Fjórði ráðherrann í ríkisstjórn Støre segir af sér Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 21. júlí 2023 15:43 Ríkisstjórn Noregs við stjórnarskipti i nóvember 2021. Fjórir ráðherrar stjórnarinnar hafa nú sagt af sér. EPA Ola Borten Moe, vísinda- og háskólamálaráðherra Noregs og varaformaður Miðflokksins í Noregi, hefur sagt af sér vegna brots á verklagsreglum norsku ríkisstjórnarinnar. Moe er nú fjórði ráðherrann í tiltölulega nýrri ríkisstjórn Noregs til þess að segja af sér. Moe sagði af sér á blaðamannafundi sem fram fór fyrir skömmu. NRK greindi frá hneyksli Moes fyrr í dag. Þar segir að í janúar hafi Moe setið á ríkisstjórnarfundi þar sem ákveðið var að semja við vopnaframleiðandann Nammo um kaup ríkisins á búnaði fyrir marga milljarða dollara. Vikuna áður hafði Moe keypt hlut í fyrirtækinu Kongsberg Gruppen, sem á fjórðungshlut í Nammo. Þá braut ráðherrann að auki reglur þegar hann sat ríkisstjórnarfund síðastliðinn 30. mars þegar ákveðið var að stækka umfang samningsins við Nammo. Telst hann hafa verið vanhæfur til þess að koma að þeirri ákvörðun vegna hagsmuna hans. Baðst fyrirgefningar Moe gekkst við því að hafa í tvígang brotið verklagsreglur. „Þetta er rosalega vandræðalegt mál og alvarlegt. Þetta þýðir að heilindi mín sem ráðherra geta verið dregin í efa. Þetta eru aðstæður sem ég hefði mjög vel viljað komast hjá og ég biðst innilegrar fyrirgefningar,“ sagði ráðherrann í samtali við NRK. Ráðherrann er nú sá fjórði í ríkisstjórn Jonasar Gahr Støre sem segir af sér síðan ríkisstjórnin var sett saman í nóvember árið 2021. Kunnuglegt stef Tæpur mánuður er síðan Anette Trettebergstuen, menningar- og jafnréttisráðherra Noregs, sagði af sér eftir að upp komst að hún hafði skipað vini og fyrrverandi flokkssystkini í stjórnir stofnana ríkisins. Í sömu viku baðst Tonje Brenna, menntamálaráðherra Noregs, afsökunar fyrir að hafa veitt góðvini sínum stjórnarsæti hjá ríkisstofnun. Þá sagði Hadia Tajik, þáverandi vinnumálaráðherra, af sér í mars í fyrra þegar í ljós kom að hún hafði misnotað íbúðafríðindi ráðherra. Mánuði síðar sagði Odd Roger Enoksen, þáverandi varnarmálaráðherra af sér þegar upp komst að hann hafi átt í kynferðislegu sambandi með átján ára stelpu árið 2005, þegar Enoksen var sjálfur fimmtugur. Fréttin hefur verið uppfærð. Noregur Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Sjá meira
Moe sagði af sér á blaðamannafundi sem fram fór fyrir skömmu. NRK greindi frá hneyksli Moes fyrr í dag. Þar segir að í janúar hafi Moe setið á ríkisstjórnarfundi þar sem ákveðið var að semja við vopnaframleiðandann Nammo um kaup ríkisins á búnaði fyrir marga milljarða dollara. Vikuna áður hafði Moe keypt hlut í fyrirtækinu Kongsberg Gruppen, sem á fjórðungshlut í Nammo. Þá braut ráðherrann að auki reglur þegar hann sat ríkisstjórnarfund síðastliðinn 30. mars þegar ákveðið var að stækka umfang samningsins við Nammo. Telst hann hafa verið vanhæfur til þess að koma að þeirri ákvörðun vegna hagsmuna hans. Baðst fyrirgefningar Moe gekkst við því að hafa í tvígang brotið verklagsreglur. „Þetta er rosalega vandræðalegt mál og alvarlegt. Þetta þýðir að heilindi mín sem ráðherra geta verið dregin í efa. Þetta eru aðstæður sem ég hefði mjög vel viljað komast hjá og ég biðst innilegrar fyrirgefningar,“ sagði ráðherrann í samtali við NRK. Ráðherrann er nú sá fjórði í ríkisstjórn Jonasar Gahr Støre sem segir af sér síðan ríkisstjórnin var sett saman í nóvember árið 2021. Kunnuglegt stef Tæpur mánuður er síðan Anette Trettebergstuen, menningar- og jafnréttisráðherra Noregs, sagði af sér eftir að upp komst að hún hafði skipað vini og fyrrverandi flokkssystkini í stjórnir stofnana ríkisins. Í sömu viku baðst Tonje Brenna, menntamálaráðherra Noregs, afsökunar fyrir að hafa veitt góðvini sínum stjórnarsæti hjá ríkisstofnun. Þá sagði Hadia Tajik, þáverandi vinnumálaráðherra, af sér í mars í fyrra þegar í ljós kom að hún hafði misnotað íbúðafríðindi ráðherra. Mánuði síðar sagði Odd Roger Enoksen, þáverandi varnarmálaráðherra af sér þegar upp komst að hann hafi átt í kynferðislegu sambandi með átján ára stelpu árið 2005, þegar Enoksen var sjálfur fimmtugur. Fréttin hefur verið uppfærð.
Noregur Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent