Fólk verði að setja upp „innbrotsgleraugun“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. júlí 2023 07:01 Fólk ætti að skoða sig vel um í kringum heimilið áður en haldið er í ferðalag. Vísir/Getty Öryggis- og löggæslufræðingur segir að mikilvægt að fólk gangi hringinn í kringum heimili sín og setji upp „innbrotsgleraugun“ vegna þeirrar innbrotahrinu sem nú gengur yfir höfuðborgarsvæðið. Eyþór Víðisson, öryggis-og löggæslufræðingur, ræddi fréttir af innbrotahrinunni í Bítinu á Bylgjunni í gærmorgun. Hann segir mikilvægt að fólk taki sér örfáar mínútur í að skoða aðkomuna að heimili sínu og hugsa með sér: „Hvernig kemst ég inn í þetta hús? Hvað gerist þegar ég er kominn inn í þetta hús?“ Læsa millihurðum Stutt er í stærstu ferðahelgi ársins, verslunarmannahelgina. Eyþór hvetur fólk til þess að taka sér tíma, sem ekki þurfi að vera langur, í að gæta að ýmsum atriðum áður en haldið er í ferðalagið. „Segjum að viðkomandi ætli inn til þín. Hann er kominn inn í húsið. Hvert fer hann? Hvað er hann líklegur til að taka? Ertu að fara að sakna þessa hlutar? Er það tölvan með fermingarmyndunum? Hvað geri ég þá við þessa tölvu?“ Ekki sé um langt ferli að ræða og alls ekki heill dagur að sögn Eyþórs. Heldur nokkrar mínútur, til að mynda daginn áður en haldið er af stað. „Þú setur upp innbrotsgleraugun. Hvernig ætla ég að skilja við hlutina? Til að mynda getur það skipt sköpum, bara það að læsa millihurðum og læsa hurðum. Ef þú ert með lykil inn í hurð í svefnherbergi, ef þú læsir henni áður en þú ferð, þá ertu búinn að tefja hann í tuttugu mínútur, hálftíma. Setur svo kannski lykilinn ofan í eldhússkúffu.“ Öryggið sé púsluspil Eyþór segir skiljanlegt að algengara sé á sumrin að hurðir gleymist opnar. Bílskurshurðir og annað þar sem börn mögulega ganga um til að sækja leikföng og annað og gleymi að loka. Foreldrar þurfi að vera duglegir að ræða málin á heimilinu. „Fólk þarf að vera meira vakandi á tímum sem þessum. Það er alltaf einhver tilbúinn til þess að taka hlutina, það er bara svoleiðis,“ segir Eyþór. Spurður um það hvaða tól séu besti fælingarmátturinn segir Eyþór að öryggi heimilisins sé líkt og púsluspil. Þá þurfi nokkur púsl svo að allt gangi sem best. „Þetta er bara púsluspil. Eftir því sem þú ert með fleiri púsl því öruggara er heimilið. Myndavélakerfi er eitt púsl, öryggiskerfi er eitt púsl, nágrannavarsla er eitt púsl. Eftir því sem þú fullkomnar myndina því betur ertu staddur og ert líklegri til þess að koma í veg fyrir hluti.“ Hann segir verðmæti fólgin í miðum frá öryggisfyrirtækjum líkt og Securitas og Öryggismiðstöðinni. „Það hefur alltaf verið ágætis fælingarmáttur í þessum kerfum. Þessir miðar eru vel geymdir hjá Securitas og Öryggismiðstöðinni af því að það er fælingarmáttur í þeim. Það eru verðmæti í þessum miðum.“ Bítið Lögreglumál Reykjavík Slysavarnir Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Eyþór Víðisson, öryggis-og löggæslufræðingur, ræddi fréttir af innbrotahrinunni í Bítinu á Bylgjunni í gærmorgun. Hann segir mikilvægt að fólk taki sér örfáar mínútur í að skoða aðkomuna að heimili sínu og hugsa með sér: „Hvernig kemst ég inn í þetta hús? Hvað gerist þegar ég er kominn inn í þetta hús?“ Læsa millihurðum Stutt er í stærstu ferðahelgi ársins, verslunarmannahelgina. Eyþór hvetur fólk til þess að taka sér tíma, sem ekki þurfi að vera langur, í að gæta að ýmsum atriðum áður en haldið er í ferðalagið. „Segjum að viðkomandi ætli inn til þín. Hann er kominn inn í húsið. Hvert fer hann? Hvað er hann líklegur til að taka? Ertu að fara að sakna þessa hlutar? Er það tölvan með fermingarmyndunum? Hvað geri ég þá við þessa tölvu?“ Ekki sé um langt ferli að ræða og alls ekki heill dagur að sögn Eyþórs. Heldur nokkrar mínútur, til að mynda daginn áður en haldið er af stað. „Þú setur upp innbrotsgleraugun. Hvernig ætla ég að skilja við hlutina? Til að mynda getur það skipt sköpum, bara það að læsa millihurðum og læsa hurðum. Ef þú ert með lykil inn í hurð í svefnherbergi, ef þú læsir henni áður en þú ferð, þá ertu búinn að tefja hann í tuttugu mínútur, hálftíma. Setur svo kannski lykilinn ofan í eldhússkúffu.“ Öryggið sé púsluspil Eyþór segir skiljanlegt að algengara sé á sumrin að hurðir gleymist opnar. Bílskurshurðir og annað þar sem börn mögulega ganga um til að sækja leikföng og annað og gleymi að loka. Foreldrar þurfi að vera duglegir að ræða málin á heimilinu. „Fólk þarf að vera meira vakandi á tímum sem þessum. Það er alltaf einhver tilbúinn til þess að taka hlutina, það er bara svoleiðis,“ segir Eyþór. Spurður um það hvaða tól séu besti fælingarmátturinn segir Eyþór að öryggi heimilisins sé líkt og púsluspil. Þá þurfi nokkur púsl svo að allt gangi sem best. „Þetta er bara púsluspil. Eftir því sem þú ert með fleiri púsl því öruggara er heimilið. Myndavélakerfi er eitt púsl, öryggiskerfi er eitt púsl, nágrannavarsla er eitt púsl. Eftir því sem þú fullkomnar myndina því betur ertu staddur og ert líklegri til þess að koma í veg fyrir hluti.“ Hann segir verðmæti fólgin í miðum frá öryggisfyrirtækjum líkt og Securitas og Öryggismiðstöðinni. „Það hefur alltaf verið ágætis fælingarmáttur í þessum kerfum. Þessir miðar eru vel geymdir hjá Securitas og Öryggismiðstöðinni af því að það er fælingarmáttur í þeim. Það eru verðmæti í þessum miðum.“
Bítið Lögreglumál Reykjavík Slysavarnir Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira