Opið að eldstöðvunum í dag en gosmengun gæti safnast upp Eiður Þór Árnason skrifar 1. ágúst 2023 08:41 Eldgosið við Litla-Hrút hófst 10. júlí síðastliðinn. vísir/vilhelm Gönguleiðir að eldgosinu við fjallið Litla-Hrút verða opnar almenningi til klukkan 18 í dag líkt og fyrri daga. Opið er inn á gossvæðið frá Suðurstrandavegi. Lokun gekk vel í gær, að sögn lögreglustjórans á Suðurnesjum. Fáir hafi þurft á hjálp að halda en líkt og alla daga þurfi að koma einhverju fólki til aðstoðar á svæðinu. Slökkviliðsmenn slökktu í gróðureldum nærri eldgosinu í gær og verður gossvæðið áfram vaktað af slökkviliði. Samkvæmt teljurum fóru 1.635 um Meradalsleið í gær og 1.246 um eldri gönguleiðir. Eru það samanlagt rúmlega fjögur hundruð færri en á sunnudag þegar göngufólk var á fjórða þúsund. Gert er ráð fyrir hægri vestlægri eða breytileg átt framan af degi og getur gosmengun því safnast upp nálægt gosstöðvunum, samkvæmt spá Veðurstofunnar. Gengur í norðan þrjá til átta metra á sekúndu í dag og berst gosmengunin þá til suðurs. Á göngukortinu má sjá merkt hættusvæði sem er bannsvæði samkvæmt ákvörðun lögreglustjóra.Lögreglan Áfram bannað að fara á Keili og Litla-Hrút „Að mati lögreglustjóra er ekki forsvaranlegt að halda gönguleiðum opnum allan sólarhringinn. Af öryggisástæðum verður gönguleiðum frá Suðurstrandarvegi því lokað daglega kl. 18, eða fyrr eða seinna eftir atvikum, þegar opið er. Sú ákvörðun gildir á meðan gos stendur yfir við fjallið Litla Hrút. Vigdísarvallavegi verður lokað samhliða lokun gönguleiða,“ segir í tilkynningu frá lögreglu. Sem fyrr sé almenningi skylt að hlýða fyrirmælum lögreglu og halda sig frá skilgreindu hættusvæði, en innan þeirra eru til að mynda fjöllin Litli-Hrútur og Keilir þangað sem fólki er óheimilt að fara. Lögregla mælir með því að fólk noti rykgrímur til að forðast mengun frá gróðureldum og fari ekki með börn á svæðið vegna hugsanlegrar gasmengunar og reyks frá gróðureldum. Hið sama eigi við um þungaðar konur og fólk með hjarta- eða lungnasjúkdóma. „Leið upp að gosstöðvunum er það sem viðbragðsaðilar kalla Meradalaleið. Ganga þarf um 18 km leið fram og til baka. Gönguferðin hentar því alls ekki öllum. Gangan fram og til baka getur tekið 5 til 7 klukkustundir. Aðrar merktar gönguleiðir eru jafnframt opnar. Meradalaleið (leiðEE) var opnuð daginn eftir að gos hófst. Leiðin liggur til norðausturs frá bílastæði í Stóra Leirdal í átt að útsýnisstað á Hraunsels – Vatnsfelli,“ segir í tilkynningu frá lögreglu. Þá vekur lögreglustjóri athygli á því að gönguleiðAA sé mun erfiðari gönguleið en leiðEE og ekki sjáist til gosstöðvanna á leið A. Aðstæður geti breyst skyndilega Lögreglumenn, landverðir og sjúkraflutningamenn verða á svæðinu í dag og björgunarsveitir kallaðar til ef sinna þarf útköllum. „Mikilvægt er að hafa í huga að gossvæðið er hættulegt svæði þar sem aðstæður geta breyst skyndilega. Lögregla varar fólk við að dvelja nærri gosstöðvunum vegna gasmengunar. Hætta eykst þegar vind lægir. Þá geta lífshættulegar gastegundir safnast í dældum og geta reynst banvænar. Nýjar gossprungur geta opnast með litlum fyrirvara og glóandi hraun getur fallið úr hraunjaðri og hröð og skyndileg framhlaup orðið þar sem nýjar hrauntungur brjótast fram sem erfitt getur verið að forðast á hlaupum.“ Fólk er beðið um að leggja bílum á merktum stæðum við Suðurstrandarveg en ekki í vegkanti Suðurstrandarvegar. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Sjá meira
