Sendu Ítali heim með sögulegum sigri en Svíar mæta Bandaríkjunum Sindri Sverrisson skrifar 2. ágúst 2023 09:09 Hildah Magaia átti frábæran leik gegn Ítölum og stóran þátt í sögulegum sigri Suður-Afríku. Hér fagnar hún marki sínu. Getty/Katelyn Mulcahy Suður-Afríka tryggði sér með ævintýralegum hætti sæti í 16-liða úrslitum á HM kvenna í fótbolta, í fyrsta sinn, með 3-2 sigri gegn Ítalíu. Liðið fylgir toppliði Svíþjóðar sem vann alla sína leiki í G-riðlinum. Svíþjóð mætir ríkjandi meisturum Bandaríkjanna í 16-liða úrslitunum en Suður-Afríka á fyrir höndum leik við Holland, og eru báðir leikirnir á sunnudaginn. Leikur Suður-Afríku og Ítalíu var frábær skemmtun, og þar sem Svíþjóð vann 2-0 gegn Argentínu var um úrslitaleik um sæti í útsláttarkeppninni að ræða, þar sem Ítölum dugði þó jafntefli. Ótrúlegt sjálfsmark Og útlitið var um tíma gott fyrir Ítalíu. Arianna Caruso kom liðinu yfir úr víti á 11. mínútu en staðan varð jöfn tuttugu mínútum síðar þegar Benedetta Orsi skoraði óhemju slysalegt sjálfsmark. Orsi ætlaði, undir mjög lítilli pressu, að senda aftur á markvörð sinn en sú sending kom út eins og skot sem hafnaði í netinu. Og Orsi leit heldur ekki vel út í vörninni þegar Suður-Afríka komst yfir á 67. mínútu, með marki Hildah Magaia. Caruso náði hins vegar að jafna metin skömmu síðar eftir hornspyrnu og þá var aftur útlit fyrir að Ítalía væri að fara upp úr riðlinum. Sigurmark í uppbótartíma Suður-Afríka tryggði sér hins vegar dramatískan sigur í uppbótartíma með marki Thembi Kgatlana, eftir sendingu Magaia og frábæra sókn liðsins. Þar með spilar Suður-Afríka í útsláttarkeppninni í fyrsta sinn í sögunni, en liðið er á sínu öðru heimsmeistaramóti. Svíþjóð var tæknilega séð búin að vinna riðilinn fyrir leiki dagsins, en tryggði sér endanlega sigur með sigrinum á Argentínu. Rebecka Blomqvist og Elin Rubensson skoruðu mörkin fyrir Svía sem þrátt fyrir sína miklu velgengni í riðlinum þurfa að mæta Bandaríkjunum í 16-liða úrslitunum. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sjá meira
Svíþjóð mætir ríkjandi meisturum Bandaríkjanna í 16-liða úrslitunum en Suður-Afríka á fyrir höndum leik við Holland, og eru báðir leikirnir á sunnudaginn. Leikur Suður-Afríku og Ítalíu var frábær skemmtun, og þar sem Svíþjóð vann 2-0 gegn Argentínu var um úrslitaleik um sæti í útsláttarkeppninni að ræða, þar sem Ítölum dugði þó jafntefli. Ótrúlegt sjálfsmark Og útlitið var um tíma gott fyrir Ítalíu. Arianna Caruso kom liðinu yfir úr víti á 11. mínútu en staðan varð jöfn tuttugu mínútum síðar þegar Benedetta Orsi skoraði óhemju slysalegt sjálfsmark. Orsi ætlaði, undir mjög lítilli pressu, að senda aftur á markvörð sinn en sú sending kom út eins og skot sem hafnaði í netinu. Og Orsi leit heldur ekki vel út í vörninni þegar Suður-Afríka komst yfir á 67. mínútu, með marki Hildah Magaia. Caruso náði hins vegar að jafna metin skömmu síðar eftir hornspyrnu og þá var aftur útlit fyrir að Ítalía væri að fara upp úr riðlinum. Sigurmark í uppbótartíma Suður-Afríka tryggði sér hins vegar dramatískan sigur í uppbótartíma með marki Thembi Kgatlana, eftir sendingu Magaia og frábæra sókn liðsins. Þar með spilar Suður-Afríka í útsláttarkeppninni í fyrsta sinn í sögunni, en liðið er á sínu öðru heimsmeistaramóti. Svíþjóð var tæknilega séð búin að vinna riðilinn fyrir leiki dagsins, en tryggði sér endanlega sigur með sigrinum á Argentínu. Rebecka Blomqvist og Elin Rubensson skoruðu mörkin fyrir Svía sem þrátt fyrir sína miklu velgengni í riðlinum þurfa að mæta Bandaríkjunum í 16-liða úrslitunum.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sjá meira