Fótbolti

Mbappé orðaður við Liverpool

Hjörvar Ólafsson skrifar
Óvissa er um framtíð Mbappé. 
Óvissa er um framtíð Mbappé.  Vísir/Getty

Slúðurdálkar enskra fjölmiðsla slá því upp að forráðamennn Liverpool hafi rætt við kollega sína frá franska félaginu Paris Saint-Germain um að fá Kylian Mbappé til liðs við sig á lánssamningi. 

Mbappé tilkynnti í byrjun sumars að hann hyggðist ekki framlengja samning sinn við Parísarfélagið þegar núgildandi samningur rennur út að loknu komandi keppnistímabili. 

Franski landsliðsframherjinn hefur einna helst verið orðaður við Real Madrid en Chelsea, Manchester United, Arsenal og Tottenham Hotspur hafa einnig verið nefnd til sögunnar. 

Þá hefur því einnig verið velt upp hvort Mbappé fylgi fjölmörgum stjörnum fótboltaheimsins til Sádí-Arabíu. Þannig hefur verið greint frá því að Al Hilal hafi boðið 300 milljónir punda í Mbappé og PSG hafi samþykkt það en leikmaðurinn vilji ekki fara til Sádí-Arabíu.  

Talið er að Mbappé rói að því öllum árum sínum að komast til Real Madrid hvort það sem það verður fyrir lokun þessa félagaskiptaglugga eða næsta sumar. 

Eigendur Paris Saint-Germain vilja aftur á móti annað hvort framlengja samning sinn við Mbappé eða að öðrum kosti selja Mbappé í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×