Slökkviliðsmenn slökktu í gróðureldum nærri eldgosinu í gær og verður gossvæðið áfram vaktað af slökkviliði. Samkvæmt teljurum fóru 1.635 um Meradalsleið í gær og 1.246 um eldri gönguleiðir. Eru það samanlagt rúmlega fjögur hundruð færri en á sunnudag þegar göngufólk var á fjórða þúsund. Gert er ráð fyrir hægri vestlægri eða breytileg átt framan af degi og getur gosmengun því safnast upp nálægt gosstöðvunum, samkvæmt spá Veðurstofunnar. Gengur í norðan þrjá til átta metra á sekúndu í dag og berst gosmengunin þá til suðurs. Á göngukortinu má sjá merkt hættusvæði sem er bannsvæði samkvæmt ákvörðun lögreglustjóra.Lögreglan Áfram bannað að fara á Keili og Litla-Hrút „Að mati lögreglustjóra er ekki forsvaranlegt að halda gönguleiðum opnum allan sólarhringinn. Af öryggisástæðum verður gönguleiðum frá Suðurstrandarvegi því lokað daglega kl. 18, eða fyrr eða seinna eftir atvikum, þegar opið er. Sú ákvörðun gildir á meðan gos stendur yfir við fjallið Litla Hrút. Vigdísarvallavegi verður lokað samhliða lokun gönguleiða,“ segir í tilkynningu frá lögreglu. Sem fyrr sé almenningi skylt að hlýða fyrirmælum lögreglu og halda sig frá skilgreindu hættusvæði, en innan þeirra eru til að mynda fjöllin Litli-Hrútur og Keilir þangað sem fólki er óheimilt að fara. Lögregla mælir með því að fólk noti rykgrímur til að forðast mengun frá gróðureldum og fari ekki með börn á svæðið vegna hugsanlegrar gasmengunar og reyks frá gróðureldum. Hið sama eigi við um þungaðar konur og fólk með hjarta- eða lungnasjúkdóma. „Leið upp að gosstöðvunum er það sem viðbragðsaðilar kalla Meradalaleið. Ganga þarf um 18 km leið fram og til baka. Gönguferðin hentar því alls ekki öllum. Gangan fram og til baka getur tekið 5 til 7 klukkustundir. Aðrar merktar gönguleiðir eru jafnframt opnar. Meradalaleið (leiðEE) var opnuð daginn eftir að gos hófst. Leiðin liggur til norðausturs frá bílastæði í Stóra Leirdal í átt að útsýnisstað á Hraunsels – Vatnsfelli,“ segir í tilkynningu frá lögreglu. Þá vekur lögreglustjóri athygli á því að gönguleiðAA sé mun erfiðari gönguleið en leiðEE og ekki sjáist til gosstöðvanna á leið A. Aðstæður geti breyst skyndilega Lögreglumenn, landverðir og sjúkraflutningamenn verða á svæðinu í dag og björgunarsveitir kallaðar til ef sinna þarf útköllum. „Mikilvægt er að hafa í huga að gossvæðið er hættulegt svæði þar sem aðstæður geta breyst skyndilega. Lögregla varar fólk við að dvelja nærri gosstöðvunum vegna gasmengunar. Hætta eykst þegar vind lægir. Þá geta lífshættulegar gastegundir safnast í dældum og geta reynst banvænar. Nýjar gossprungur geta opnast með litlum fyrirvara og glóandi hraun getur fallið úr hraunjaðri og hröð og skyndileg framhlaup orðið þar sem nýjar hrauntungur brjótast fram sem erfitt getur verið að forðast á hlaupum.“ Fólk er beðið um að leggja bílum á merktum stæðum við Suðurstrandarveg en ekki í vegkanti Suðurstrandarvegar.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Sjá meira