Innlent

Dani er orðinn milljóna­mæringur

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Daninn tilheyrir einni af hamingjusömustu þjóðum í heimi og verður eflaust enn hamingjusamari eftir úrslitin í Vikinglotto.
Daninn tilheyrir einni af hamingjusömustu þjóðum í heimi og verður eflaust enn hamingjusamari eftir úrslitin í Vikinglotto. Vísir/Getty

Heppinn Dani var einn með fyrsta vinning í út­drætti kvöldsins í Vikinglottó og hlýtur hann rúmar 432 milljónir króna í vinning.

Þetta kemur fram í til­kynningu. Þá skiptu tveir Norð­menn með sér 2. vinningi og hlýtur hvor þeirra rúmar 8,5 milljónir króna í vinning.

Segir í til­kynningunni að hinn al-ís­lenski 3. vinningur hafi ekki gengið út að þessu sinni. Enginn var með allar tölur réttar og í réttri röð í Jókernum.

Fimm miða­hafar voru með 2. vinning og fær hver þeirra 100 þúsund krónur í vinning. Tveir miðanna eru í á­skrift, einn miðinn var keyptur í Happa­húsinu í Kringlunni, einn á lotto.is og einn á Lottó appinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×