Innlent

Segir Sjálf­stæðis­flokkinn vængstýfðan í sam­starfi við Vinstri græna

Árni Sæberg skrifar
Brynjar Níelsson sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn þangað til á þessu kjörtímabili.
Brynjar Níelsson sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn þangað til á þessu kjörtímabili. Vísir/Vilhelm

Fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir kurr meðal Sjálfstæðismanna og að hann telji Sjálfstæðisflokkinn ekki geta tekist á við veigamikil og aðkallandi mál í samstarfi við Vinstri græna.

Brynjar Níelsson, fyrrverandi Alþingismaður, ritaði harðorðan pistil í Viljann í dag þar sem hann kallar eftir herkvaðningu hægri manna og borgaralegra afla, eins og hann kallar það. Hann ræddi málið í Reykjavík síðdegis:

„Staðan er í mínum huga algjörlega óviðunandi. Það er auðvitað kurr. Manni finnst svona einhvern veginn að samstaða hægri manna og þess sem ég kalla borgaralegra afla sé svolítið að bresta. Mönnum finnast ekki þessi sjónarmið komast neitt áfram, þó við séum alltaf stærsti flokkurinn,“ segir hann og á þar við stefnumál Sjálfstæðisflokksins á borð við nýtingu auðlinda, atvinnufrelsi, minni álögur og minna ríkisbákn.

Stöðvun hvalveiða ósvífin

Brynjar segir að honum finnist ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að fresta hvalveiðum út sumarið ótrúlega ósvífin aðgerð. Í hans huga þýði það að Sjálfstæðisflokkurinn geti ekki tekist á við stór mál á borð við verðbólgu, orkumál og útlendingamál í samstarfi við Vinstri græna.

Pólitísk umræða snúis um aukaatriði

Brynjar segir að honum finnist pólitísk umræða þessi dægrin aðeins snúast um algjör aukaatriði og enga pólitík. „Heldur bara hver er verri en hinn og hver er spilltari en hinn og einhver upphlaup út af engu. Eins og Lindarhvolsmálið og svona, þetta bara skiptir engu máli, þetta er ekki neitt neitt þetta mál. Öll umræða fer í þetta.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×