Ýmsir fjársterkir aðilar hafa reglulega gert sig líklega til að gera tilboð í Tottenham en Lewis hefur ekki verið til í að ræða nein tilboð, félagið sé einfaldlega ekki til sölu. Nú gæti þó komið annað hljóð í strokkinn og ekki af góðu en Lewis gæti neyðst til að selja félagið þar sem Lewis hefur verið kærður fyrir innherjaviðskipti í Bandaríkjunum.
Lewis hefur þó lýst yfir sakleysi sínu, en hinn 86 ára fjárfestir gæti þó ákveðið að minnka álagið í lífi sínu og selja Tottenham í ljósi þessara málaferla sem nú standa yfir. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan að Jay Z var minnihlutaeigandi Brooklyn Nets í NBA og hefur hann ávaxtað pund sitt vel síðustu ár.
Ekkert er þó fast í hendi enn og virðist vera um töluverðar getgátur að ræða á þessu stigi málsins. En ef af kaupunum verður má reikna með að vandamálin hjá Jay Z verði ekki lengur 99 heldur 100.