Lloyd dregur í land: „Ég ann þessu liði“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. ágúst 2023 14:30 Carli Lloyd lék 316 landsleiki á árunum 2005-21 og skoraði 134 mörk. getty/Katelyn Mulcahy Carli Lloyd, ein besta fótboltakona allra tíma, hefur dregið í land með gagnrýni sína á bandaríska landsliðið sem komst naumlega upp úr sínum riðli á HM. Í lokaumferð riðlakeppninnar á HM mætti bandaríska liðið Portúgal og þrátt fyrir að hafa verið sterkari aðilinn í leiknum mátti engu muna að Bandaríkin töpuðu leiknum. Í uppbótartíma slapp varamaðurinn Ana Capeta í gegnum vörn bandaríska liðsins en skaut í stöng. Leikar fóru 0-0 og það dugði Bandaríkjakonum til að komast áfram. Eftir leikinn gagnrýndi Lloyd sína gömlu liðsfélaga, fyrir spilamennskuna og að fagna sætinu í sextán liða úrslitum óhóflega. „Ég hef aldrei upplifað neitt svona lagað. Að vera dansandi, brosandi. Ég meina, stöngin var maður leiksins,“ sagði Lloyd. „Þið eruð heppnar að vera ekki á heimleið.“ Lloyd útskýrði ummæli sína frekar í gær og dró verulega í land með gagnrýni sína. „Ég var mjög gagnrýnin á liðið í gær. Ég hef fengið smá tíma til að melta þetta og sofa á þessu og ég vil að fólk skilji að ég ann þessu liði,“ sagði Lloyd. "I want people to understand that I care deeply about this team."@CarliLloyd shares how her previous comments on the USWNT come from a place of admiration and how they were reflected in a legacy of success and generational greatness pic.twitter.com/2TIv8YQOVr— FOX Soccer (@FOXSoccer) August 2, 2023 Meðal þeirra sem hafa gagnrýnt ummæli Lloyds eru Lindsey Horan, leikmaður bandaríska liðsins, og þjálfari þess, Vlatko Andonovski. Hann sagði ummælin galin. Bandaríkin mæta Svíþjóð í sextán liða úrslitum á HM á sunnudaginn. Bandaríska liðið varð heimsmeistari 2015 og 2019. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Bandaríski fótboltinn Mest lesið Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Sjá meira
Í lokaumferð riðlakeppninnar á HM mætti bandaríska liðið Portúgal og þrátt fyrir að hafa verið sterkari aðilinn í leiknum mátti engu muna að Bandaríkin töpuðu leiknum. Í uppbótartíma slapp varamaðurinn Ana Capeta í gegnum vörn bandaríska liðsins en skaut í stöng. Leikar fóru 0-0 og það dugði Bandaríkjakonum til að komast áfram. Eftir leikinn gagnrýndi Lloyd sína gömlu liðsfélaga, fyrir spilamennskuna og að fagna sætinu í sextán liða úrslitum óhóflega. „Ég hef aldrei upplifað neitt svona lagað. Að vera dansandi, brosandi. Ég meina, stöngin var maður leiksins,“ sagði Lloyd. „Þið eruð heppnar að vera ekki á heimleið.“ Lloyd útskýrði ummæli sína frekar í gær og dró verulega í land með gagnrýni sína. „Ég var mjög gagnrýnin á liðið í gær. Ég hef fengið smá tíma til að melta þetta og sofa á þessu og ég vil að fólk skilji að ég ann þessu liði,“ sagði Lloyd. "I want people to understand that I care deeply about this team."@CarliLloyd shares how her previous comments on the USWNT come from a place of admiration and how they were reflected in a legacy of success and generational greatness pic.twitter.com/2TIv8YQOVr— FOX Soccer (@FOXSoccer) August 2, 2023 Meðal þeirra sem hafa gagnrýnt ummæli Lloyds eru Lindsey Horan, leikmaður bandaríska liðsins, og þjálfari þess, Vlatko Andonovski. Hann sagði ummælin galin. Bandaríkin mæta Svíþjóð í sextán liða úrslitum á HM á sunnudaginn. Bandaríska liðið varð heimsmeistari 2015 og 2019.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Bandaríski fótboltinn Mest lesið Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Sjá meira