Þjálfari Dundalk: „Allir sem horfðu á leikinn sáu að við vorum mun betri aðilinn“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 27. júlí 2023 20:58 Leikmenn Dundalk voru sennilega álíka ósáttir við þróun leiksins og þjálfari þeirra Vísir/Hulda Margrét „Ég er bara pirraður, mér fannst við stjórna þessum leik frá upphafi til enda. Þetta er versta mögulega niðurstaða þegar litið er á frammistöðuna í þessum leik“, sagði Stephen O‘Donnell, þjálfari Dundalk FC, eftir 3-1 tap liðsins gegn KA. Þetta var fyrri leikur liðanna í annarri umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar. Liðin leika aftur fimmtudaginn 3. ágúst á heimavelli Dundalk í Írlandi. Þjálfarinn segist þó ánægður með frammistöðu liðsins í þessum leik. „Ég var ánægður með spilamennsku liðsins í þessum leik en varð fyrir vonbrigðum með mörkin sem við fengum á okkur í þeirra skyndisóknum. Það er mjög pirrandi að þetta sé niðurstaðan og ég held að allir sem horfðu á leikinn sáu að við vorum mun betri aðilinn.“ Dundalk voru tveimur mörkum undir í hálfleik og ákváðu að breyta leikskipulagi sínu. „Við breyttum aðeins til í hálfleik, fórum úr fimm manna varnarlínu í fjögurra manna með tveimur kantmönnum“ sagði Stephen. Þessi breyting gerði það að verkum að liðið komst í margar góðar fyrirgjafarstöður, bakverðir hlupu utan á kantmenn og öfugt, gáfu boltann fyrir en þær sendingar voru ekki nógu hnitmiðaðar og rötuðu sjaldnast á samherja. En mun þjálfarinn breyta eitthvað til hjá sínu liði fyrir seinni leikinn? „Sama leikplan þar, við stjórnuðum þessum leik þannig að ég hlakka bara til seinni leiksins eftir viku.“ Fótbolti Sambandsdeild Evrópu Tengdar fréttir Umfjöllum: KA - Dundalk 3-1 | KA í góðri stöðu KA vann Dundalk frá Írlandi 3-1 í fyrri leik liðanna í annarri umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar. Bjarni Aðalsteinsson opnaði markareikninginn fyrir KA, Daniel Kelly jafnaði svo fyrir gestina skömmu síðar áður en Sveinn Margeir Hauksson skoraði tvö mörk til viðbótar fyrir KA. 27. júlí 2023 20:15 Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Sjá meira
Þetta var fyrri leikur liðanna í annarri umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar. Liðin leika aftur fimmtudaginn 3. ágúst á heimavelli Dundalk í Írlandi. Þjálfarinn segist þó ánægður með frammistöðu liðsins í þessum leik. „Ég var ánægður með spilamennsku liðsins í þessum leik en varð fyrir vonbrigðum með mörkin sem við fengum á okkur í þeirra skyndisóknum. Það er mjög pirrandi að þetta sé niðurstaðan og ég held að allir sem horfðu á leikinn sáu að við vorum mun betri aðilinn.“ Dundalk voru tveimur mörkum undir í hálfleik og ákváðu að breyta leikskipulagi sínu. „Við breyttum aðeins til í hálfleik, fórum úr fimm manna varnarlínu í fjögurra manna með tveimur kantmönnum“ sagði Stephen. Þessi breyting gerði það að verkum að liðið komst í margar góðar fyrirgjafarstöður, bakverðir hlupu utan á kantmenn og öfugt, gáfu boltann fyrir en þær sendingar voru ekki nógu hnitmiðaðar og rötuðu sjaldnast á samherja. En mun þjálfarinn breyta eitthvað til hjá sínu liði fyrir seinni leikinn? „Sama leikplan þar, við stjórnuðum þessum leik þannig að ég hlakka bara til seinni leiksins eftir viku.“
Fótbolti Sambandsdeild Evrópu Tengdar fréttir Umfjöllum: KA - Dundalk 3-1 | KA í góðri stöðu KA vann Dundalk frá Írlandi 3-1 í fyrri leik liðanna í annarri umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar. Bjarni Aðalsteinsson opnaði markareikninginn fyrir KA, Daniel Kelly jafnaði svo fyrir gestina skömmu síðar áður en Sveinn Margeir Hauksson skoraði tvö mörk til viðbótar fyrir KA. 27. júlí 2023 20:15 Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Sjá meira
Umfjöllum: KA - Dundalk 3-1 | KA í góðri stöðu KA vann Dundalk frá Írlandi 3-1 í fyrri leik liðanna í annarri umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar. Bjarni Aðalsteinsson opnaði markareikninginn fyrir KA, Daniel Kelly jafnaði svo fyrir gestina skömmu síðar áður en Sveinn Margeir Hauksson skoraði tvö mörk til viðbótar fyrir KA. 27. júlí 2023 20:15