Lífið

„Bless X“

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Björn Leví hefur bæst í hóp þeirra Íslendinga sem kvatt hafa samfélagsmiðilinn X eftir að Elon Musk tók þar til hendinni.
Björn Leví hefur bæst í hóp þeirra Íslendinga sem kvatt hafa samfélagsmiðilinn X eftir að Elon Musk tók þar til hendinni. Vísir/Vilhelm

Björn Leví Gunnars­son, þing­maður Pírata, er hættur á sam­fé­lags­miðlinum X, sem bar nafnið Twitter þar til ný­lega. Hann segir að sér hafi ekki hugnast á­form milljóna­mæringsins Elon Musk með miðilinn.

„Já, bless X. Ég kunni ekki að meta þessar á­ætlanir hans að gera þetta að ein­hverjum við­skipta­miðli og finnst þær bara kjána­legar,“ segir Björn í sam­tali við Vísi. Breytingarnar á miðlinum hafa ekki farið fram­hjá mörgum en minna en ár er síðan Elon Musk eignaðist sam­fé­lags­miðilinn.

Síðan þá hefur Musk látið til sín taka, svo ekki sé fastara að orði kveðið. Hann til­kynnti í síðustu viku breytingar á nafni miðilsins og sagði að hann hygðist gera for­ritið að „ofur­for­riti“ þar sem hægt verður að nota það til að senda skila­boð, hlusta á tón­list, horfa á mynd­bönd en einnig til að greiða fyrir vörur og þjónustur.

Björn Leví segist vera kominn á sam­fé­lags­miðilinn Blu­esky í stað X. Þar er nú tölu­verður fjöldi Ís­lendinga sem áður notuðu Twitter en miðillinn var stofnaður af Jack Dors­ey, fyrr­verandi fram­kvæmda­stjóra Twitter og er keim­líkur miðlinum eins og hann var. Blu­esky er nú á svo­kölluðu beta stigi, eða prufunar­stigi og þarf sér­stakt boð til að komast þangað inn.

„Þetta er voða­lega svipað og Twitter. Ég er enn að kynnast þessum miðli en út­litið er mjög svipað og Twitter á sínum tíma. Tæknin virðist vera að­eins öðru­vísi og ekki alveg sama mið­stýring,“ segir Björn Leví.

Hefurðu ein­hverjar á­hyggjur af því að ná ekki lengur til fólks sem er enn á Twitter/X?

„Nei, ég var svo sem ekkert það virkur á Twitter, þannig þetta er ekki stór út­ganga upp á það að gera. Ég hef verið meira virkur á Face­book þar sem ég get skrifað lengri færslur. Það var aldrei pláss fyrir það á Twitter hvor­teð­er, nema í gegnum eitt­hvað þráða­drasl og er reyndar það sama uppi á teningnum á Blu­esky, eitt­hvað um 300 orða tak­mark.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×