fósturlát eiginkonu sinnar og fordóma í garð bróður síns Siggeir Ævarsson skrifar 3. ágúst 2023 23:45 Aaron Ramsdale átti ekki góða daga í janúar Vísir/Getty Aaron Ramsdale, markvörður Arsenal, opnaði sig um persónuleg málefni í aðsendri grein í Players Tribune í dag, þar sem hann greindi m.a. frá því að konan hans hafi misst fóstur í janúar. Ramsdale og eiginkona hans, Georgina, voru á heimleið til Lundúna eftir stutt frí í kjölfar heimsmeistaramótsins þegar ósköpin dundu yfir í flugferðinni heim. Ramsdale segir að það sé engin leið að lýsa sársaukanum sem þau upplifðu í þessu sex tíma flugi. Hann sagði aðeins örfáum nánum ættingjum og vinum frá því sem gerðist, sem og liðsfélögum sínum og stjóra liðsins, Mikel Arteta. Hann segir að álit hans á stjóranum hafi vaxið mikið, sem bauð honum að taka lengra frí, þrátt fyrir að liðið væri í erfiðri toppbaráttu og leikur framundan við Tottenham. Ramsdale afþakkaði fríið og spilaði leikinn gegn Tottenham þremur dögum síðar þar sem hann hélt hreinu og Arsenal fór með 2-0 sigur af hólmi. Stuðningsmenn Tottenham létu frammistöðu Ramsdale greinilega fara í taugarnar á sér en einn þeirra óð úr stúkunni og sparkaði í bakið á Ramsdale. Árásarmaðurinn fékk í kjölfarið fjögurra ára bann frá leikjum. Í greininni nefnir Ramsdale einnig að Oliver bróðir hans sé samkynhneigður. Hann hafi ekki talað um það opinberlega áður en honum þyki ástæða til þess núna vegna þess hvernig andrúmsloftið er oft og tíðum í fótboltanum. Hann hafi alltof oft bitið í tunguna á sér þegar einhver einhver segir eitthvað hómófóbískt í klefanum eða á samfélagsmiðlum en hann sé hættur því núna. Hann segir að það muni örugglega einhverjir segja: „Æji þegiðu Ramsdale og einbeittu þér að því að spila fótbolta.“ En í hans huga er þetta um fótbolta. Fótboltinn sé fyrir alla Pistil Ramsdale má lesa í heild sinni hér Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Fleiri fréttir „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Sjá meira
Ramsdale og eiginkona hans, Georgina, voru á heimleið til Lundúna eftir stutt frí í kjölfar heimsmeistaramótsins þegar ósköpin dundu yfir í flugferðinni heim. Ramsdale segir að það sé engin leið að lýsa sársaukanum sem þau upplifðu í þessu sex tíma flugi. Hann sagði aðeins örfáum nánum ættingjum og vinum frá því sem gerðist, sem og liðsfélögum sínum og stjóra liðsins, Mikel Arteta. Hann segir að álit hans á stjóranum hafi vaxið mikið, sem bauð honum að taka lengra frí, þrátt fyrir að liðið væri í erfiðri toppbaráttu og leikur framundan við Tottenham. Ramsdale afþakkaði fríið og spilaði leikinn gegn Tottenham þremur dögum síðar þar sem hann hélt hreinu og Arsenal fór með 2-0 sigur af hólmi. Stuðningsmenn Tottenham létu frammistöðu Ramsdale greinilega fara í taugarnar á sér en einn þeirra óð úr stúkunni og sparkaði í bakið á Ramsdale. Árásarmaðurinn fékk í kjölfarið fjögurra ára bann frá leikjum. Í greininni nefnir Ramsdale einnig að Oliver bróðir hans sé samkynhneigður. Hann hafi ekki talað um það opinberlega áður en honum þyki ástæða til þess núna vegna þess hvernig andrúmsloftið er oft og tíðum í fótboltanum. Hann hafi alltof oft bitið í tunguna á sér þegar einhver einhver segir eitthvað hómófóbískt í klefanum eða á samfélagsmiðlum en hann sé hættur því núna. Hann segir að það muni örugglega einhverjir segja: „Æji þegiðu Ramsdale og einbeittu þér að því að spila fótbolta.“ En í hans huga er þetta um fótbolta. Fótboltinn sé fyrir alla Pistil Ramsdale má lesa í heild sinni hér
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Fleiri fréttir „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Sjá meira