„Myndi ekki óska mínum versta óvini þess“ Sindri Sverrisson skrifar 3. ágúst 2023 07:31 Orri Steinn Óskarsson með þrennuboltann, sem hann fékk til eignar, innan klæða á leið af vellinum í Kaupmannahöfn í gær. Getty/Lars Ronbog Orri Steinn Óskarsson stal senunni með því að skora þrennu í sigri á liði pabba síns, þjálfarans Óskars Hrafns Þorvaldssonar, þegar FC Kaupmannahöfn vann Breiðablik 6-3 í gærkvöld. Vanalega væru pabbar eflaust að springa úr gleði og stolti þegar sonur þeirra skorar þrennu á Parken, í undankeppni sjálfrar Meistaradeildar Evrópu. Óskar var vissulega stoltur en hann var samt í þeirri stöðu að vilja koma liði Breiðabliks áfram í næstu umferð. „Ég myndi ekki óska mínum versta óvini þess, að eiga svona augnablik þar sem þú óskar þess í raun að barninu þínu gangi ekki vel. Þegar allt kemur til alls er ég að sjálfsögðu mjög stoltur af honum. Ég sá hvað hann var líflegur og með sjálfstraust, og við réðum ekki við hann,“ sagði Óskar við Viaplay eftir leikinn og kvaðst vissulega gleðjast fyrir hönd sonar síns. Hér að neðan má sjá mörkin úr leiknum. Klippa: Þrenna Orra og öll hin mörkin á Parken „Ég mun aldrei gleyma þessu. Það verður rætt um þetta við matarborðið um bæði jól og páska,“ sagði Orri sem verður aðeins 19 ára síðar í þessum mánuði. Hann viðurkenndi að það væri skrýtið að þurfa að slá út pabba sinn. Feðgarnir náðu að tala stuttlega saman eftir leik þar sem Orri bað pabba sinn afsökunar, eftir þrennuna.Getty/Lars Ronbog „Fyrir fyrri leikinn var ég með slæma tilfinningu varðandi að mæta pabba mínum. En þegar maður mætir á völlinn er þetta bara leikur eins og aðrir leikir, þar sem maður einbeitir sér að því sem þarf að gera,“ sagði Orri og kvaðst hlakka til að geta aftur átt venjulegt feðgasamband nú þegar einvíginu er lokið. View this post on Instagram A post shared by Orri Steinn Óskarsson (@orrioskarsson) FCK vann einvígið samtals 8-3 og er komið í 3. umferð undankeppni Meistaradeildarinnar, þar sem liðið mætir Sparta Prag frá Tékklandi í næstu viku. Breiðablik færist hins vegar í þriðju umferð undankeppni Evrópudeildarinnar og mætir þar Zrinjski Mostar frá Bosníu, og er fyrri leikurinn í næstu viku. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Danski boltinn Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Íslenski boltinn Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Fótbolti Fleiri fréttir Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Í beinni: Þýskaland - Pólland | Grannaslagur í St. Gallen Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Sjá meira
Vanalega væru pabbar eflaust að springa úr gleði og stolti þegar sonur þeirra skorar þrennu á Parken, í undankeppni sjálfrar Meistaradeildar Evrópu. Óskar var vissulega stoltur en hann var samt í þeirri stöðu að vilja koma liði Breiðabliks áfram í næstu umferð. „Ég myndi ekki óska mínum versta óvini þess, að eiga svona augnablik þar sem þú óskar þess í raun að barninu þínu gangi ekki vel. Þegar allt kemur til alls er ég að sjálfsögðu mjög stoltur af honum. Ég sá hvað hann var líflegur og með sjálfstraust, og við réðum ekki við hann,“ sagði Óskar við Viaplay eftir leikinn og kvaðst vissulega gleðjast fyrir hönd sonar síns. Hér að neðan má sjá mörkin úr leiknum. Klippa: Þrenna Orra og öll hin mörkin á Parken „Ég mun aldrei gleyma þessu. Það verður rætt um þetta við matarborðið um bæði jól og páska,“ sagði Orri sem verður aðeins 19 ára síðar í þessum mánuði. Hann viðurkenndi að það væri skrýtið að þurfa að slá út pabba sinn. Feðgarnir náðu að tala stuttlega saman eftir leik þar sem Orri bað pabba sinn afsökunar, eftir þrennuna.Getty/Lars Ronbog „Fyrir fyrri leikinn var ég með slæma tilfinningu varðandi að mæta pabba mínum. En þegar maður mætir á völlinn er þetta bara leikur eins og aðrir leikir, þar sem maður einbeitir sér að því sem þarf að gera,“ sagði Orri og kvaðst hlakka til að geta aftur átt venjulegt feðgasamband nú þegar einvíginu er lokið. View this post on Instagram A post shared by Orri Steinn Óskarsson (@orrioskarsson) FCK vann einvígið samtals 8-3 og er komið í 3. umferð undankeppni Meistaradeildarinnar, þar sem liðið mætir Sparta Prag frá Tékklandi í næstu viku. Breiðablik færist hins vegar í þriðju umferð undankeppni Evrópudeildarinnar og mætir þar Zrinjski Mostar frá Bosníu, og er fyrri leikurinn í næstu viku.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Danski boltinn Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Íslenski boltinn Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Fótbolti Fleiri fréttir Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Í beinni: Þýskaland - Pólland | Grannaslagur í St. Gallen Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Sjá meira