Landsliðshestarnir flognir af landi brott í ullarsokkum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. ágúst 2023 20:31 Hestarnir fóru allir í íslenskum ullarsokkum í flugið í gærkvöldi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Margir af bestu hestum landsins flugu í gærkvöldi til Belgíu og voru keyrðir þaðan til Hollands í dag þar sem heimsmeistaramót íslenska hestsins fer fram. Hestarnir eiga ekki afturkvæmt til Íslands. Allir hestarnir voru klæddir íslenskum ullarsokkum fyrir flugið og í fluginu. Bílar með hestakerrum voru áberandi á Cargo flugsvæðinu við Leifsstöð síðdegis í gær þegar komið var með keppnishestana og þeir settir í sérstaka gáma fyrir flugið. Heimsmeistaramótið hefst þriðjudaginn 8. ágúst og stendur til 12. ágúst. „Við erum að sjá um pappírsvinnu og dýralæknapappíra og allt sem því fylgir og svona að reyna að leiðsegja fólki eins og við getum og miðla okkar reynslu af því,” segir Kristbjörg Eyvindsdóttir, útflytjandi og ræktandi íslenskra hesta á Grænhóli í Ölfusi og bætir við. Kristbjörg Eyvindsdóttir útflytjandi og ræktandi á Grænhóli í Ölfusi. „Þetta er mikil lyftistöng fyrir íslenska hestinn þetta mót og ef vel tekst til þá er þetta bara mjög stór markaðssetning, sem fylgir þessu.” Það vakti athygli að allir hestarnir voru klæddir í ullarsokka en það var gert til að verja hófana þeirra og fætur í fluginu. Og auðvitað er erfitt að kveðja hestana í gær. „Jú, þetta eru mikil tilfinningamál, blendnar tilfinningar. Það er nú það erfiða við þetta allt, hitt er hugmyndafræðin á bak við þetta og verkefnin eru frábær en það erfiða er að kveðja,” segir Daníel Gunnarsson knapi á Einingu frá Einhamri. Daníel Gunnarsson, sem mun keppa á Einingu frá Einhamri.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er svona súrsætt en þetta er á sama tíma ótrúlega skemmtilegt en líka mjög erfitt. Þetta er samt bara partur af leiknum núna og eitthvað, sem maður er búin að sætta sig við líka,” segir Glódís Rún Sigurðardóttir knapi á Sölku frá Efri Brún. Glódís Rún Sigurðardóttir, sem keppir á Sölku frá Efri Brún.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Benedikt Ólafsson mun keppa á Leiru Björk frá Naustum III en hann keypti merina fyrir fermingarpeninginn sinn á sínum tíma. „Já, hún er búin að margfaldast í verði, sem er mjög gaman og ég greinilega mjög góð viðskipti að kaupa hana á sínum tíma,” segir Benedikt alsæll. Benedikt Ólafsson, sem mun keppa á Leiru Björk frá Naustum IIIMagnús Hlynur Hreiðarsson Það hefur sjaldan eða aldrei verið fluttur út eins dýr hestafarmur og í gærkvöldi. Rætt var um það á staðnum að andvirði hestanna gæti verið einhverjar 250 til 300 milljónir króna þó engin hefði viljað staðfesta þær tölur. „Það eru nokkrar kúlur svona til að leika sér með. Flestir hestarnir eru seldir þannig að staðan er bara virkilega góð og mjög spennandi tímar fram undan,” segir Kristinn Skúlason, formaður landsliðsnefndar LH. Grænhóli í Ölfusi. Kristinn Skúlason, formaður landsliðsnefndar Landssambands hestamanna. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mjög vel fór um hestana í gámunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Reykjanesbær Hestar Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Bílar með hestakerrum voru áberandi á Cargo flugsvæðinu við Leifsstöð síðdegis í gær þegar komið var með keppnishestana og þeir settir í sérstaka gáma fyrir flugið. Heimsmeistaramótið hefst þriðjudaginn 8. ágúst og stendur til 12. ágúst. „Við erum að sjá um pappírsvinnu og dýralæknapappíra og allt sem því fylgir og svona að reyna að leiðsegja fólki eins og við getum og miðla okkar reynslu af því,” segir Kristbjörg Eyvindsdóttir, útflytjandi og ræktandi íslenskra hesta á Grænhóli í Ölfusi og bætir við. Kristbjörg Eyvindsdóttir útflytjandi og ræktandi á Grænhóli í Ölfusi. „Þetta er mikil lyftistöng fyrir íslenska hestinn þetta mót og ef vel tekst til þá er þetta bara mjög stór markaðssetning, sem fylgir þessu.” Það vakti athygli að allir hestarnir voru klæddir í ullarsokka en það var gert til að verja hófana þeirra og fætur í fluginu. Og auðvitað er erfitt að kveðja hestana í gær. „Jú, þetta eru mikil tilfinningamál, blendnar tilfinningar. Það er nú það erfiða við þetta allt, hitt er hugmyndafræðin á bak við þetta og verkefnin eru frábær en það erfiða er að kveðja,” segir Daníel Gunnarsson knapi á Einingu frá Einhamri. Daníel Gunnarsson, sem mun keppa á Einingu frá Einhamri.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er svona súrsætt en þetta er á sama tíma ótrúlega skemmtilegt en líka mjög erfitt. Þetta er samt bara partur af leiknum núna og eitthvað, sem maður er búin að sætta sig við líka,” segir Glódís Rún Sigurðardóttir knapi á Sölku frá Efri Brún. Glódís Rún Sigurðardóttir, sem keppir á Sölku frá Efri Brún.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Benedikt Ólafsson mun keppa á Leiru Björk frá Naustum III en hann keypti merina fyrir fermingarpeninginn sinn á sínum tíma. „Já, hún er búin að margfaldast í verði, sem er mjög gaman og ég greinilega mjög góð viðskipti að kaupa hana á sínum tíma,” segir Benedikt alsæll. Benedikt Ólafsson, sem mun keppa á Leiru Björk frá Naustum IIIMagnús Hlynur Hreiðarsson Það hefur sjaldan eða aldrei verið fluttur út eins dýr hestafarmur og í gærkvöldi. Rætt var um það á staðnum að andvirði hestanna gæti verið einhverjar 250 til 300 milljónir króna þó engin hefði viljað staðfesta þær tölur. „Það eru nokkrar kúlur svona til að leika sér með. Flestir hestarnir eru seldir þannig að staðan er bara virkilega góð og mjög spennandi tímar fram undan,” segir Kristinn Skúlason, formaður landsliðsnefndar LH. Grænhóli í Ölfusi. Kristinn Skúlason, formaður landsliðsnefndar Landssambands hestamanna. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mjög vel fór um hestana í gámunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Reykjanesbær Hestar Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira