Landsliðshestarnir flognir af landi brott í ullarsokkum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. ágúst 2023 20:31 Hestarnir fóru allir í íslenskum ullarsokkum í flugið í gærkvöldi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Margir af bestu hestum landsins flugu í gærkvöldi til Belgíu og voru keyrðir þaðan til Hollands í dag þar sem heimsmeistaramót íslenska hestsins fer fram. Hestarnir eiga ekki afturkvæmt til Íslands. Allir hestarnir voru klæddir íslenskum ullarsokkum fyrir flugið og í fluginu. Bílar með hestakerrum voru áberandi á Cargo flugsvæðinu við Leifsstöð síðdegis í gær þegar komið var með keppnishestana og þeir settir í sérstaka gáma fyrir flugið. Heimsmeistaramótið hefst þriðjudaginn 8. ágúst og stendur til 12. ágúst. „Við erum að sjá um pappírsvinnu og dýralæknapappíra og allt sem því fylgir og svona að reyna að leiðsegja fólki eins og við getum og miðla okkar reynslu af því,” segir Kristbjörg Eyvindsdóttir, útflytjandi og ræktandi íslenskra hesta á Grænhóli í Ölfusi og bætir við. Kristbjörg Eyvindsdóttir útflytjandi og ræktandi á Grænhóli í Ölfusi. „Þetta er mikil lyftistöng fyrir íslenska hestinn þetta mót og ef vel tekst til þá er þetta bara mjög stór markaðssetning, sem fylgir þessu.” Það vakti athygli að allir hestarnir voru klæddir í ullarsokka en það var gert til að verja hófana þeirra og fætur í fluginu. Og auðvitað er erfitt að kveðja hestana í gær. „Jú, þetta eru mikil tilfinningamál, blendnar tilfinningar. Það er nú það erfiða við þetta allt, hitt er hugmyndafræðin á bak við þetta og verkefnin eru frábær en það erfiða er að kveðja,” segir Daníel Gunnarsson knapi á Einingu frá Einhamri. Daníel Gunnarsson, sem mun keppa á Einingu frá Einhamri.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er svona súrsætt en þetta er á sama tíma ótrúlega skemmtilegt en líka mjög erfitt. Þetta er samt bara partur af leiknum núna og eitthvað, sem maður er búin að sætta sig við líka,” segir Glódís Rún Sigurðardóttir knapi á Sölku frá Efri Brún. Glódís Rún Sigurðardóttir, sem keppir á Sölku frá Efri Brún.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Benedikt Ólafsson mun keppa á Leiru Björk frá Naustum III en hann keypti merina fyrir fermingarpeninginn sinn á sínum tíma. „Já, hún er búin að margfaldast í verði, sem er mjög gaman og ég greinilega mjög góð viðskipti að kaupa hana á sínum tíma,” segir Benedikt alsæll. Benedikt Ólafsson, sem mun keppa á Leiru Björk frá Naustum IIIMagnús Hlynur Hreiðarsson Það hefur sjaldan eða aldrei verið fluttur út eins dýr hestafarmur og í gærkvöldi. Rætt var um það á staðnum að andvirði hestanna gæti verið einhverjar 250 til 300 milljónir króna þó engin hefði viljað staðfesta þær tölur. „Það eru nokkrar kúlur svona til að leika sér með. Flestir hestarnir eru seldir þannig að staðan er bara virkilega góð og mjög spennandi tímar fram undan,” segir Kristinn Skúlason, formaður landsliðsnefndar LH. Grænhóli í Ölfusi. Kristinn Skúlason, formaður landsliðsnefndar Landssambands hestamanna. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mjög vel fór um hestana í gámunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Reykjanesbær Hestar Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Fleiri fréttir Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Sjá meira
Bílar með hestakerrum voru áberandi á Cargo flugsvæðinu við Leifsstöð síðdegis í gær þegar komið var með keppnishestana og þeir settir í sérstaka gáma fyrir flugið. Heimsmeistaramótið hefst þriðjudaginn 8. ágúst og stendur til 12. ágúst. „Við erum að sjá um pappírsvinnu og dýralæknapappíra og allt sem því fylgir og svona að reyna að leiðsegja fólki eins og við getum og miðla okkar reynslu af því,” segir Kristbjörg Eyvindsdóttir, útflytjandi og ræktandi íslenskra hesta á Grænhóli í Ölfusi og bætir við. Kristbjörg Eyvindsdóttir útflytjandi og ræktandi á Grænhóli í Ölfusi. „Þetta er mikil lyftistöng fyrir íslenska hestinn þetta mót og ef vel tekst til þá er þetta bara mjög stór markaðssetning, sem fylgir þessu.” Það vakti athygli að allir hestarnir voru klæddir í ullarsokka en það var gert til að verja hófana þeirra og fætur í fluginu. Og auðvitað er erfitt að kveðja hestana í gær. „Jú, þetta eru mikil tilfinningamál, blendnar tilfinningar. Það er nú það erfiða við þetta allt, hitt er hugmyndafræðin á bak við þetta og verkefnin eru frábær en það erfiða er að kveðja,” segir Daníel Gunnarsson knapi á Einingu frá Einhamri. Daníel Gunnarsson, sem mun keppa á Einingu frá Einhamri.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er svona súrsætt en þetta er á sama tíma ótrúlega skemmtilegt en líka mjög erfitt. Þetta er samt bara partur af leiknum núna og eitthvað, sem maður er búin að sætta sig við líka,” segir Glódís Rún Sigurðardóttir knapi á Sölku frá Efri Brún. Glódís Rún Sigurðardóttir, sem keppir á Sölku frá Efri Brún.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Benedikt Ólafsson mun keppa á Leiru Björk frá Naustum III en hann keypti merina fyrir fermingarpeninginn sinn á sínum tíma. „Já, hún er búin að margfaldast í verði, sem er mjög gaman og ég greinilega mjög góð viðskipti að kaupa hana á sínum tíma,” segir Benedikt alsæll. Benedikt Ólafsson, sem mun keppa á Leiru Björk frá Naustum IIIMagnús Hlynur Hreiðarsson Það hefur sjaldan eða aldrei verið fluttur út eins dýr hestafarmur og í gærkvöldi. Rætt var um það á staðnum að andvirði hestanna gæti verið einhverjar 250 til 300 milljónir króna þó engin hefði viljað staðfesta þær tölur. „Það eru nokkrar kúlur svona til að leika sér með. Flestir hestarnir eru seldir þannig að staðan er bara virkilega góð og mjög spennandi tímar fram undan,” segir Kristinn Skúlason, formaður landsliðsnefndar LH. Grænhóli í Ölfusi. Kristinn Skúlason, formaður landsliðsnefndar Landssambands hestamanna. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mjög vel fór um hestana í gámunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Reykjanesbær Hestar Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Fleiri fréttir Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Sjá meira