Fótbolti

Japanir með annan fótinn í sextán liða úrslit eftir öruggan sigur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hikaru Naomoto fagnar eftir að hafa komið Japan yfir gegn Kosta Ríka.
Hikaru Naomoto fagnar eftir að hafa komið Japan yfir gegn Kosta Ríka. getty/Zhizhao Wu

Japan sigraði Kosta Ríka með tveimur mörkum gegn engu í fyrsta leik dagsins á heimsmeistaramótinu í fótbolta.

Með sigrinum komst Japanir á topp C-riðils. Japan er með sex stig og ef Spánn tapar ekki fyrir Sambíu í öðrum leik dagsins er Japan komið áfram í sextán liða úrslit.

Mörkin í leikjum komu á þriggja mínútna kafla um miðjan fyrri hálfleik. Á 25. mínútu skoraði Hikaru Naomoto eftir sendingu frá Minu Tanaka.

Tveimur mínútum síðar lagði Tanaka upp annað mark Japans fyrir hina nítján ára Aoba Fujino.

Mörkin hefðu hæglega getað orðið fleiri en Japan átti 25 skot í leiknum, þar af ellefu á markið. Kosta Ríka, sem hefur tapað báðum leikjum sínum á HM án þess að skora, hefur fengið á sig sjötíu skot í þeim.

Japan mætir Spáni í lokaumferð riðlakeppninnar sem verður að öllum líkindum úrslitaleikur um sigur í C-riðlinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×