„Gæðin í þessum leik ekki upp á marga fiska“ Sindri Sverrisson skrifar 29. júlí 2023 21:01 Óskar Hrafn Þorvaldsson varð að sætta sig við eitt stig úr leiknum við Stjörnuna í kvöld. Vísir/Diego „Viltu ekki bara spyrja mig um leikinn?“ spurði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks, og vildi ekkert tjá sig um hvöss orðaskipti á milli þeirra Þórs Sigurðssonar, styrktarþjálfara Stjörnunnar, eftir 1-1 jafntefli liðanna í Bestu deildinni í kvöld. Þrátt fyrir mikinn hasar og færi á lokakafla leiksins tókst hvorugu liðinu að tryggja sér sigur en mönnum var enn dálítið heitt í hamsi þegar flautað var til leiksloka. Dómarinn Vilhjálmur Alvar Þórarinsson og þeir Damir Muminovic og Guðmundur Kristjánsson stigu hins vegar fljótt á milli Óskars og Þórs, og lætin sem mögulega virtust í uppsiglingu urðu að engu. Og þar sem Óskar hafði engan áhuga á að ræða málið snerist talið vissulega að leiknum sjálfum: „Mér fannst fyrri hálfleikurinn vera mjög dapur af okkar hálfu. Mér fannst þeir ná því sem að þeir komu með, sem var að hleypa leiknum upp og einhvern veginn gera þetta að leik þar sem boltinn var meira í loftinu og mikið af brotum, og leikurinn mikið stopp,“ sagði Óskar. „Svo fannst mér við vera töluvert sterkari aðilinn í seinni hálfleik og við fengum svo sem fjölmörg færi til að klára þennan leik, en Stjarnan er lið sem að setur mikla orku í leikina og eru erfiðir andstæðingar. Þegar þeir stíga svona hátt upp á völlinn getur verið snúið að komast framhjá þeim, sérstaklega þegar mér fannst við vera frekar þungir í byrjun og hálfpartinn ekki klárir. Svo fannst mér það lagast þegar líða tók á leikinn og mér fannst seinni hálfleikurinn góður,“ sagði Óskar. „Gott að sjá liðið hafa orku til að keyra á þetta“ Stjarnan komst yfir með marki Emils Atlasonar á 62. mínútu en það virtist kveikja enn frekar í Blikum sem jöfnuðu með marki Jasons Daða Svanþórssonar á 78. mínútu. „Mér fannst orkustigið fínt allan seinni hálfleikinn. Við eigum þarna þrjú dauðafæri í byrjun seinni hálfleiks. Vissulega fóru menn upp um 1-2 stig þegar þeir [Stjörnumenn] skoruðu, settu í gír, og það er gleðilegt. Það er búið að vera töluvert álag og gott að sjá liðið hafa orku til að keyra á þetta,“ sagði Óskar en leikurinn við Stjörnuna fór fram í miðju einvígi Blika við FCK sem lýkur í Kaupmannahöfn á miðvikudag. „Þetta er prógramm sem við erum í. Stjarnan er erfið og þetta var alltaf að fara að verða erfiður leikur, þannig að ætli maður geti ekki verið þokkalega sáttur við þetta stig þegar það verður aðeins liðið frá, þó mér fyndist við fá færi til að skora. En mér fannst gæðin í þessum leik ekki upp á marga fiska, fótboltalega séð, en það er stundum þannig. Það var mikið um sendingafeila, mikið af mistökum, óvenjulega mikið hjá mínu liði,“ sagði Óskar. „Betra að hafa hann heilan í 45 mínútur“ Jason Daði lék aðeins seinni hálfleik í kvöld en var afskaplega ógnandi þann tíma. Óskar sagði hins vegar ekki hægt að leggja það á Jason að spila allan leikinn í kvöld: „Það þarf að passa upp á hann. Hann er búinn að vera mikið meiddur og missti af öllu undirbúningstímabilinu. Við þurfum hann heilan og það er betra að hafa hann heilan í 45 mínútur en haltrandi í 90 mínútur og síðan í burtu í þrjár vikur. Þetta er eitthvað sem við vissum. En auðvitað er Jason frábær leikmaður og það sakna hans allir þegar hann er ekki inn á, það er klárt mál. En maður getur ekki alltaf notað alla þegar maður vill það.“ Besta deild karla Breiðablik Stjarnan Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Í beinni: Liverpool - Brighton | Reyna að lægja öldurnar í ólgusjó Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Fleiri fréttir Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Sjá meira
Þrátt fyrir mikinn hasar og færi á lokakafla leiksins tókst hvorugu liðinu að tryggja sér sigur en mönnum var enn dálítið heitt í hamsi þegar flautað var til leiksloka. Dómarinn Vilhjálmur Alvar Þórarinsson og þeir Damir Muminovic og Guðmundur Kristjánsson stigu hins vegar fljótt á milli Óskars og Þórs, og lætin sem mögulega virtust í uppsiglingu urðu að engu. Og þar sem Óskar hafði engan áhuga á að ræða málið snerist talið vissulega að leiknum sjálfum: „Mér fannst fyrri hálfleikurinn vera mjög dapur af okkar hálfu. Mér fannst þeir ná því sem að þeir komu með, sem var að hleypa leiknum upp og einhvern veginn gera þetta að leik þar sem boltinn var meira í loftinu og mikið af brotum, og leikurinn mikið stopp,“ sagði Óskar. „Svo fannst mér við vera töluvert sterkari aðilinn í seinni hálfleik og við fengum svo sem fjölmörg færi til að klára þennan leik, en Stjarnan er lið sem að setur mikla orku í leikina og eru erfiðir andstæðingar. Þegar þeir stíga svona hátt upp á völlinn getur verið snúið að komast framhjá þeim, sérstaklega þegar mér fannst við vera frekar þungir í byrjun og hálfpartinn ekki klárir. Svo fannst mér það lagast þegar líða tók á leikinn og mér fannst seinni hálfleikurinn góður,“ sagði Óskar. „Gott að sjá liðið hafa orku til að keyra á þetta“ Stjarnan komst yfir með marki Emils Atlasonar á 62. mínútu en það virtist kveikja enn frekar í Blikum sem jöfnuðu með marki Jasons Daða Svanþórssonar á 78. mínútu. „Mér fannst orkustigið fínt allan seinni hálfleikinn. Við eigum þarna þrjú dauðafæri í byrjun seinni hálfleiks. Vissulega fóru menn upp um 1-2 stig þegar þeir [Stjörnumenn] skoruðu, settu í gír, og það er gleðilegt. Það er búið að vera töluvert álag og gott að sjá liðið hafa orku til að keyra á þetta,“ sagði Óskar en leikurinn við Stjörnuna fór fram í miðju einvígi Blika við FCK sem lýkur í Kaupmannahöfn á miðvikudag. „Þetta er prógramm sem við erum í. Stjarnan er erfið og þetta var alltaf að fara að verða erfiður leikur, þannig að ætli maður geti ekki verið þokkalega sáttur við þetta stig þegar það verður aðeins liðið frá, þó mér fyndist við fá færi til að skora. En mér fannst gæðin í þessum leik ekki upp á marga fiska, fótboltalega séð, en það er stundum þannig. Það var mikið um sendingafeila, mikið af mistökum, óvenjulega mikið hjá mínu liði,“ sagði Óskar. „Betra að hafa hann heilan í 45 mínútur“ Jason Daði lék aðeins seinni hálfleik í kvöld en var afskaplega ógnandi þann tíma. Óskar sagði hins vegar ekki hægt að leggja það á Jason að spila allan leikinn í kvöld: „Það þarf að passa upp á hann. Hann er búinn að vera mikið meiddur og missti af öllu undirbúningstímabilinu. Við þurfum hann heilan og það er betra að hafa hann heilan í 45 mínútur en haltrandi í 90 mínútur og síðan í burtu í þrjár vikur. Þetta er eitthvað sem við vissum. En auðvitað er Jason frábær leikmaður og það sakna hans allir þegar hann er ekki inn á, það er klárt mál. En maður getur ekki alltaf notað alla þegar maður vill það.“
Besta deild karla Breiðablik Stjarnan Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Í beinni: Liverpool - Brighton | Reyna að lægja öldurnar í ólgusjó Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Fleiri fréttir Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Sjá meira