Færir úkraínskum börnum lýsi í samstarfi við heimsmeistara í boxi Kristinn Haukur Guðnason skrifar 26. júlí 2023 07:45 Artem drekkur ekki áfengi en starfar sem barþjónn. Hann vill hjálpa innflytjendum að aðlagast og verða virkir þjóðfélagsþegnar. Kristinn Guðmundsson Hinn úkraínski Artem Melnychuk hefur fengið umboð til að selja lýsi í Úkraínu. Í samstarfi við heimsmeistarann í hnefaleikum gefur hann börnum á spítölum krakkalýsi. Artem hefur búið á Íslandi í fjögur ár. „Ég er svolítið klikkaður en á góðan máta. Ég vill gera eitthvað við líf mitt, er sífellt að reyna að bæta mig og finna út hvað ég vill gera. Ég trúi á sjálfan mig og gefst aldrei upp, sama hvað gengur á. Þegar ég finn að hlutirnir eru að gerast finn ég kraft og líður mjög vel,“ segir Artem sem starfar sem barþjónn á Reykjavík Saga Hotel á Lækjargötu. Artem er þrítugur að aldri, fæddur í höfuðborginni Kænugarði. Hann er menntaður barþjónn, sem drekkur þó ekki áfengi, og hefur starfað í Grikklandi, Eistlandi, Belgíu og Dúbaí. Hann flutti hingað til lands árið 2019. „Mig langaði að flytja til einhvers Norðurlandanna og Ísland er meðal fallegustu landa heims, ásamt Nepal og Tíbet. Ég elska náttúruna. Mér líður eins og ég sé hluti af henni,“ segir Artem. Hann segist elska kuldann og stundar sjósund. Borða lýsi eins og síróp Fyrir um hálfu ári fékk Artem umboð til að selja lýsi til Úkraínu. Þá sér hann einnig um að gefa úkraínskum börnum á spítölum krakkalýsi. Fyrirtækið Lýsi og Artem vinna þetta saman með góðgerðasamtökum sem Olekander Usyk, heimsmeistari í hnefaleikum, stofnaði. Sjálfur segist Artem hafa stundað hnefaleika en aldrei sem atvinnumaður. Oleksander Usyk heimsmeistari í þungavigt er einn af fjölmörgum frammúrskarandi hnefaleikamönnum frá Úkraínu.EPA „Úkraínumenn elska lýsi,“ segir Artem. „Börnin sem vildu ekki bragðið af fiskiolíunni eru óð í lýsi með sítrónu og límónu og borða eins og þetta sé síróp. „Mamma og pabbi má ég fá lýsi“ segja þau.“ Vill byggja innflytjendur upp Eftir að stríðið í Úkraínu hófst og flóttamenn byrjuðu að streyma hingað tók Artem þátt í hjólreiðamiðlun fyrir þá. Það er að útvega flóttamönnum reiðhjól til að komast leiðar sinnar. Nú eru Artem og nokkrir Íslendingar að setja á fót góðgerðasamtök til þess að veita flóttafólki og innflytjendum ráðgjöf, Multicultural Support Center heita samtökin. Að sögn Artem elska úkraínsk börnlýsi með sítrónu og límónu. „Takmark mitt er að hjálpa fólki að aðlagast Íslandi. Að það greiði skatta og verði gagnlegt í íslensku samfélagi. Íslenskt samfélag er ekki stórt en ég vill hjálpa því að stækka,“ segir Artem. Hann segir mikilvægt að innflytjendur skili sínu og séu ekki aðeins þiggjendur. Aðlögun og uppbygging skipti miklu máli til að gera þá að sem virkustu þjóðfélagsþegnum. Vinir og skólasystkini á vígvellinum Þegar Artem flutti til landsins vann hann á Fosshotel Glacier Lagoon á Öræfum. Núna þjónar hann á Reykjavík Saga Hotel á Lækjargötu. Artem kom hingað án fjölskyldu en á fjölskyldu heima í Kænugarði. Foreldra, bróður og frændfólk. Hann segist eiga vini og skólasystkini sem séu núna á vígvellinum að berjast við innrásarher Rússa. „Ég þekki fólk sem hefur misst fótlegg, ég þekki fólk sem hefur misst handlegg og ég þekki fólk sem hefur misst lífið í stríðinu. Þetta er mjög sárt og sýnir manni hvað lífið er hverfult,“ segir Artem. Artem á fjölskyldu og vini í heimalandinu. Sumir hafa misst útlimi í stríðinu og sumir hafa dáið.Kristinn Guðmundsson Aðspurður um framtíðina segist hann vilja vera áfram á Íslandi, að minnsta kosti næstu árin. „Mér líður eins og ég sé heima hjá mér. Sumir segja að manni geti aðeins liðið þannig ef maður fæðist í landinu en mér líður samt eins og ég sé heima hjá mér á Íslandi. Mér líkar vel við Íslendinga, þið eruð mjög góðhjörtuð, opin og eruð góðir vinir. Friðsamir stríðsmenn, ungir sem aldnir, ríkir og fátækir,“ segir Artem og nefnir stuðninginn sem Ísland hefur sýnt Úkraínu frá innrásinni. „Þið hafið sýnt heiminum að ykkur þykir vænt um fólkið í Úkraínu.“ Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Matvælaframleiðsla Innflytjendamál Mest lesið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Bíó og sjónvarp Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Fleiri fréttir Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Sjá meira
„Ég er svolítið klikkaður en á góðan máta. Ég vill gera eitthvað við líf mitt, er sífellt að reyna að bæta mig og finna út hvað ég vill gera. Ég trúi á sjálfan mig og gefst aldrei upp, sama hvað gengur á. Þegar ég finn að hlutirnir eru að gerast finn ég kraft og líður mjög vel,“ segir Artem sem starfar sem barþjónn á Reykjavík Saga Hotel á Lækjargötu. Artem er þrítugur að aldri, fæddur í höfuðborginni Kænugarði. Hann er menntaður barþjónn, sem drekkur þó ekki áfengi, og hefur starfað í Grikklandi, Eistlandi, Belgíu og Dúbaí. Hann flutti hingað til lands árið 2019. „Mig langaði að flytja til einhvers Norðurlandanna og Ísland er meðal fallegustu landa heims, ásamt Nepal og Tíbet. Ég elska náttúruna. Mér líður eins og ég sé hluti af henni,“ segir Artem. Hann segist elska kuldann og stundar sjósund. Borða lýsi eins og síróp Fyrir um hálfu ári fékk Artem umboð til að selja lýsi til Úkraínu. Þá sér hann einnig um að gefa úkraínskum börnum á spítölum krakkalýsi. Fyrirtækið Lýsi og Artem vinna þetta saman með góðgerðasamtökum sem Olekander Usyk, heimsmeistari í hnefaleikum, stofnaði. Sjálfur segist Artem hafa stundað hnefaleika en aldrei sem atvinnumaður. Oleksander Usyk heimsmeistari í þungavigt er einn af fjölmörgum frammúrskarandi hnefaleikamönnum frá Úkraínu.EPA „Úkraínumenn elska lýsi,“ segir Artem. „Börnin sem vildu ekki bragðið af fiskiolíunni eru óð í lýsi með sítrónu og límónu og borða eins og þetta sé síróp. „Mamma og pabbi má ég fá lýsi“ segja þau.“ Vill byggja innflytjendur upp Eftir að stríðið í Úkraínu hófst og flóttamenn byrjuðu að streyma hingað tók Artem þátt í hjólreiðamiðlun fyrir þá. Það er að útvega flóttamönnum reiðhjól til að komast leiðar sinnar. Nú eru Artem og nokkrir Íslendingar að setja á fót góðgerðasamtök til þess að veita flóttafólki og innflytjendum ráðgjöf, Multicultural Support Center heita samtökin. Að sögn Artem elska úkraínsk börnlýsi með sítrónu og límónu. „Takmark mitt er að hjálpa fólki að aðlagast Íslandi. Að það greiði skatta og verði gagnlegt í íslensku samfélagi. Íslenskt samfélag er ekki stórt en ég vill hjálpa því að stækka,“ segir Artem. Hann segir mikilvægt að innflytjendur skili sínu og séu ekki aðeins þiggjendur. Aðlögun og uppbygging skipti miklu máli til að gera þá að sem virkustu þjóðfélagsþegnum. Vinir og skólasystkini á vígvellinum Þegar Artem flutti til landsins vann hann á Fosshotel Glacier Lagoon á Öræfum. Núna þjónar hann á Reykjavík Saga Hotel á Lækjargötu. Artem kom hingað án fjölskyldu en á fjölskyldu heima í Kænugarði. Foreldra, bróður og frændfólk. Hann segist eiga vini og skólasystkini sem séu núna á vígvellinum að berjast við innrásarher Rússa. „Ég þekki fólk sem hefur misst fótlegg, ég þekki fólk sem hefur misst handlegg og ég þekki fólk sem hefur misst lífið í stríðinu. Þetta er mjög sárt og sýnir manni hvað lífið er hverfult,“ segir Artem. Artem á fjölskyldu og vini í heimalandinu. Sumir hafa misst útlimi í stríðinu og sumir hafa dáið.Kristinn Guðmundsson Aðspurður um framtíðina segist hann vilja vera áfram á Íslandi, að minnsta kosti næstu árin. „Mér líður eins og ég sé heima hjá mér. Sumir segja að manni geti aðeins liðið þannig ef maður fæðist í landinu en mér líður samt eins og ég sé heima hjá mér á Íslandi. Mér líkar vel við Íslendinga, þið eruð mjög góðhjörtuð, opin og eruð góðir vinir. Friðsamir stríðsmenn, ungir sem aldnir, ríkir og fátækir,“ segir Artem og nefnir stuðninginn sem Ísland hefur sýnt Úkraínu frá innrásinni. „Þið hafið sýnt heiminum að ykkur þykir vænt um fólkið í Úkraínu.“
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Matvælaframleiðsla Innflytjendamál Mest lesið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Bíó og sjónvarp Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Fleiri fréttir Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Sjá meira