Finna reiðina og losa hana út í Druslugöngunni Kristinn Haukur Guðnason skrifar 22. júlí 2023 12:46 Lísa Margrét Gunnarsdóttir ein af skipuleggjendum göngunnar sem er nú haldin í ellefta skiptið. Druslugangan fer fram í ellefta skiptið í dag. Hún var fyrst gengin árið 2011 en lá niður í tvö ár í heimsfaraldrinum. Lísa Margrét Gunnarsdóttir, ein af skipuleggjendum göngunnar, segir öll velkomin hvort sem það séu þolendur, aðstandendur eða fólk sem vill styðja við bakið á þeim sem hafa lent í kynferðisofbeldi. Lísa Margrét segir Druslugönguna hafa skilað miklu á þrettán árum.„Fyrsta gangan, árið 2011, var alls ekki fjölmenn þó að vissulega hafi hún vakið eftirtekt. Síðan þá, 2015 til 2018, verður rosaleg vitundarvakning í íslensku samfélagi. Þá vorum við að sjá þúsundir flykkjast á Druslugönguna. Hámarkið árið 2018 með fyrstu #metoo byltingunni. Þetta var vettvangur til þess að ræða þessi mál og krefjast breytinga og úrbóta í samfélaginu okkar,“ segir Lísa Margrét. Gangan hefst við Hallgrímskirju og lýkur með dagskrá á Austurvelli. Einnig er gengið á Sauðárkróki.Stöð2/Einar Umræðan um bakslag í baráttunni er hins vegar hávær núna.„Af því að við erum búin að tala svo mikið um þetta á samfélagsmiðlum þá eru sumir orðnir þreyttir á að ræða þetta eða að okkur líður eins og við höfum náð einhverjum árangri. En við sáum að skráðum kynferðisbrotum fjölgaði núna í júní og við höfum séð það að ef við höldum þessari umræðu ekki á lofti þá vill þessi nauðgunarmenning og kynferðisofbeldi grassera áfram í samfélaginu. Það er það sem druslugangan gengur út á,“ segir Lísa Margrét. Ekki ein í baráttunni Með göngunni sé tekinn frá einn dagur á ári þar sem virkilega er vakin athygli á þessu rótgróna samfélagslega vandamáli sem kynferðisofbeldi sé. Samstöðufundurinn á Druslugöngunni árið 2022.Steingrímur Dúi „Við finnum öll reiðina inn í okkur og losum hana út en gleðjumst líka yfir því að vera ekki ein í þessu,“ segir segir Lísa Margrét. Gangan hefst klukkan tvö við Hallgrímskirkju. Gengið verður niður Skólavörðustíg og Bankastræti að Austurvelli þar sem göngunni lýkur með samstöðufundi, ræðum og lifandi tónlist. Einnig er gengið á Sauðárkróki. Þar hefst gangan klukkan eitt. Reykjavík Skagafjörður Druslugangan Kynferðisofbeldi Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Fleiri fréttir Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Sjá meira
Lísa Margrét segir Druslugönguna hafa skilað miklu á þrettán árum.„Fyrsta gangan, árið 2011, var alls ekki fjölmenn þó að vissulega hafi hún vakið eftirtekt. Síðan þá, 2015 til 2018, verður rosaleg vitundarvakning í íslensku samfélagi. Þá vorum við að sjá þúsundir flykkjast á Druslugönguna. Hámarkið árið 2018 með fyrstu #metoo byltingunni. Þetta var vettvangur til þess að ræða þessi mál og krefjast breytinga og úrbóta í samfélaginu okkar,“ segir Lísa Margrét. Gangan hefst við Hallgrímskirju og lýkur með dagskrá á Austurvelli. Einnig er gengið á Sauðárkróki.Stöð2/Einar Umræðan um bakslag í baráttunni er hins vegar hávær núna.„Af því að við erum búin að tala svo mikið um þetta á samfélagsmiðlum þá eru sumir orðnir þreyttir á að ræða þetta eða að okkur líður eins og við höfum náð einhverjum árangri. En við sáum að skráðum kynferðisbrotum fjölgaði núna í júní og við höfum séð það að ef við höldum þessari umræðu ekki á lofti þá vill þessi nauðgunarmenning og kynferðisofbeldi grassera áfram í samfélaginu. Það er það sem druslugangan gengur út á,“ segir Lísa Margrét. Ekki ein í baráttunni Með göngunni sé tekinn frá einn dagur á ári þar sem virkilega er vakin athygli á þessu rótgróna samfélagslega vandamáli sem kynferðisofbeldi sé. Samstöðufundurinn á Druslugöngunni árið 2022.Steingrímur Dúi „Við finnum öll reiðina inn í okkur og losum hana út en gleðjumst líka yfir því að vera ekki ein í þessu,“ segir segir Lísa Margrét. Gangan hefst klukkan tvö við Hallgrímskirkju. Gengið verður niður Skólavörðustíg og Bankastræti að Austurvelli þar sem göngunni lýkur með samstöðufundi, ræðum og lifandi tónlist. Einnig er gengið á Sauðárkróki. Þar hefst gangan klukkan eitt.
Reykjavík Skagafjörður Druslugangan Kynferðisofbeldi Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Fleiri fréttir Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Sjá meira