Ágúst sagður taka við eftir brottreksturinn: „Held að Gústi smellpassi“ Sindri Sverrisson skrifar 1. ágúst 2023 07:31 Ágúst Gylfason stýrði síðast Stjörnunni en var sagt upp störfum í maí. Nú virðist hann vera að taka við Fram. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Ágúst Gylfason, sem fyrr í sumar var rekinn frá Stjörnunni, mun að öllum líkindum snúa aftur í Bestu deildina í fótbolta sem þjálfari Fram. Þetta kom fram í Stúkunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Framarar ráku félagsmanninn mikla Jón Sveinsson á dögunum vegna slaks gengis liðsins í sumar en Fram situr í fallsæti með 14 stig eftir 17 umferðir. Næsti leikur liðsins er mikilvægur slagur við Fylki eftir viku og þá gæti nýr þjálfari verið kominn í brúna. „Samkvæmt nýjustu heimildum, frá því í dag [í gær] segir sagan að Ágúst Gylfason sé mjög nálægt því að skrifa undir samning við Framara. Ágúst Gylfason er að sjálfsögðu fyrrum leikmaður Fram og væri líklega eðlilegasta lausnin,“ sagði Guðmundur Benediktsson, stjórnandi Stúkunnar, í þætti gærkvöldsins en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Stúkan: Þjálfaramál Framara Ágúst lék með Fram á árunum 1999-2003 eftir að hafa snúið heim úr atvinnumennsku. Hann hefur stýrt liðum Fjölnis, Breiðabliks, Gróttu og Stjörnunnar í efstu deild. „Ég bjóst bara við að það væri búið að tilkynna hann sem þjálfara. Um leið og þetta gerðist þá beið maður eftir því að það kæmi tilkynning um að hann væri að fara að taka við þessu. Það kæmi mér á óvart ef það yrði einhver annar en hann,“ sagði Lárus Orri Sigurðsson í Stúkunni í gær og bætti við: „Ég held að Gústi yrði mjög flottur fyrir Framarana. Og ef hann fær þann stuðning sem hann þarf, til að setja sitt mark á liðið… Fram er í dag rosalega flottur klúbbur. Þessi aðstaða sem þeir eru með og sagan sem þeir eru með, þetta er mjög flottur klúbbur.“ Ragnar vill þjálfa liðið áfram Albert Brynjar Ingason var sammála Lárusi um að Ágúst væri góður kostur: „Ég held að Gústi smellpassi í það sem þeir þurfa þarna. Það þarf stemningu þarna. Við höfum talað um að þetta hefur verið svolítið flatt undanfarið. Það þarf að rífa þennan hóp upp aðeins og Gústi er fullkominn í það,“ sagði Albert. Albert sagði vin sinn Ragnar Sigurðsson sömuleiðis tilbúinn í að þjálfa liðið en Ragnar hefur verið aðstoðarþjálfari liðsins á þessu tímabili og stýrir því þessa dagana ásamt Aðalsteini Aðalsteinssyni. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla Fram Stúkan Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - Valur | Baráttan um 4. sætið Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Verða Blikakonur meistarar? Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Sjá meira
Framarar ráku félagsmanninn mikla Jón Sveinsson á dögunum vegna slaks gengis liðsins í sumar en Fram situr í fallsæti með 14 stig eftir 17 umferðir. Næsti leikur liðsins er mikilvægur slagur við Fylki eftir viku og þá gæti nýr þjálfari verið kominn í brúna. „Samkvæmt nýjustu heimildum, frá því í dag [í gær] segir sagan að Ágúst Gylfason sé mjög nálægt því að skrifa undir samning við Framara. Ágúst Gylfason er að sjálfsögðu fyrrum leikmaður Fram og væri líklega eðlilegasta lausnin,“ sagði Guðmundur Benediktsson, stjórnandi Stúkunnar, í þætti gærkvöldsins en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Stúkan: Þjálfaramál Framara Ágúst lék með Fram á árunum 1999-2003 eftir að hafa snúið heim úr atvinnumennsku. Hann hefur stýrt liðum Fjölnis, Breiðabliks, Gróttu og Stjörnunnar í efstu deild. „Ég bjóst bara við að það væri búið að tilkynna hann sem þjálfara. Um leið og þetta gerðist þá beið maður eftir því að það kæmi tilkynning um að hann væri að fara að taka við þessu. Það kæmi mér á óvart ef það yrði einhver annar en hann,“ sagði Lárus Orri Sigurðsson í Stúkunni í gær og bætti við: „Ég held að Gústi yrði mjög flottur fyrir Framarana. Og ef hann fær þann stuðning sem hann þarf, til að setja sitt mark á liðið… Fram er í dag rosalega flottur klúbbur. Þessi aðstaða sem þeir eru með og sagan sem þeir eru með, þetta er mjög flottur klúbbur.“ Ragnar vill þjálfa liðið áfram Albert Brynjar Ingason var sammála Lárusi um að Ágúst væri góður kostur: „Ég held að Gústi smellpassi í það sem þeir þurfa þarna. Það þarf stemningu þarna. Við höfum talað um að þetta hefur verið svolítið flatt undanfarið. Það þarf að rífa þennan hóp upp aðeins og Gústi er fullkominn í það,“ sagði Albert. Albert sagði vin sinn Ragnar Sigurðsson sömuleiðis tilbúinn í að þjálfa liðið en Ragnar hefur verið aðstoðarþjálfari liðsins á þessu tímabili og stýrir því þessa dagana ásamt Aðalsteini Aðalsteinssyni. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla Fram Stúkan Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - Valur | Baráttan um 4. sætið Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Verða Blikakonur meistarar? Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Sjá meira