Fótbolti

Noregur kláraði riðlakeppnina með stæl

Hjörvar Ólafsson skrifar
Norska liðið er komið áfram í í 16 liða úrsltit mótsins. 
Norska liðið er komið áfram í í 16 liða úrsltit mótsins.  Vísir/Getty

Noregur vann stórsigur, 6-0, þegar liðið mætti Filippseyjum í lokaumferð heimsmeistaramótsins í fótbolta kvenna á Eden Park í Nýja-Sjálandi í morgunsárið. 

Sophie Roman Haug skoraði þrjú marka Noregs í leiknum og Caroline Graham Hansen og Guro Reiten sitt markið hvor. Sjötta mark Noregs var svo sjálfsmark. 

Sviss og Nýja-Sjáland gerðu markalaust jafntefli í hinum leik A-riðilsins. Þar af leiðandi vinnur Sviss riðilinn með fimm stig og fer í 16 liða úrslitin ásamt Noregi sem hafnaði í öðru sæti með fjögur stig. 

Nýja-Sjáland sem fékk einnig fjögur stig situr hins vegar eftir með sárt ennið en liðið fékk fjögur stig líkt og Noregur en var með mun lakari markatölu. Filippseyjar enduðu svo neðstar í riðlinum með þrjú stig. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×