Fólk verði að setja upp „innbrotsgleraugun“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. júlí 2023 07:01 Fólk ætti að skoða sig vel um í kringum heimilið áður en haldið er í ferðalag. Vísir/Getty Öryggis- og löggæslufræðingur segir að mikilvægt að fólk gangi hringinn í kringum heimili sín og setji upp „innbrotsgleraugun“ vegna þeirrar innbrotahrinu sem nú gengur yfir höfuðborgarsvæðið. Eyþór Víðisson, öryggis-og löggæslufræðingur, ræddi fréttir af innbrotahrinunni í Bítinu á Bylgjunni í gærmorgun. Hann segir mikilvægt að fólk taki sér örfáar mínútur í að skoða aðkomuna að heimili sínu og hugsa með sér: „Hvernig kemst ég inn í þetta hús? Hvað gerist þegar ég er kominn inn í þetta hús?“ Læsa millihurðum Stutt er í stærstu ferðahelgi ársins, verslunarmannahelgina. Eyþór hvetur fólk til þess að taka sér tíma, sem ekki þurfi að vera langur, í að gæta að ýmsum atriðum áður en haldið er í ferðalagið. „Segjum að viðkomandi ætli inn til þín. Hann er kominn inn í húsið. Hvert fer hann? Hvað er hann líklegur til að taka? Ertu að fara að sakna þessa hlutar? Er það tölvan með fermingarmyndunum? Hvað geri ég þá við þessa tölvu?“ Ekki sé um langt ferli að ræða og alls ekki heill dagur að sögn Eyþórs. Heldur nokkrar mínútur, til að mynda daginn áður en haldið er af stað. „Þú setur upp innbrotsgleraugun. Hvernig ætla ég að skilja við hlutina? Til að mynda getur það skipt sköpum, bara það að læsa millihurðum og læsa hurðum. Ef þú ert með lykil inn í hurð í svefnherbergi, ef þú læsir henni áður en þú ferð, þá ertu búinn að tefja hann í tuttugu mínútur, hálftíma. Setur svo kannski lykilinn ofan í eldhússkúffu.“ Öryggið sé púsluspil Eyþór segir skiljanlegt að algengara sé á sumrin að hurðir gleymist opnar. Bílskurshurðir og annað þar sem börn mögulega ganga um til að sækja leikföng og annað og gleymi að loka. Foreldrar þurfi að vera duglegir að ræða málin á heimilinu. „Fólk þarf að vera meira vakandi á tímum sem þessum. Það er alltaf einhver tilbúinn til þess að taka hlutina, það er bara svoleiðis,“ segir Eyþór. Spurður um það hvaða tól séu besti fælingarmátturinn segir Eyþór að öryggi heimilisins sé líkt og púsluspil. Þá þurfi nokkur púsl svo að allt gangi sem best. „Þetta er bara púsluspil. Eftir því sem þú ert með fleiri púsl því öruggara er heimilið. Myndavélakerfi er eitt púsl, öryggiskerfi er eitt púsl, nágrannavarsla er eitt púsl. Eftir því sem þú fullkomnar myndina því betur ertu staddur og ert líklegri til þess að koma í veg fyrir hluti.“ Hann segir verðmæti fólgin í miðum frá öryggisfyrirtækjum líkt og Securitas og Öryggismiðstöðinni. „Það hefur alltaf verið ágætis fælingarmáttur í þessum kerfum. Þessir miðar eru vel geymdir hjá Securitas og Öryggismiðstöðinni af því að það er fælingarmáttur í þeim. Það eru verðmæti í þessum miðum.“ Bítið Lögreglumál Reykjavík Slysavarnir Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Sjá meira
Eyþór Víðisson, öryggis-og löggæslufræðingur, ræddi fréttir af innbrotahrinunni í Bítinu á Bylgjunni í gærmorgun. Hann segir mikilvægt að fólk taki sér örfáar mínútur í að skoða aðkomuna að heimili sínu og hugsa með sér: „Hvernig kemst ég inn í þetta hús? Hvað gerist þegar ég er kominn inn í þetta hús?“ Læsa millihurðum Stutt er í stærstu ferðahelgi ársins, verslunarmannahelgina. Eyþór hvetur fólk til þess að taka sér tíma, sem ekki þurfi að vera langur, í að gæta að ýmsum atriðum áður en haldið er í ferðalagið. „Segjum að viðkomandi ætli inn til þín. Hann er kominn inn í húsið. Hvert fer hann? Hvað er hann líklegur til að taka? Ertu að fara að sakna þessa hlutar? Er það tölvan með fermingarmyndunum? Hvað geri ég þá við þessa tölvu?“ Ekki sé um langt ferli að ræða og alls ekki heill dagur að sögn Eyþórs. Heldur nokkrar mínútur, til að mynda daginn áður en haldið er af stað. „Þú setur upp innbrotsgleraugun. Hvernig ætla ég að skilja við hlutina? Til að mynda getur það skipt sköpum, bara það að læsa millihurðum og læsa hurðum. Ef þú ert með lykil inn í hurð í svefnherbergi, ef þú læsir henni áður en þú ferð, þá ertu búinn að tefja hann í tuttugu mínútur, hálftíma. Setur svo kannski lykilinn ofan í eldhússkúffu.“ Öryggið sé púsluspil Eyþór segir skiljanlegt að algengara sé á sumrin að hurðir gleymist opnar. Bílskurshurðir og annað þar sem börn mögulega ganga um til að sækja leikföng og annað og gleymi að loka. Foreldrar þurfi að vera duglegir að ræða málin á heimilinu. „Fólk þarf að vera meira vakandi á tímum sem þessum. Það er alltaf einhver tilbúinn til þess að taka hlutina, það er bara svoleiðis,“ segir Eyþór. Spurður um það hvaða tól séu besti fælingarmátturinn segir Eyþór að öryggi heimilisins sé líkt og púsluspil. Þá þurfi nokkur púsl svo að allt gangi sem best. „Þetta er bara púsluspil. Eftir því sem þú ert með fleiri púsl því öruggara er heimilið. Myndavélakerfi er eitt púsl, öryggiskerfi er eitt púsl, nágrannavarsla er eitt púsl. Eftir því sem þú fullkomnar myndina því betur ertu staddur og ert líklegri til þess að koma í veg fyrir hluti.“ Hann segir verðmæti fólgin í miðum frá öryggisfyrirtækjum líkt og Securitas og Öryggismiðstöðinni. „Það hefur alltaf verið ágætis fælingarmáttur í þessum kerfum. Þessir miðar eru vel geymdir hjá Securitas og Öryggismiðstöðinni af því að það er fælingarmáttur í þeim. Það eru verðmæti í þessum miðum.“
Bítið Lögreglumál Reykjavík Slysavarnir Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Sjá meira