Kemur að lokuðum dyrum hjá Menntasjóði og útskriftin í hættu Máni Snær Þorláksson skrifar 25. júlí 2023 13:48 Útskrift Guðrúnar Helgu er nú í hættu þar sem hún fær ekki lán frá Menntasjóði námsmanna fyrir síðasta árinu í skólanum. Aðsend Guðrún Helga Ástudóttir, sem stundar háskólanám við sviðstjórn í Bretlandi, fær ekki námslán hjá Menntasjóði námsmanna fyrir síðasta árinu í draumanáminu. Útskriftin er því í hættu en Guðrún segist ekki fá mikla hjálp frá stofnuninni. Fyrir tveimur árum síðan sótti Guðrún um námslán í gegnum Menntasjóð námsmanna. Hún segir að þá hafi sjóðurinn sagt við sig að hún geti fengið lán fyrir öllum skólagjöldunum. Það hafi svo komið í ljós fyrir nokkrum vikum síðan að hún er búin með kvótann sinn. Hún fái því ekki lán fyrir síðasta árinu í skólanum. „Ef ég borga ekki það ár þá get ég ekki útskrifast,“ segir Guðrún í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun en DV vakti athygli á máli hennar á dögunum. Guðrún segist hafa sent alls konar spurningar á Menntasjóð til að finna út úr því hvernig hún geti greitt fyrir síðasta árið, hvort hún geti fengið styrk eða eitthvað slíkt. „Vegna þess að námið mitt er ekki kennt á Íslandi og í raun engin leið til að stunda það öðruvísi en að fara til Bretlands eða Bandaríkjanna.“ Hún kom þó að lokuðum dyrum hjá stofnuninni. „Það kemur ekki til greina, það er ekkert í boði fyrir nám sem er ekki kennt á Íslandi. Ekki styrkir og í rauninni engar útskýringar heldur.“ Fleiri hafi verið í sömu stöðu Guðrún segir að Menntasjóður námsmanna láni námsmönnum sem stunda nám erlendis í mesta lagi sex milljónir og þrjú hundruð þúsund krónur. Námið hennar sé dýrara en það en hún hafi sagt sjóðnum það þegar hún sótti um að fá lánið. „Þau samþykktu það í byrjun,“ segir Guðrún en nú sé það komið upp á daginn að kvótinn sé búinn. Guðrún er ekki sú eina sem hefur verið í þessari stöðu. „Það er ein stelpa sem hafði samband við mig og hún lenti í þessu nákvæmlega sama fyrir sex árum síðan. Mér finnst alveg ótrúlegt að eftir sex ár er þetta alveg eins og ekkert búið að breytast,“ segir hún. „Fólk er endalaust að lenda í þessu.“ Þá segir Guðrún að upphæðin sem hún sótti um að fá sé einungis fyrir skólagjöldunum. „Ég fæ ekkert til að borga leigu, mat eða neitt,“ segir hún. „Það er bara þannig, ég veit það alveg og er að vinna í því. En ef þau gætu bara borgað skólagjöldin, það er það eina sem ég bið um.“ Þar sem Guðrún fær ekki lán fyrir skólagjöldunum þarf hún að safna sjálf fyrir kostnaðinum við síðasta árið. Hún hefur sett af stað söfnun á hópfjármögnunarsíðunni GoFundMe til þess. Skóla - og menntamál Bretland Íslendingar erlendis Háskólar Hagsmunir stúdenta Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Fyrir tveimur árum síðan sótti Guðrún um námslán í gegnum Menntasjóð námsmanna. Hún segir að þá hafi sjóðurinn sagt við sig að hún geti fengið lán fyrir öllum skólagjöldunum. Það hafi svo komið í ljós fyrir nokkrum vikum síðan að hún er búin með kvótann sinn. Hún fái því ekki lán fyrir síðasta árinu í skólanum. „Ef ég borga ekki það ár þá get ég ekki útskrifast,“ segir Guðrún í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun en DV vakti athygli á máli hennar á dögunum. Guðrún segist hafa sent alls konar spurningar á Menntasjóð til að finna út úr því hvernig hún geti greitt fyrir síðasta árið, hvort hún geti fengið styrk eða eitthvað slíkt. „Vegna þess að námið mitt er ekki kennt á Íslandi og í raun engin leið til að stunda það öðruvísi en að fara til Bretlands eða Bandaríkjanna.“ Hún kom þó að lokuðum dyrum hjá stofnuninni. „Það kemur ekki til greina, það er ekkert í boði fyrir nám sem er ekki kennt á Íslandi. Ekki styrkir og í rauninni engar útskýringar heldur.“ Fleiri hafi verið í sömu stöðu Guðrún segir að Menntasjóður námsmanna láni námsmönnum sem stunda nám erlendis í mesta lagi sex milljónir og þrjú hundruð þúsund krónur. Námið hennar sé dýrara en það en hún hafi sagt sjóðnum það þegar hún sótti um að fá lánið. „Þau samþykktu það í byrjun,“ segir Guðrún en nú sé það komið upp á daginn að kvótinn sé búinn. Guðrún er ekki sú eina sem hefur verið í þessari stöðu. „Það er ein stelpa sem hafði samband við mig og hún lenti í þessu nákvæmlega sama fyrir sex árum síðan. Mér finnst alveg ótrúlegt að eftir sex ár er þetta alveg eins og ekkert búið að breytast,“ segir hún. „Fólk er endalaust að lenda í þessu.“ Þá segir Guðrún að upphæðin sem hún sótti um að fá sé einungis fyrir skólagjöldunum. „Ég fæ ekkert til að borga leigu, mat eða neitt,“ segir hún. „Það er bara þannig, ég veit það alveg og er að vinna í því. En ef þau gætu bara borgað skólagjöldin, það er það eina sem ég bið um.“ Þar sem Guðrún fær ekki lán fyrir skólagjöldunum þarf hún að safna sjálf fyrir kostnaðinum við síðasta árið. Hún hefur sett af stað söfnun á hópfjármögnunarsíðunni GoFundMe til þess.
Skóla - og menntamál Bretland Íslendingar erlendis Háskólar Hagsmunir stúdenta Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira